Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 77
Mannauðurinn er ein mikilvægasta auðlind sem hver vinnustaður hefur á að skipa hverju sinni. Þeim fyrirtækjum sem hlúa að og rækta mannauðinn vegnar betur, því vellíðan og vel- ferð starfsfólks hefur áhrif á árangur og framleiðni fyrir- tækja. „Markmið Gallup, með okkar við- skiptavinum, er að skapa heilbrigt starfsumhverfi. Það gerum við með því að efla helgun, þar sem einstaklingur nær að blómstra í starfi. Þá er lykilatriði að byggja upp góðan grunn strax frá byrjun,“ segir Íris Björg Birgisdóttir, viðskiptastjóri hjá Mannauðs- rannsóknum og ráðgjöf Gallup. „Einn áhersluþátta er að tryggja árangursríkt nýliðunarferli, eða „onboarding“: Tímabilið frá því ákvörðun um ráðningu er tekin uns einstaklingur telst fullgildur starfsmaður. Nýliðunarferlið snýst meðal annars um að efna þau loforð sem gefin voru í ráðningar- ferlinu,“ segir hún. Nýtt starf – nýir tímar Fyrstu dagar og mánuðir í starfi eru bæði skemmtilegur og krefjandi tími. „Tímabilið ein- kennist af umbreytingum fyrir nýliðann jafnt sem vinnustaðinn. Nýliðinn lærir allt í senn, nýtt starf, aðlagast ókunnu umhverfi, kynnist nýju samstarfsfólki, lærir ferla og aðlagast gildum og venjum. Nýliðunarferlið snýst því um margt annað en bara að læra nýja hæfni.“ Samkvæmt rannsóknum Gallup skortir þriðjung fyrirtækja skipu- lagt nýliðunarferli. Ávinningur fyrirtækja sem standa vel að mót- töku, aðlögun og þjálfun nýliða er heilmikill. Framleiðni er allt að 70% meiri, starfsmannavelta helmingi minni og helgun starfsfólks er 33% meiri. Að auki dregur það úr rekstrarkostnaði fyrirtækja,“ segir Íris. Nýliðunarferlið er ferðalag Til að þetta tímabil takist vel skipta margir þættir máli. „Samkvæmt niðurstöðum rannsókna Gallup um hvað skilgreinir árangursríkt nýliðunarferli, þarf nýr starfsmað- ur meira en einn kynningardag í nýju starfi. Nýliðinn þarf skipu- lagt móttökuferli, nýliðafræðslu, tilbúna vinnuaðstöðu, skilgreinda „fóstru“ og fleira. Nýliðunarferlið á að vera ferðalag nýliða með yfir- manni og teymi, þar sem byggður er sterkur grunnur sem tryggir langtíma árangur nýliðans og teymisins,“ segir Íris. Gallup veitir ráðgjöf í nýliðunar- ferlinu sem og öðrum þáttum sem snúa að rekstri fyrirtækis. „Við aðstoðum viðskiptavini við að byggja upp nýliðunarferli. Samkvæmt rannsóknum Gallup skulu öll nýliðunarferli svara fimm spurningum sem snúa að gildum og markmiðum fyrirtækisins, styrkleikum viðkomandi, hlut- verki hans og teymisins og framtíð nýliðans. Í árangursríku nýlið- unarferli fær nýliði upplýsingar og fræðslu um starf sitt og starfsemi vinnustaðarins á markvissan hátt, sem og menningu, venjur og siði vinnustaðarins. Þrennt skiptir nýliða mestu máli í nýliðunarferlinu: Í fyrsta lagi að fá tækifæri til að mynda félagsleg tengsl við fólk í teyminu og fyrir- tækinu almennt. Í öðru lagi að þjálfun miðist við að auka hæfni viðkomandi til að sinna nýja starf- inu, sem og auka skilning nýliðans á því hvernig hlutverk hans tengist öðru starfsfólki, verkefnum og starfsemi vinnustaðarins í heild. Í þriðja lagi að móttaka, þjálfun og aðlögun viðkomandi sé skýr, fyrir- sjáanleg og stefnumiðuð. „Allt í takti við okkar þjónustu“ segir Íris. Hagur í góðu nýliðunarferli „Okkar viðskiptavinir sjá hag í því að vinna með þessa þætti. Þannig geta þeir haft jákvæð áhrif á nýliðann og frammistöðu hans. Það dregur úr álagi á hann, eykur öryggi hans og skapar jákvæð tengsl. Einnig dregur það úr hættu á óþarfa mistökum og gefur honum tækifæri til leggja sitt af mörkum og skila af sér hámarksaf- köstum fyrr. Með því að standa vel að nýliðunarferlinu eflir vinnu- staðurinn helgun starfsmanns, vel- ferð hans, líðan, hollustu og tryggð við vinnustaðinn. Þetta hefur líka áhrif á það ef starfsmaður hættir, því orðspor út á við skiptir öll fyrirtæki máli,“ segir Íris. Hver ertu og hvað lætur þig tikka? Clifton styrkleikamatið var fyrst gefið út 1999 en að baki því liggur um 30 ára rannsóknarvinna Donalds Clifton, sem stundum er kallaður faðir styrkleikamiðaðrar sálfræði og afi jákvæðrar sálfræði. Markmið matsins er að gera fólki kleift að uppgötva og þróa styrk- leika sem það býr yfir til þess að nýta þá betur í lífi og starfi. Jákvæð