Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 85

Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 85
Það er svo mikil- vægt að finnast maður tilheyra góðum hópi þar sem fólki líður vel og það finnur að rödd þess heyrist þegar hún á að heyrast. Adriana Karólína Pétursdóttir Tæplega 400 manns starfa hjá ISAL í Straumsvík og framleiðir fyrirtækið árlega yfir 200.000 tonn af áli. Mannauðsdeild er mikil- væg í svona stóru fyrirtæki og segir Adriana Karólína Pétursdóttir, leiðtogi starfs- mannaþjónustu hjá ISAL, að reksturinn byggist á framúr- skarandi starfsfólki. Einar Aron Einarsson, fram- kvæmdastjóri rafgreiningar, segir að besta auðlind fyrirtækisins sé gott og hæft starfsfólk. Mann- auðsstjóri fyrirtækisins situr í framkvæmdastjórn fyrirtæksins og bendir Einar Aron á að við framkvæmdastjóraborðið hafi verið teknar ákvarðanir sem tengjast rekstri og að þær tengist nánast alltaf líka starfsfólki, hag þeirra eða vinnuframlagi á ein- hvern hátt. Enn fleiri störf og innkoma Álverið í Straumsvík framleiðir árlega yfir 200.000 tonn af áli og var söluandvirðið á síðasta ári 88 milljarðar króna. „Ofan á það erum við með upp- bræðslu en við kaupum líka ál,“ segir Einar Aron. „Steypuskálinn getur í rauninni framleitt meira en kerskálarnir framleiða en þeir framleiða þessi 200.000 tonn af heitmálmi sem fer í framleiðslu í steypuskálanum. Svo kaupum við um 20.000 tonn í ár af málmi frá þriðja aðila sem við umbræðum og steypum virðisaukandi vöru. Þannig að við tökum aukaskref í framleiðslunni í steypuskálanum og framleiðum lokavöru fyrir við- skiptavini okkar. Þannig að þessi málmur sem kemur frá okkur er ekki bræddur upp annars staðar heldur fer beint í fullvinnslu hjá viðskiptavinum okkar.“ Adriana Karólína Pétursdóttir, leiðtogi starfsmannaþjónustu hjá ISAL, bendir á að álverið sé stór aðili þegar kemur að útflutningi á Íslandi. „Vara fyrirtækisins er framleidd á eins umhverfisvænan hátt og hægt er, sem skiptir verulegu máli fyrir eftirspurnina eftir okkar afurðum.“ Einar Aron bendir á að stór hluti af innkomunni verður eftir í landinu í formi launa og aðkeyptrar þjónustu sem var yfir sex milljarðar í fyrra. „Til að framleiða ál þarf þrjú meginhráefni; rafskaut, súrál og rafmagn, og þetta eru þrír stærstu kostnaðarliðirnir. Einn af þeim er keyptur beint frá íslensku þjóðinni og skilar sér í enn fleiri störfum og auðvitað innkomu og rekstrar- hagnaði hjá Landsvirkjun.“ Rekstrardeildirnar eru sex „Það er rafgreiningin sem ég er framkvæmdastjóri yfir og inni í því eru kerskálarnir, þurr- hreinsistöðvarnar, kersmiðjan og skautvinnslan. Þetta er stór deild og hefur flesta starfsmenn. Svo erum við með aðra rekstrar- deild sem er steypuskálinn sem í rauninni tekur við álinu frá okkur. Við framleiðum álið, þau taka við því og steypa úr því bolta sem sem við sendum svo út. Þá eru það stoðdeildir sem eru viðhaldssvið, fjármálasvið, HSEQ og svo auð- vitað starfsmannasvið,“ upplýsir Einar Aron. Um 380 manns vinna hjá álverinu, bæði faglærðir og ófag- lærðir. Þar af eru sérfræðingar og stjórnendur tæplega 80 manns og eru þau yfirleitt háskólamenntuð. „Sumarstarfsmenn eru síðan um 120 á ári og vinna þau frá miðjum maí fram til loka ágúst í afleys- ingum meðan okkar fasta fólk er í sumarfríi.“ Mikilvægi mannauðsdeilda Adriana og Einar Aron tala um mikilvægi mannauðsdeilda í fyrir- tækjum. „Reksturinn byggist á framúr- skarandi starfsfólki og þarf fólk að finnast það tilheyra einhverju samfélagi og sem hluti af stórri skipulagsheild. Það gerist ekki af sjálfu sér. Það er svo mikilvægt að finnast maður tilheyra góðum hópi þar sem fólki líður vel og það finnur að rödd þess heyrist þegar hún á að heyrast,“ segir Adriana. Einar Aron segir að besta auð- lind fyrirtækisins sé gott og hæft starfsfólk. „Það þarf að standa vel að ráðningum og gera það á skipu- legan, góðan og frambærilegan hátt. Það er ekki nóg að ráða; það þarf líka að halda í starfsfólkið og leyfa því að þróast í starfi og að það hafi góða möguleika á starfsþróun innan fyrirtækisins.