Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 50
Við sjáum það bara að ánægt starfsfólk sem fær tækifæri til að vaxa nær meiri árangri og skilar meira virði til viðskiptavina og sam- félagsins. Magnús Már Einarsson Orkuveita Reykjavíkur endurhannar höfuðstöðvar sínar að Bæjarhálsi. Fram- kvæmdir á Bæjarhálsinum hófust sumarið 2021 en stefnt er að því að taka hús- næðið í gagnið fyrir lok árs 2024. Magnús Már Einarsson, forstöðu- maður Aðbúnaðar, á sviðinu Mannauði og menningu hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir eina af áskorununum hafa verið að hanna nútímalegt starfsumhverfi sem sé ein af forsendum þess að vera eftirsóknarverður vinnu- staður. „Við áttum okkur á því að heimurinn er að breytast á mun meiri hraða en áður, þegar kemur að starfsumhverfi fólks. Þess vegna höfum við horft á endur- hönnunina á þessu húsnæði sem starfsumhverfis- eða menn- ingarmál frekar en húsnæðis- eða aðstöðumál,“ segir Magnús. Starfsumhverfi fjölbreyttrar starfsemi „Við sjáum það bara að ánægt starfsfólk sem fær tækifæri til að vaxa nær meiri árangri og skilar meira virði til viðskiptavina og samfélagsins. Verkefni okkar og ákvarðanir hafa áhrif á komandi kynslóðir og við lítum á þetta þannig að framsýni sé nauðsyn- legur þáttur þegar kemur að því að skapa virði.“ Magnús segir að eitt af því sem hafi verið haft að leiðarljósi við hönnun á húsinu sé að þróa umhverfi sem styður við fjöl- breytta starfsemi og ólík störf. Nefnir hann hugmyndir um að fá frumkvöðla og svokallaða „gigg- ara“ til að glæða húsnæðið lífi og þannig skapa vinnuumhverfi þar sem saman kemur stórhuga fólk sem vill gera eitthvað fyrir sam- félagið. Ekki bara hús heldur starfsumhverfi stórhuga fólks Magnús segir að við hönnun á húsinu hafi verið haft að leiðarljósi að þróa umhverfi sem styður við fjölbreytta starfsemi og ólík störf. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Framkvæmdir við endurhönnun höfuðstöðva Orkuveitunnar hófust árið 2021. MYND/AÐSEND Um M&M Mannauður og menning er eining innan OR sem sinnir mannauðsmálum, innri þjónustu og að- búnaði fyrir fyrirtæki innan OR-samstæðunnar. Þar er lögð áhersla á að bjóða aðbúnað, stuðning og verkfæri til að skapa hvetjandi starfsumhverfi og menningu sem styður við starfsfólk til að ná eftirtektarverðum árangri fyrir samfélagið. OR- samstæðan samanstendur af fimm fyrirtækjum; Orkuveitu Reykjavíkur, Veitum, Orku náttúr- unnar, Ljósleiðaranum og Carbfix og hefur það hlutverk að auka lífsgæði með samfélagsábyrgð að leiðarljósi. Vilja hanna það besta „Við erum ekki bara að hanna hús heldur umhverfi fyrir stórhuga fólk. Til þess viljum við nýta hús- næðið og aðstöðu okkar þannig að það geti þjónað ólíkum hópum og vinni gegn svokallaðri síló menn- ingu. Þetta er stórt hús með marga fermetra þannig að tækifærin eru mörg, en það er einnig áskorun að ganga úr skugga um að við séum að mæta nútímaþörfum allra þeirra ólíku starfa sem finnast innan samstæðunnar.“ Magnús segir að við hönnunina hafi alls konar vinnurými verið skoðuð víða um heim og metn- aðurinn liggi í því að bjóða upp á aðstöðu eins og hún gerist best. Eitt af því sem sé mikilvægt sé að allar hæðir séu hannaðar þannig að aðgengi sé það sama fyrir alla. Nefnir hann einnig lýsingu, loft- ræstingu og hljóðvist sem þurfi að þjóna þörfum ólíkra hópa. Fólk vill meira frelsi „Annað sem við höfum mikið verið að ræða hjá okkur er að þróa starfsumhverfi sem styður við fólk sem er ekki endilega að ráða sig til fjörutíu ára. Við sjáum það sérstaklega eftir Covid að fólk vill hafa meira frelsi þegar kemur að starfsumhverfi og stjórna vinnu- tíma sínum og aðstöðu meira sjálft.“ n Geko starfar við að tengja fyrirtæki á Íslandi við hæfi- leikaríkt starfsfólk. Geko hefur að leiðarljósi að styðja fyrirtæki við að byggja upp líflega og mannlega vinnu- staði, þar sem starfsfólkið nýtur sín á öllum sviðum. Kathryn Gunnarsson er stofnandi Geko. Hún segir frábært að sjá fleiri fyrirtæki á Íslandi einbeita sér að mikilvægasta þætti fyrirtækisins, fólkinu sínu. „Ég hef verið á Íslandi síðan árið 2016 og jafnvel þennan stutta tíma hef ég séð hvernig fyrirtæki ein- beita sér í auknum mæli að starfs- mannastefnu sinni. Þó að við lifum á stafrænni öld þar sem sjálfvirkir ferlar, gervigreind og vélrænt nám styðja við hagræðingu og afköst fyrirtækja, er mikilvægt að muna að mannlegi þátturinn er jafn mikilvægur, ef ekki mikilvægasti þátturinn, til að