nálgun Clifton styrkleikamatið byggir, að sögn Auðuns Gunnars Eiríks- sonar hjá Mannauðsrannsóknum og ráðgjöf hjá Gallup, á jákvæðri nálgun á það hvernig við tökumst á við áskoranir í lífi og starfi. „Fólk svarar 177 ólíkum staðhæfingum um sjálft sig, sem falla í 34 styrk- leika. Enginn styrkleiki er betri en annar og öll höfum við okkar einstöku samsetningu styrkleika. Áherslan er á hvernig við getum nýtt styrkleika okkar betur til þess að takast á við líf og starf og skilja betur framlag okkar til teymisins eða verkefnanna. Þetta nýtist jafn vel á vinnumarkaðnum sem og í líf- inu almennt, jafnvel í samskiptum við maka,“ segir Auðunn og hlær. Aukin sjálfsþekking og sterk teymi „Styrkleikamatið er mikið notað við stjórnendaeflingu. Eitt mikil- vægasta verkefni stjórnenda er að þekkja styrkleika sína og veikleika. Matið aðstoðar þá við að skilja hvernig þeir nálgast verkefni og fólk og hvernig þeir koma öðrum fyrir sjónir. Allir styrkleikar eru jákvæðir en þeir geta líka truflað eða verið hamlandi séu þeir ofnotaðir. Þetta er mikilvægt fyrir stjórnendur að skilja,“ segir Auðunn. „Styrkleikamatið er eitt öflugasta tólið til að styrkja stjórn- endateymi eða hvers konar teymi, raunar. Allir styrkleikar koma með eitthvað einstakt að borðinu en hver styrkleiki hefur líka ólíkar þarfir. Gagnkvæm þekking á þessu tvennu er ótrúlegur styrkur fyrir teymi að hafa,“ segir Auðunn. Auðunn segir enn fremur gríðar- legan kost felast í því að teymi vinni markvisst með styrkleika sína. „Slík teymi eru til dæmis með meiri framleiðni, skila ánægðari viðskiptavinum, aukinni sölu og færri öryggisfrávikum. Fyrirtæki sjá því hag sinn í því að leita til okkar og leiða teymin í gegnum styrkleikamat,“ segir Auðunn. Það má nýta styrkleikamatið í hvers konar starf þar sem mikil- vægt er að þekkja fólk, tengja fólk og auka traust. „Sem dæmi nýta fyrirtæki Clifton styrkleika- matið sem hluta af sínu nýliðunar- ferli og senda nýja starfsmenn í styrkleikamat hjá okkur. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir stjórn- endur að þekkja vel styrkleika starfsfólks síns, vita hvað það er sem fær fólk til að „tikka“ og vita í hvernig umhverfi það þrífst best. Einnig er gott að skilja hvernig er best að miðla upplýsingum til hvers og eins og hvernig fólk hefur tilhneigingu til að nálgast verkefni og áskoranir. Styrkleikamatið býr til orðaforða yfir það hvernig við nálgumst verkefni og hvað hvetur okkur. Þetta hjálpar bæði ein- staklingnum og vinnustaðnum að ræða nýliðunarferlið, samskiptin og verkefnin,“ segir hann. Samstarfsfélagarnir í nýju ljósi Auðunn segir það einstaklega gaman að vinna með starfs- teymum og skoða útkomurnar úr styrkleikamati með þeim. „Það er oft hlegið mikið því fólk er gjarnan að kynnast samstarfsfólki sínu upp á nýtt og skilja sjónar- horn hvers annars mun betur.“ Að sögn Auðuns hefur það sýnt sig að þeir einstaklingar sem vinna með styrkleika sína í starfinu eru almennt hamingjusamari og ólík- legri til þess að hætta í starfi. Byggir á vísindum Clifton styrkleikamatið byggir á 30 ára rannsóknarvinnu og áreiðan- leiki þess er margprófaður. „Ég vil þó taka fram að Clifton styrkleika- matið er ekki ráðningatæki. Það er ekki hjálplegt sem slíkt. Matið er tæki til þess að nota eftir ráðningu til þess að efla traust, sjálfsþekk- ingu starfsfólks eða stjórnenda og til að styrkja teymi. Fyrirtæki eru mjög mikið að skoða þetta núna og við erum út um allan bæ í styrk- leikavinnu vegna þess að þetta er bæði árangursríkt og skemmti- legt,“ segir Auðunn að lokum. n Nánari upplýsingar um mann- auðsrannsóknir og ráðgjöf Gallup má finna á gallup.is Nýliðunarferlið á að vera ferðalag nýliða með yfirmanni og teymi, þar sem byggður er sterkur grunnur sem tryggir langtímaárangur nýliðans og teymisins. Íris Björg Nýliðunarferlið er grunnur að árangri Gallup sinnir mannauðs- rannsóknum og ráðgjöf fyrir fyrirtæki og hefur til þess fríðan flokk sérfræðinga. Frá vinstri: Tómas Bjarnason, Arna Frímannsdóttir, Auðunn Gunnar Eiríksson og Íris Björg Birgisdótt- ir. Á myndina vantar Sóleyju Kristjánsdóttur. Fréttablaðið/ Sigtryggur ari kynningarblað 17LAUGARDAGUR 1. október 2022 MaNNauður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.