“ Nýlega innleiddi fyrirtækið viðbrögð og stuðning við starfsfólk sem er þolendur heimilisofbeldis. „Þá má geta þess að starfsfólk ISAL fær greiddar 18 vikur í fæð- ingarorlofi þannig að fólk missir engar tekjur, ásamt því að það leiðir til jafnréttis í samræmingu fjölskylduábyrgðar og einkalífs. Þannig eru feður hvattir til að nýta sér þetta til fulls; ekki bara tvær og tvær vikur,“ segir Adriana. Ekki er nóg með að hugsað sé vel um núverandi starfsfólk ISAL heldur er vel hugsað um fyrr- verandi starfsfólk sem hefur hætt sökum aldurs. „Þeim er boðið árlega í haust- eða vorferð að ógleymdum jólamat þar sem við fáum öll tækifæri til að hittast og ræða saman. Þannig halda þau tengslum við sinn gamla vinnustað og eru áfram hluti af þessu samfélagi sem við erum. Fyrrverandi starfsmenn eru mikil- vægir talsmenn fyrirtækisins,“ segir Adriana. „Rekstur álversins er mjög tæknilegur og við leggjum mikla áherslu á að gæði vinnunnar sé á háu stigi. Það hefur marga kosti; bæði er hagkvæmara að framleiða álið ef vinnubrögðin eru góð en svo skiptir líka máli að gera þetta rétt af því að það hefur mikil áhrif á umhverfismálin að framleiða álið á réttan hátt. Þá hefur í raun- inni reynsla og gæði vinnunnar hjá starfsfólki mikið að segja og að það hafi metnað fyrir því sem það er að gera og fullan skilning á heildar- ferlinu sem slíku,“ segir Einar. Mannauðsstjóri situr líka í framkvæmdastjórn Margar ákvarðanir eru teknar í stóru fyrirtæki hvort sem það er um smávægilegar eða stórvægi- legar breytingar og hafa þær alltaf með beinum eða óbeinum hætti áhrif á starfsfólkið. „Við framkvæmdastjóraborðið sitja fagaðilar á sínu sviði og þar af leiðandi á mannauðsstjóri auð- vitað að sitja við borðið, sem er líka fagaðili á sínu sviði og getur komið með sína sýn á hluti sem þarf að bæta eða breyta svo eitthvað sé nefnt svo að þessi breyting verði árangursrík og skilvirk. Við teljum það vera mikilvægt,“ segir Adriana og heldur áfram: „Einar Aron kemur til dæmis með sín sjónarmið sem snúa að tæknimálum og mannauðsstjóri kemur með sjónarmið sem snúa að lögum, reglugerðum og þjálfun og það þarf að heyrast í breytinga- stjórnun.“ Einar Aron tekur undir þetta og segir að við framkvæmdastjóra- borðið hafi verið teknar ákvarð- anir sem tengjast rekstri og að þær tengist nánast alltaf líka starfs- fólki, hag þeirra eða vinnuframlagi á einhvern hátt. „Það er allavega mat okkar að mannauðsstjóri eigi að sitja í framkvæmdastjórn.“ Adriana talar um áherslu á lága starfsmannaveltu og mikilvægi þess að starfsfólki finnist það til- heyra vinnustaðnum og sé stolt af honum. Þá skiptir máli hvað stjórn- endur gera til að viðkomandi telji sig vera hluta af heildinni. „Við búum að því að halda vel í sérhæft fólk þar sem starfsemi okkar er þess eðlis að öðlast mikla færni og reynslu. Við verðum því líka að halda vel á spöðunum við að þróa fólk áfram í starfi, sér í lagi þegar við horfum til arftakaáætlun- ar og hafa skýra áætlun og þjálfun svo yfirfærsla þekkingar takist með farsælum hætti,“ segir hún. Stóriðjuskólinn hefur lengi verið starfræktur innan fyrirtækisins og er það leiðtogi fræðslumála sem sinnir honum líkt og öðrum fræðslumálum. „Ófaglært starfsfólk fær þar tæki- færi til að sitja skólann í þrjár annir og læra um stóriðju á Íslandi, um þessa verksmiðju og þessa verkferla sem við erum með,“ segir Einar Aron. „Að auki er ófaglært starfsfólk að taka grunnfög úr framhalds- skóla eins og ensku og stærðfræði og getur fengið einingar metnar inn í framhaldsskóla í kjölfarið. Þessi menntun Stóriðjuskólans leiðir af sér launahækkun. Bæði starfsfólk og fyrirtækið hefur mikinn hag af þessu. Stuðningur frá mannauðsdeild- um til að virkja fólkið og stjórnend- ur og leggja línurnar í starfseminni hvað varðar menningu og hvernig við vinnum ýtir undir það að góð menning verður sjálfsprottin í starfseminni. Góð menning leiðir af sér aukna ánægju og helgun í starfi. Okkur er umhugað um vel- ferð starfsfólks og áhersla er lögð á jafnrétti.“ n Sjá meira á riotinto.is Reksturinn byggist á framúrskarandi starfsfólki Einar Aron Einarsson, framkvæmdastjóri rafgreiningar, og Adriana Karólína Pétursdóttir, leiðtogi starfsmannaþjónustu ÍSAL, segja framúrskarandi starfsfólk starfa hjá Rio Tinto. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR kynningarblað 25LAUGARDAGUR 1. október 2022 MannauðuR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.