Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 46
BYKO hlaut á dögunum viðurkenningu sem einn af eftirsóknarverðustu vinnustöðum Evrópu í hópi meðalstórra fyrirtækja. BYKO hefur að undanförnu unnið með alþjóðlega ráðgjafarfyrirtæk- inu Great Place to Work, með það að markmiði að bæta vinnustað sinn fyrir allt starfsfólk, óháð aldri, kyni, uppruna, eðli starfsins og fleira. Einn þáttur samstarfsverk- efnisins er viðamikil könnun sem lögð er fyrir starfsfólk fyrirtækisins en sams konar nafnlausar kannanir voru lagðar fyrir um 1,4 milljónir starfsfólks í meira en þrjú þúsund fyrirtækjum í 37 löndum Evrópu. Á hátíðarsamkomu Great Place to Work sem haldin var í Feneyjum í september, var BYKO afhent viðurkenning fyrir að vera einn af eftirsóknarverðustu vinnustöðum í Evrópu í hópi meðalstórra fyrir- tækja. Sigurður Pálsson, forstjóri BYKO: „BYKO hefur fyrir löngu gert sér grein fyrir því að fyrirtækið er ekki einungis til fyrir eigendur sína og viðskiptavini heldur ekki síður starfsfólkið. Án þess værum við ein- faldlega ekkert. Á bak við árangur er fólk! Traust þessa stóra hóps sem endurspeglast í viðurkenningu Great Place to Work skiptir okkur þess vegna miklu máli. Við erum afar stolt af viðurkenningunni en enn þá stoltari af þessum stóra hópi starfsfólks sem ber til okkar þetta mikla traust og fór nú síðast með okkur í gegnum ótal áskoranir Covid-faraldursins sem gríðarlega sterk og órjúfanleg heild.“ Byggt á umsögnum starfsfólks Starfsfólk BYKO er tæplega 600 manns og að baki viðurkenning- unni lágu meðal annars svör starfs- fólks um upplifun þess á BYKO sem vinnustað, svo sem trausti til fyrir- tækisins, gildum þess, nýsköpun og stjórnunarháttum. Ein af ástæðum viðurkenningarinnar var að um 90 prósent starfsfólks BYKO sögðust myndu mæla með BYKO sem vinnustað, ásamt því að skora hátt á öðrum lykilmælikvörðum. Samstarf við Great Place to Work Við spurðum Sveinborgu Hafliða- dóttur, mannauðsstjóra BYKO, hvað hefði orðið til þess að fyrir- tækið fór í þetta ferli. „Á árinu 2021 settum við okkur þá framtíðarsýn að skapa bestu heildarupplifun starfsfólks af BYKO sem vinnustað með sérstaka áherslu á upplifun starfsfólks og að innri þjónusta sé persónumiðuð, samfélagslega ábyrg og óháð stað- setningu. Í framhaldi af því fórum við að leita að aðferðum, tækjum og tólum sem myndu styðja við þá vegferð sem við höfðum sett okkur. Við völdum Great Place to Work þar sem þar er lögð áhersla á að meta traust, helgun og vellíðan sem allt hefur mikil áhrif á upplifun starfsfólks af vinnustaðnum,“ segir Sveinborg. „Við fórum inn í þetta verkefni með það í huga að þetta væri veg- ferð en ekki spretthlaup. Þó svo að markmiðið hafi ávallt verið að fá viðurkenningu sem Great Place to Work þá var það sérlega ánægju- BYKO er einn eftirsóttasti vinnustaður í Evrópu Sveinborg Hafliðadóttir, mannauðsstjóri BYKO, segir vottunina stað- festingu þess að starfsfólkið upplifi BYKO sem góðan vinnustað. BYKO fékk afhenta viður- kenningu sem einn eftir- sóknarverðasti vinnustaður í Evrópu á há- tíðarsamkomu Great Place to Work í Feneyj- um í september. Nýlega voru 50 einstaklingar heiðraðir fyrir starfsaldur á bilinu 10-50 ár. UM GREAT PLACE TO WORK n Öflugasta viðurkenning sinnar tegundar sem byggir á endurgjöf starfsfólks. n Aðferðir sem hafa sannað gildi sitt. n Tækni sem byggir á rann- sóknum. n 30 ára reynsla í rannsóknum og ráðgjöf um vinnustaða- menningu. Við fórum inn í þetta verkefni með það í huga að þetta væri vegferð en ekki sprett- hlaup. Sveinborg Hafliðadóttir, mannauðsstjóri BYKO legt að hljóta viðurkenninguna í fyrsta skipti sem við tökum þátt í könnuninni og er það fyrst og fremst okkar frábæra fólki innan BYKO að þakka.“ Hvaða þýðingu hefur vottunin fyrir ykkur? „Viðurkenningin gefur okkur byr undir báða vængi, að við séum á réttri leið í framtíðarsýn okkar og styður vel við að skapa bestu heildarupplifun starfsfólks af BYKO sem vinnustað. Vottunin er staðfesting fyrir okkur á að starfsfólkið okkar upp- lifir BYKO sem góðan vinnustað og gefur okkur samanburð við fjöldann allan af félögum í Evrópu og í heiminum. Með vottuninni fær starfsfólk einnig staðfest frá utanaðkomandi aðila að niðurstöður könnunar sem það tók þátt í nái ákveðnum viðmiðum sem veiti vottun um að vera frábær vinnustaður.” Fjölbreyttur hópur fólks BYKO var stofnað árið 1962 og fagnar því 60 ára afmæli í ár en nýverið voru 50 einstaklingar heiðraðir fyrir starfsaldur frá 10-50 ár. Hjá félaginu starfa tæplega 600 manns á aldrinum 14-75 ára. Félag- ið leggur áherslu á að meta áhuga, þekkingu, hæfni og starfsorku ein- staklinga í starfi óháð aldri. „Markmið okkar er að vera framúrskarandi í jafnréttis- og fjöl- breytileikamálum innan félagsins og höfum við unnið í þeirri vegferð síðastliðið ár. Við trúum því að fjölbreyttur hópur starfsfólks dragi fram ólík sjónarhorn sem leiði af sér bestu niðurstöðuna. Þessi viðurkenning aðstoðar okkur í að kynna BYKO sem góðan vinnustað óháð kyni, kynhneigð, þjóðerni og svo framvegis, og þar með stuðla að auknu jafnrétti og fjölbreytileika innan BYKO. Jafn- framt vonumst við til þess að með góðu fordæmi getum við einnig haft áhrif á framþróun jafnréttis- og fjölbreytileikamála innan bygg- ingariðnaðarins,“ segir Sveinborg Hafliðadóttir, mannauðsstjóri BYKO. n 10 kynningarblað 1. október 2022 LAUGARDAGURMannauður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.