Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 10
Litrík og lífleg 19. - 26. nóvember Verð frá 289.900 kr. Á aldarafmæli járnsmiðjunnar Héðins fyllist stærsta skemma fyrirtækisins við Gjáhellu í Hafnarfirði af mörgum merkustu myndlistarverkum íslenskrar listasögu. ser@frettabladid MYNDLIST Það stendur mikið til í einn stærstu skemmu landsmanna, að Gjábakka 4 í Hafnarfirði, en þar hefur sýningarhönnuðurinn Axel Hallkell unnið hörðum höndum síðustu daga ásamt þeim Önnu Jóhannsdóttur og Nathalie Jac- queminet við að breyta heldur grófu iðnaðarhúsnæðinu í virðulegan list- sýningarsal. En bara í einn dag. Á sjálfan afmælisdag járnsmiðjunnar Héð- ins, en forkólfar hennar og velunn- arar fagna aldarafmæli hennar í dag með glæsilegri sýningu á mörgum merkustu málverkum íslenskrar listasögu sem til samans eru metin á hundruð milljóna króna. Opnað verður fyrir herlegheitin klukkan 13.00 í dag og almenningi stendur til boða að skoða sig um fram eftir degi, eða allt til klukkan 17.00, en þá verður sýningunni lokað. Eins og fram kemur í sýningar- skrá er listin í smiðju Héðins sam- starfsverkefni Listasafns Íslands og Héðins í tilefni af hundrað ára afmæli fyrirtækisins. Sýnd eru verk úr merkri gjöf fjölskyldu Markúsar Ívarssonar, sem stofnaði Héðin ásamt Bjarna Þorsteinssyni árið 1922. Markús var fæddur 1884. Hann var járnsmiður að mennt og ástríðu- fullur safnari verka eftir listamenn samtíma síns. Studdi hann þannig meðvitað við ýmist listafólk sem bjó við kröpp kjör við upphaf ferils síns en átti síðar eftir að slá í gegn, eins og segir í skránni. Markús þykir hafa byrjað þessa söfnun sína á mikilvægum tíma- punkti þegar nýjar kynslóðir lista- manna voru að koma fram á sjónar- sviðið á fjórða áratugnum en áttu erfitt uppdráttar á kreppuárunum, Héðinsskemmu breytt í sýningarsal í einn dag Við uppsetningu sýningarinnar í gærdag, sýningar sem á sér langa og merka sögu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sagan af portretti Jóns Stefánssonar af Markúsi í Héðni Fjölskylda Markúsar Ívarssonar hafði lengi vitað af portretti sem Jón Stefánsson málaði af vini sínum árið 1934. Verkið var í Kaupmannahöfn hjá ekkju Jóns, frú Ernu Stefánsson. Sveinn í Héðni, tengdasonur Markúsar, hafði oft farið til frú Ernu til að reyna að fá hana til að selja sér myndina, en ekki fengið. Það var svo einhverju sinni þegar Ingvar Vilhjálmsson í Ísbirninum var staddur í Kaupmannahöfn með Jóni syni sínum rétt eftir 1960 að hann gerði sér ferð til ekkju Jóns Stefánssonar til að kaupa myndir. Mektarmenn höfðu þá þann sið að kaupa myndir eftir stóru nöfnin í íslenskri myndlist til að gefa hver öðrum. Ingvar flettir myndum eftir Jón, sér portrettið af Markúsi og fær frú Ernu til að selja sér það fyrir 18 þúsund krónur danskar. Heimkomið er það svo afhent Héðinsmönnum. Í bókinni Íslensk portrett á tuttugustu öld segir Aðalsteinn Ingólfsson portrettið hiklaust vera meðal öndvegisverka íslenskrar myndlistar. Hann þykist þess fullviss að Jón hefði aldrei komist upp með að mála íslenskan atvinnurekanda, jafn- vel ekki fyrrverandi járnsmið, í gömlu vinnufötunum sínum og með hamar og meitil milli hand- anna, hefði sami atvinnurekandi ekki borið nær takmarkalausa virðingu fyrir köllun listamanns- ins. Listamenn sem eiga verk á sýningunni n Ásgrímur Jónsson n Brynjólfur Þórðarson n Eggert M. Laxdal n Eyjólfur Eyfells n Finnur Jónsson n Greta Björnsson n Guðmundur frá Miðdal n Guðmundur Thorsteinsson n Muggur n Gunnar Gunnarsson n Gunnlaugur Scheving n Höskuldur Björnsson n Jóhann Briem n Jóhannes S. Kjarval n Jón Stefánsson n Jón Þorleifsson n Karen Agnete Þórarinsson n Snorri Arinbjarnar n Svavar Guðnason n Sveinn Þórarinsson n Þorvaldur Skúlason n Þórarinn B. Þorláksson og þá skipti stuðningur hans oft sköpum. Markús féll frá árið 1943, aðeins 59 ára gamall. Hann skildi eftir sig gríðarlegt safn, um 200 verk, olíu- málverk, vatnslitamyndir, teikning- ar og höggmyndir sem ekkja hans, Kristín Andrésdóttir, og dætur þeirra af hentu Listaverkasafni ríkisins að stórum hluta nokkrum árum síðar. Tilkynnt var um gjöfina þann 27. ágúst, sama dag og Listasafn Íslands var formlega opnað í nýjum húsakynnum við Suðurgötu á efstu hæð byggingarinnar þar sem Þjóð- minjasafnið er nú á öllum hæðum. Fjölskylda Markúsar hefur ekki látið staðar numið í þessum efnum – og hefur allt fram á nýja öld fært safninu fleiri verk. Almennt þykir safn Markúsar fela í sér mjög gott úrval íslenskrar myndlistar frá fyrri hluta síðustu aldar. Þar á meðal eru lykilverk ýmissa mikilvægustu listamanna þjóðarinnar. n bth@frettabladid.is STYKKISHÓLMUR Ellefu einstakl- ingar í Stykkishólmi hafa lagt fram fjórar stjórnsýslukærur til Úrskurð- arnefndar umhverfis- og auðlinda- mála  vegna byggingarleyfisum- sóknar á tæplega 1.000  fermetra þangverksmiðju í Stykkishólmi. Staðsetning fyrirhugaðrar verk- smiðju nálægt íbúabyggð er sögð geta haft lyktar- og hávaðamengun auk sjónrænna áhrifa. Jarðvegs- framkvæmdir eru hafnar. Fram kemur hjá lögfræðingi Úrskurðarnefndar, Unnþóri Jóns- syni, að farið hafi verið fram á stöðvun framkvæmda eða stöðvun yfirvofandi framkvæmda. „Úrskurðarnefndin er að bíða eftir gögnum frá sveitarfélaginu til að geta kveðið upp úrskurð um það atriði. Þær upplýsingar hafa þó borist að ekkert byggingarleyfi hafi enn verið gefið út,“ segir Unnþór. n Vilja stöðva framkvæmdir Mynd af framkvæmdasvæðinu í Stykkishólmi. MYND/AÐSEND 10 Fréttir 1. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.