einbeita sér að,“ segir hún. Spurð að því hvernig fyrirtæki geta laðað að sér hæfileikaríkt fólk svarar Kathryn að upplifun einstaklinga á fyrirtækjum og þeir ferlar sem fyrirtækin þróa utan um ferðalag þeirra hefjist með aðdrátt- arafli, einhverju sem laðar fólk að fyrirtækinu, og endi við starfslok. Þar á milli eru ýmsir snertipunktar. „Mikilvægi þess að skapa einstaka og hnökralausa upp- lifun umsækjenda á réttum tíma- punkti hefur áhrif á marga þætti fyrirtækisins, svo sem ytri og innri ímynd vörumerkja þess, þátttöku starfsmanna og aðgang að hæfi- leikaríku fólki til ráðningar. Ísland er umsækjendadrifinn markaður. Fólk sækir ekki alltaf um aug- lýst störf þar sem það er oft ekki sérstaklega að skoða nýja starfs- möguleika. Þess í stað notar fólk tengslanet sín og ráðningarskrif- stofur meira en undanfarin ár,“ segir Kathryn. Hún segir að hér á landi sé kaup- endamarkaður fyrir umsækjendur. „Þetta er ekki einhliða. Ráðn- ingarstjórar þurfa að skilja að þeir eru líka metnir af umsækjanda, það er ekki einhliða. Sá sem tekur við- talið er fulltrúi fyrirtækisins og er hugsanlega fyrsti snertipunkturinn sem umsækjandinn hefur nokkurn tíma haft við fyrirtækið. Það skiptir sköpum hvernig sá sem tekur við- talið kemur fram fyrir hönd fyrir- tækisins.“ Góð upplifun umsækjenda Engin tvö fyrirtæki eru eins og þau hafa hvert sína leið til að laða að sér hæfileikaríkt fólk. Kathryn segir að til að upplifun umsækj- enda verði sem best þurfi að leggja áherslu á mannlega þáttinn. „Að bjóða einhvern velkominn á ekki að gerast í fyrsta sinn þegar viðkomandi hefur störf. Það þarf að gera það um leið og umsækjandi sendir inn umsókn,“ segir Kathryn. Hún gefur nokkur ráð sem gætu gagnast fyrirtækjum. n Hugsa fyrst og fremst um ferlið út frá notendaupplifun. nGagnsæi í hverju skrefi tryggir að umsækjandinn upplifi að tekið sé eftir honum og hlustað sé á hann. nNotið tæknina til að bæta upp- lifunina, ekki til að flækja hana. nBjóðið upp á þjálfun í ráðn- ingum fyrir alla sem taka þátt í ráðningarferlinu. nBlandið saman ólíku fólki til að taka viðtöl. Það minnkar áhættuna á hlutdrægni og eykur líkurnar á teymin verði fjöl- breytt. Slæm upplifun umsækjanda situr lengi í honum, að sögn Kath ryn. „Slæm upplifun eykur líkurnar á því að umsækjanda sem er hafnað segi öðrum frá upplifun sinni og slæmri tilfinningu fyrir fyrirtæk- inu,“ segir hún. „Ef umsækjanda er aftur á móti hafnað, en hann fékk jákvæða upplifun af fyrirtækinu í ráðningar- ferlinu, hefur hann allt aðra sögu að segja. Upplifun umsækjenda hefur áhrif á framtíðarmöguleika fyrir- tækisins til að ráða til sín hæfileika- ríkt fólk. Gleymið því aldrei!“ Fjölbreytileiki er alls konar Kjarninn í gildum Geko er jafnrétti, fjölbreytileiki og inngilding, eða þátttaka allra. „Við erum fimm manna teymi og 60% af teyminu eru af erlendum uppruna. Sem erlendur sér- fræðingur sem var í atvinnuleit á Íslandi árið 2016 hef ég reynslu af því hvernig það er að reyna að komast inn á íslenskan markað sem útlendingur. Það er ekki auðvelt,“ segir Kathryn. „Við sjáum oft að fyrirtæki ein- blína mest á fjölbreytileika þegar þau eru að vinna að því að innleiða jafnrétti, fjölbreytileika og inn- gildingu og þegar þau hugsa um jafnrétti þá einblína þau aðallega á kyn. Fjölbreytileiki er aftur á móti svo miklu meira en kyn. Að setja saman fjölbreytt teymi þýðir að þú þarft að vera á höttunum eftir eiginleikum sem eru utan við „normið“ hjá fólkinu í teyminu. Það getur falið í sér mismunandi aldur, þjóðerni, menntun og lífsreynslu. Við þurfum að vera meðvituð um það, þegar við ráðum ekki fólk ein- faldlega því það er á einhvern hátt frábrugðið öðrum í teyminu, að við þurfum frekar að skoða hvernig ólíkir eiginleikar umsækjenda geta bætt teymið. Hvaða lífsreynslu kemur það með inn í starfið sem er ólík lífsreynslu annarra í teyminu og getur á þann hátt bætt það?“ Kathryn segir að fyrirtæki geti ekki búið til fjölbreytt teymi eða starfsmannahóp nema kjarninn í stefnu þeirra sé að skapa fyrir- tækjamenningu sem stuðlar að þátttöku allra. n Upplifun umsækjenda skiptir öllu  Nánar um Geko Geko er ráðningar- og ráð- gjafarfyrirtæki í mannauðs- málum sem leggur áherslu á að vinna með fólki og fyrirtækjum innan tækni- og nýsköpunargeirans. Starfsfólk Geko, frá vinstri Agla, Ania, Kathryn, Hulda og Anna. 14 kynningarblað 1. október 2022 LAUGARDAGURMannaUðUr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.