Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 116
tsh@frettabladid.is
Mexíkóski auðjöfurinn Martin
Mobarak sætir nú rannsókn mexí-
kóskra yfirvalda fyrir að hafa vís-
vitandi brennt teikningu eftir lista-
konuna Fridu Kahlo, sem metin er
á 10 milljónir Bandaríkjadala, and-
virði rúmra 1,4 millarða íslenskra
króna.
Mobarak, sem er athafnamaður
og stof nandi raf my ntarinnar
AGCoin, hélt viðburð í glæsihýsi
sínu á Miami, Flórída, þann 30. júlí
síðastliðinn, þar sem gjörningurinn
átti sér stað og hafa myndbönd af
honum verið birt á netinu. Mobarak
kveðst hafa umbreytt verki Fridu
Kahlo, sem ber titilinn Fantasmo-
nes Siniestros og er blek- og vatns-
litamynd sem listakonan teiknaði í
dagbók sína, í svokallaða NFT-mynd
(e. non-fungible token) sem fram-
leidd var í 10.000 stafrænum ein-
tökum er boðin voru til sölu.
Í myndbandi sem birt var á You-
Tube sést Mobarak afhjúpa mynd-
ina, fjarlægja hana úr ramma, stilla
henni upp á kokteilglasi fullu af
þurrís og eldsneyti sem hann kveik-
ir svo í fyrir framan hóp af fólki.
„Ég er stoltur að segja frá því að
þessi viðburður mun leysa sum af
stærstu vandamálum heimsins til
heiðurs Fridu Kahlo,“ er haft eftir
Mobarak í myndbandinu. Hann
staðhæfði að hluti ágóðans af söl-
unni myndi renna til góðgerðar-
samtaka og stofnana á borð við
Fridu Kahlo safnið og Palacio de
Bellas Artes í Mexíkóborg.
Ekki er vitað hvort um er að ræða
hið upprunalega verk eftir Kahlo,
jafnvel þótt Mobarak hafi sagt að
svo sé. Mobarak segist sjálfur hafa
keypt verkið af listaverkasalanum
Mary-Anne Martin árið 2015, en
Martin hefur sjálf neitað því að hafa
selt honum verkið og kveðst ekki
hafa kunnað nein deili á honum.
Lista- og bókmenntastofnun
Mexíkó tilkynnti á mánudag að
hún myndi rannsaka hinn meinta
bruna, á grundvelli þess að verk
Fridu Kahlo séu álitin þjóðarger-
semar þar í landi. n
Birti myndband af sér að brenna verk eftir Fridu Kahlo
Í myndbandi á YouTube sést mexíkóski auðjöfurinn Martin Mobarak koma
verki Fridu Kahlo fyrir á kokteilglasi og kveikja í því. MYND/SKJÁSKOT
Sara Martí Guðmundsdóttir,
leikhússtjóri Tjarnarbíós, fer
yfir yfirstandandi leikár hjá
leikhúsinu, en hvergi eru fleiri
sýningar frumsýndar en á
fjölunum þar.
ragnarjon@frettabladid.is
„Við erum það leikhús sem sýnir
flestar leiksýningar af öllum á land-
inu,“ segir Sara Martí Guðmunds-
dóttir, nýr leikhússtjóri Tjarnar-
bíós, en hún tók við starfinu í apríl
á þessu ári. „Það eru 28 leikhópar
að fara að sýna hjá okkur á árinu og
þá er ég ekki að telja með allar þær
hátíðir sem eru með sýningar hérna
en þá væru þetta í kringum 40 leik-
hópar,“ segir Sara, sem segir ekkert
leikhús sýna verk eftir svo marga
mismunandi hópa.
Tjarnarbíó hefur fyrir löngu fest
sig í sessi sem sá staður þar sem
frumsamið og framsækið efni birt-
ist íslenskum leikhúsgestum hvað
oftast og spilar því leikhúsið lykil-
hlutverk í grasrót leikhúsmenn-
ingar Reykjavíkur.
„En það er varla hægt að kalla
okkur grasrót lengur þar sem við
erum vinsælasti uppistandsstað-
urinn á landinu núna. Það gengur
rosalega vel og ég vil ekki koma fram
eins og ég sé að kvarta. Það gengur
svo frábærlega fyrir utan það eitt
að við verðum stöðugt að vísa fólki
frá af því það bara er ekki pláss,“
en leikhúsið fær meðal annars nær
daglega fyrirspurnir frá erlendum
leikhópum sem leitast við að setja
upp efni sitt á íslenskum vettvangi.
„Þannig erum við að sinna svo ótrú-
lega miklum fjölda og mikilli breidd
af sviðslistinni. Við erum búin að
búa til mjög fallega nýja heimasíðu
og það er búið að taka allt húsið í
gegn hérna í anddyrinu. Þegar fólk
kemur hérna inn núna þá tekur það
oft andköf,“ segir Sara Martí og hlær.
Sýningar í fullum gangi
Af þeim sýningum sem nú eru í
gangi segir Sara af mörgu að taka.
„Jésú er til, hann spilar á banjó, er
sýning sem nú er að klárast. Hákon
Örn úr uppistandshópnum VHS
semur og leikur sjálfan sig í leit að
hinum fullkomna manni sem er
banjóspilari í Vesturbæjarlaug.
