Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 12
Vestrið leitar nýrra leiða til að ráðast gegn landi okkar, til að veikja og rústa Rúss- landi. Vladímír Pútín, Rússlandsforseti LANDSBANKINN. IS Samfélags- styrkir Landsbankans Við veitum 15 milljónir króna í samfélagsstyrki í ár. Styrkjunum er ætlað að styðja við fjölbreytt verkefni, meðal annars á sviði mannúðarmála, menningar og lista, menntamála og vísinda, forvarna- og æskulýðsstarfs og umhverfismála. Umsóknarfrestur er til og með 7. október 2022. Kynntu þér málið á landsbankinn.is. thp@frettabladid.is INNRÁS Í ÚKRAÍNU Þáttaskil urðu í innrás Rússa í Úkraínu í gær. Þá undirritaði Vladímír Pútín Rúss- landsforseti skjal sem lögfesti, hvað þarlend lög varðar, innlimun úkra- ínsku héraðanna Donetsk, Lúhansk, Saporísjía og Kherson í Rússlandi. Hann flutti ræðu af þessu tilefni þar sem hann var ómyrkur í máli í garð Vesturlanda sem hann sagði „raun- verulega valdamenn“ í Úkraínu. „Vestrið leitar nýrra leiða til að ráðast gegn landi okkar, til að veikja og rústa Rússlandi,“ sagði Pútín. „Við munum verja land okkar með öllum tiltækum ráðum og gera allt til að vernda þegna okkar,“ sagði hann. Ekkert héraðanna er að fullu her- numið af Rússum og aðgerðin er brot á alþjóðalögum. Svokallaðar kosningar sem áttu sér stað í héruð- unum fjórum, þar sem niðurstaðan var að sögn Rússa yfirgnæfandi sigur þeirra sem vilja tilheyra Rúss- landi, breyta engu. Næstu skref eru þau að í komandi viku staðfestir rússneski stjórnlaga- dómstóllinn innlimunina. Þá fer málið fyrir neðri deild þingsins sem samþykkir málið og breytingar á stjórnarskrá og þaðan til efri deildar þingsins. Búist er við að forsetinn skrifi undir staðfestingu þingsins 4. október. Volodymyr Selenskyj, forseti Úkraínu, greindi frá því skömmu eftir ræðuna að landið hefði form- lega sótt um skjóta inngöngu  í NATO og Bandaríkjamenn greindu frá nýjum refsiaðgerðum. Evrópu- sambandið hyggst gera það sömu- leiðis. Leiðtogaráð Evrópusambands- ins lýsti því yfir að með þessu væri brotið gegn „grundvallarrétti Úkra- ínu til sjálfstæðis“ með „ósvífnum hætti“. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, sagði að sambandið muni „aldrei viðurkenna þessa ólöglegu innlimun.“ Boris Johnson fyrrver- andi forsætisráðherra Bretlands tók í sama streng og sagði að þetta væri „grimmdarleg og ólögleg tilraun til að gera Úkraínu að nýlendu“. n Innlimun þáttaskil í innrás Rússa í Úkraínu Vladímír Pútín skrifaði undir staðfestingu á innlimun með leiðtogum lepp- stjórna héraðanna fjögurra í Kreml í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Umhverfisráðherra segir orkukreppu í Evrópu ekki góð tíðindi fyrir land sem er háð útflutningstekjum. Á móti komi að græn orkufram- leiðsla álfunnar skapi heil- mikil tækifæri. Evrópusam- bandið boðar aukinn skatt á orkufyrirtæki. ggunnars@frettabladid.is ORKUMÁL Á fundi orkumálaráð- herra Evrópusambandsins, sem fram fór í gær, var ákveðið að skatt- leggja orkufyrirtæki enn frekar til að stemma stigu við háu orkuverði í kjölfar stríðsins í Úkraínu. Þá er útlit fyrir að víða þurfi að draga