Hljómsveitin Inspector Spacetime
semur og f lytur músík á sviðinu,“
segir Sara Martí. „Svo er kveðju-
sýning Karls Ágústs, Fíf lið, á fullu
róli og selst upp nánast hvert kvöld.“
„Leikhópurinn Lotta er að sýna
hjá okkur „Pínulitlu Mjallhvíti“ og
eftir áramót verður Lalli töframaður
með töfrasýningu fyrir öll börn
óháð tungumáli, því hún verður án
orða,“ segir Sara Martí, en leikhúsið
sýnir einnig uppistandssýningar
samhliða hefðbundnari leiksýn-
ingum.
„Ari Eldjárn og Jono Duffy voru
hjá okkur í september. Bergur Ebbi
rokselur allar sýningar sínar núna
fyrir áramót og heldur áfram eftir
áramót. Madam Tourette, í flutningi
Elvu Daggar, verður svo frumsýnd í
lok október,“ segir Sara Martí.
Ekki af verri endanum
Eftir áramót taka svo nýjar sýningar
við hjá leikhúsinu og segir Sara
Martí þær ekki síðri en þær sem nú
eru í gangi. Úrval sýninga á árinu er
meira en hægt er að nefna í þessari
umfjöllun, en Sara Martí segir að
hægt sé að kynna sér allar sýningar,
komandi og þær sem nú eru í boði,
á glænýrri heimasíðu leikhússins
tjarnarbio.is.
Meðal þeirra sýninga sem verða
eftir áramót er Ég lifi enn, sönn saga,
sem er verk eftir Rebekku A. Ingi-
mundar og Þóreyju Sigþórs.
„Í verkinu fá þær til sín þekkta
eldri leikara til að vera í öldunga-
ráði og eins hafa þær fengið til liðs
við sig yngri listamenn til að vera
í ungráðinu. Saman hafa þessi ráð
áhrif og gagnrýna framvindu þess
atburðar sem gerist á sviðinu,“ segir
Sara Martí og telur upp meira úrval.
„Venus in Furs, hið þekkta bók-
menntaverk, verður frumsýnt í
janúar og er í leikstjórn Eddu Bjarg-
ar Eyjólfsdóttur og svo verðum við
með verkið Samdrætti, eftir breska
leikskáldið Mike Bartlett, sem verð-
ur frumsýnt í febrúar og er í leik-
stjórn Þóru Karítasar. Með aðalhlut-
verk fara Þórunn Lárusdóttir og Íris
Tanja Flygenring,“ segir Sara Martí.
Gamanleikritið Óbærilegur létt-
leiki knattspyrnunnar verður svo
frumsýnt í byrjun mars. „Þar kynn-
umst við fjórum karlkyns vinum,
þar á meðal tónlistarmanninum
Valdimar. Þeir hittast við og við og
horfa á fótbolta saman. Við kynn-
umst svo hverjum þeirra þegar við
færumst í tíma og lærum að skilja
karlamenninguna, klefastemning-
una og auðvitað ást þeirra á fót-
bolta,“ segir Sara Martí.
„Djöfulsins snillingur eftir Reykja-
vík Ensemble er svo sálfræði tryllir
með íslenskum/alþjóðlegum sviðs-
listahóp og verður frumsýnt í lok
mars,“ segir hún og bætir við: „Hvað
ef sósan klikkar? er svo nýtt íslenskt
verk eftir Gunnellu Hólmarsdóttur
en hér býður hún áhorfendum í
sjónvarpsstúdíó til að verða vitni
að matreiðsluþætti. Hún skoðar svo
áföll kvenna í bland við matreiðslu-
bækur og þætti síðustu aldar og úr
verður drepfyndin taugatrekkjandi
upplifun,“ segir hún.
Sterkt eftir erfiða tíma
Sara Martí tók við af Friðriki Frið-
rikssyni sem sinnti starfinu í fimm
ár. Hún segir leikhúsið standa í
mikilli þakkarskuld við Friðrik, sem
hafi haldið því gangandi í gegnum
faraldurinn. „Hann hélt þessu bara
á lífi í gegnum Covid,“ segir Sara
Martí.
„Ég myndi segja að það sé svolítið
honum að þakka að starfsemin sé
enn í gangi. En hann varð að segja
öllum upp á þeim tíma. Það er eigin-
lega bara kraftaverk að hann hafi
ekki skilið leikhúsið eftir í einhverri
skuldasúpu,“ segir Sara Martí, sem
segir þó leikhúsið standa styrkum
fótum enda hafi Tjarnarbíó aldrei
verið sótt eins vel og nú. n
Það sýnir ekkert leikhús fleiri sýningar en við
Sara Martí Guð-
mundsdóttir,
leikhússtjóri
Tjarnarbíós.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Gunnella Hólmarsdóttir mun elda
fyrir leikhúsgesti í lifandi gaman-
sýningu.
Samdrættir eftir Bretann Mike Bart-
lett verður frumsýnt í febrúar og er í
leikstjórn Þóru Karítasar.
Óbærilegur léttleiki knattspyrnunn-
ar er gamanverk þar sem áhorfendur
kynnast fjórum karlkyns vinum.
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vil
lu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
ét
t t
il l
eið
ré
tti
ng
a á
sl
íku
. A
th
. a
ð
ve
rð
ge
tu
r b
re
ys
t á
n
fyr
irv
ar
a.
Skíðaferða
Fjölbrey úrval
595 1000 www.heimsferdir.is
Flug & hótel frá
124.250
Frábært verð!
Í JANÚAR & FEBRÚAR
52 Menning 1. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 1. október 2022 LAUGARDAGUR