úr raforkunotkun á álagstím- um á næstu mánuðum. Útbreiddur orkuskortur er farinn að plaga lönd sem eru háð jarðgasi og orku frá Rússlandi. Samtals hafa Evrópulöndin varið hátt í 518 milljörðum evra í efna- hagsaðgerðir sem ætlað er að draga úr áhrifum orkukreppunnar. Forsætisráðher ra Bretlands kynnti í vikunni áform um 167,7 milljarða evra efnahagspakka vegna stöðunnar þar í landi. Forsætisráð- herra Póllands kynnti sömuleiðis 10,6 milljarða evra efnahagspakka og í Svíþjóð á að verja opinber veitu- fyrirtæki með lánaábyrgð upp á 23,4 milljarða evra. Í Hollandi hafa stjórnvöld sett þak á raforkuverð til að koma í veg fyrir frekari hækkanirnar. Talið er að sá pakki muni kosta hollenska ríkið hátt í 17,2 milljarða evra. Þá hefur franska ríkið þegar varið 72 milljörðum evra til að verja heimili og fyrirtæki landsins. Guðlaug u r Þór Þórða r son, umhverfis-, orku- og loftslagsráð- herra, segir þessar aðgerðir í Evr- ópu varpa ljósi á hvað við Íslend- ingar séum lánsöm í orkumálum. „Og það getum við þakkað þeim sem sýndu framsýni og stórhug og veðjuðu á hitaveitu frekar en olíu og gas á sínum tíma.“ „En þótt við séum á góðum stað þá megum við ekki sofna á verð- inum. Við værum á enn betri stað en við erum í dag ef við værum komin lengra í þriðju orkuskiptunum.“ Yfirvofandi orkukreppa í Evr- ópu varpi þó ákveðnu ljósi á stöðu Íslands gagnvart öðrum löndum í viðskiptalegu tilliti að mati Guð- laugs „Til skamms tíma eru ríki, sem eru háð Rússlandi um orku, að leita allra leiða til að verða sér úti um orku. En til lengri tíma eru þau líka að færa sig hraðar yfir í grænni lausnir. Þar eru tækifæri fyrir okkur því þetta snýst ekki bara um að búa til orku, heldur líka um hugvit og tækni. Þar stöndum við framarlega.“ Þótt stríðið hafi ekki áhrif á orku- verð á Íslandi þá förum við ekki var- hluta af efnahagsólgunni í álfunni, að sögn Guðlaugs. „Þetta hefur áhrif á afkomu fyrir- tækja sem selja orku til álvera til að mynda. Vegna hækkana á heims- markaðsverði. Við höfum alveg fengið okkar skerf af því, bæði í formi skatta og arðs, til dæmis í gegnum Landsvirkjun. En á móti kemur að hátt orku- verð í nágrannalöndunum er aldrei góðar fréttir fyrir okkur. Verri lífs- kjör í helstu viðskiptalöndum bitna á okkar helstu útflutningstekjum. Hvort sem við erum að tala um fisk eða ferðaþjónusta. Þannig að þetta er blanda af tækifærum og áskor- unum um þessar mundir,“ segir Guðlaugur Þór. n Orkukrísa bæði góð og slæm tíðindi fyrir Ísland Guðlaugur Þór Þórðarson, um- hverfis-, orku- og loftslagsráð- herra Heimild: Bruegel, Financial Times Myndir: Getty Images Evrópa bregst við orkukreppu © GRAPHIC NEWS Bretland Þýskaland Frakkland Ítalía Holland Rúmenía Danmörk Belgía Önnur lönd* Opinber ármögnun vegna orkukrísu Hlutfall af landsframleiðslu €6,8 ma. €6,8 ma. 2,0% €6,9 ma. 2,9% €4,1 ma. €15,4 ma. 0,8% €59,2 ma. €35,5 ma. €71,6 ma. €100,2 ma. €167,7 ma. 2,9%3,3% 2,9% 2,8% 6,5% 0,0% 3,7% €6,3 ma. 2,3% €3,2 ma. 0,8% €10,6 ma. 1,9% Spánn Pólland Grikkland Austurríki Noregur €23,4 ma. 2,7% 12 Fréttir 1. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.