Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 84
Líf og sál, sálfræði og ráðgjaf- arstofa, býr að 20 ára reynslu af úttektum á kvörtunum tengdum sálfélagslegum þáttum – einelti, kynferðis- legri áreitni, kynbundinni áreitni, og ofbeldi (EKKO). Katrín Kristjánsdóttir og Þórkatla Aðalsteinsdóttir eru sálfræðingar og eigendur Lífs og sálar, sálfræði- og ráðgjafarstofu og sérfræðingar á þessu sviði. „Við höfum í gegnum árin þróað okkar verklag og vinnubrögð, lært mikið af reynslunni og því verið sóst eftir okkar kröftum í þessi verkefni. Við höfum leitast við að fylgjast vel með nýjustu rannsókn- um á þessu sviði. Það hefur vart farið fram hjá neinum að miklar breytingar hafa orðið á undan- förnum árum í samfélaginu hvað þessi mál varðar og því mikilvægt að vera vel vakandi þegar kemur að ramma vinnustaðarins og hvernig bregðast skal við þegar sá rammi er ekki virtur,“ segja þær Katrín og Þórkatla. Þær hafa lengi fylgst með Ståle Einarsen prófessor og hans félögum við Bergen-háskóla, en þau hafa lyft grettistaki hvað varðar rannsóknir á sálfélagslegum áhættuþáttum. „Við höfum sótt námskeið hjá honum síðastliðin ár og nú höfum við boðið honum til Íslands til að miðla sinni þekkingu til okkar. Við höfum fundið mikinn sam- hljóm með Einarsen hvað varðar nálgun, vinnubrögð og forvarnir í tengslum við sálfélagslega þætti. Þar sem þetta eru flókin og við- kvæm mál þarf að vanda mjög vel til verka. Við leggjum til að mynda ríka áherslu á að slík mál séu alltaf unnin af allavega tveimur sér- fræðingum.“ Áhersla á fyrstu viðbrögð Á námskeiðinu sem fyrirhugað er í maí á næsta ári, mun Ståle Einarsen fara yfir hvernig úttekt- um á eineltismálum skuli háttað til að tryggja réttláta og sann- gjarna málsmeðferð. Þar skiptir máli þekking á hollustuháttum á vinnustað og þekking á þeim laga- ramma sem gildir um þau mál. „Á námskeiðinu verður lögð áhersla á fyrstu viðbrögð þegar lögð er fram kvörtun eða áhyggjur kvikna af samskiptum. Þá þarf að skoða vandlega í hvaða tilvikum gagnlegt er að vísa vinnslu kvart- ana út fyrir vinnustað í hendur óháðra fagaðila,“ segir Þórkatla. „Það er að sjálfsögðu gríðar- lega mikilvægt fyrir vinnustaði og stofnanir að til staðar sé góð þekking á EKKO, bæði hjá starfs- fólki og stjórnendum. Það er ekki síður mikilvægt að til séu skýrar viðbragðsáætlanir, komi upp sú staða að einhver á vinnustaðnum fari út fyrir rammann. Mannauðs- fólk og stjórnendur þurfa að hafa þekkingu á því hvernig bregðast skuli við af öryggi og fagmennsku,“ segir Katrín og segir þessa þekk- ingu skipta sköpum. Farið verður yfir þessi atriði og margt annað sem viðkemur einelti, ofbeldi og áreitni á vinnustað og úttekt á slíkum málum á áður- nefndu námskeiði sem Líf og sál mun halda í maí 2023, ásamt Ståle Einarsen og hans teymi. n Nánar á lifogsal.is Úttekt á einelti á vinnustað – mikilvægi faglegra vinnubragða Katrín Kristjánsdóttir og Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingar hjá Lífi og sál. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þröstur Freyr Gylfason, Aldís Magnúsdóttir og Ásta Einars- dóttir, eru hluti af öflugu teymi Kjara- og mannauðs- sýslu ríkisins, sem sinnir ólíkum verkefnum á sviði mannauðsmála ríkisins. „Mannauður er auðvitað mikil- vægasta auðlindin í allri starf- semi og þjónustu. Við sem teymi sinnum meðal annars ráðgjöf um ákvæði starfsmannalaga og framkvæmd kjarasamninga og leiðbeinum stjórnendum í mann- auðsmálum,“ segir Þröstur Freyr Gylfason, sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins. Teymið sinnir einnig starfs- þróun og fræðslumálum ríkis- starfsmanna, málefnum forstöðu- manna og stjórnenda. Styrkurinn liggur í stöðugu samtali, samráði og öflugri teymisvinnu með stjórnendum ríkisins og öðrum mikilvægum samstarfsaðilum úr ólíkum áttum. „Stjórnendastefna ríkisins var gefin út árið 2019 en hún er liður í því að efla stjórnendur hjá ríkinu til að ná auknum árangri. Í stefnunni er kveðið á um hvaða hæfni, þekkingu og eiginleika stjórnendur þurfa að bera, til að geta sinnt skyldum sínum sem leiðtogar í opinberri þjónustu og hvernig ríkið vill styðja stjórn- endur til að ná árangri,“ útskýrir Þröstur Freyr. Liður í því að bæta stjórn- endafærni hjá ríkinu er að skilgreina hæfniskröfur sem gerðar eru til stjórnenda. „Hæfniskröfur eru skilgreindar í kjör- mynd stjórnenda. Vægi þátta fer eftir hverju og einu starfi. Kjörmyndina má nota á ýmsa vegu; við skilgreiningar á hæfnisþáttum við ráðningar, skipulag fræðslu og til leið- beiningar fyrir nýja stjórnendur. Þá er kjörmyndin höfð til hliðsjónar í samtali við stjórnendur, þar sem meðal annars er ákvörðuð starfsþróunar- áætlun og greint á hvaða sviðum þörf er á fræðslu og stuðningi,“ upplýsir Þröstur Freyr. Til að takast á við áskoranir sem stjórnendastörf hjá ríkinu fela í sér þurfa stjórnendur að hafa leiðtoga- hæfileika, starfa af heilindum og leggja áherslu á árangursmiðaða stjórnun, auk þess að rækta með sér góða samskiptahæfni. „Við vinnum að bættri stjórn- endafærni, meðal annars í gegnum verkefnið um Stjórnendasetur ríkisins, sem horfir á stjórnendur ríkisins sem sérstakan markhóp, veitir stuðning, sinnir fræðslu og starfsþróun og leggur áherslu á eftirfylgni með árangri. Stjórn- endur þurfa meðal annars að búa yfir hæfni og þekkingu til að geta brugðist við og haft frumkvæði að breytingum í samfélaginu og sífellt f lóknara starfsumhverfi. Þegar við náum góðum árangri í þessum verkefnum næst fram aukinn samfélagslegur ávinningur,“ segir Þröstur Freyr. Stefnumótun hugleikin Starfsfólk gegnir lykilhlutverki í því að ná fram þessum samfélagslega ávinningi. „Því er okkur sérstaklega hugleikin stefnumörkun og framþróun í mannauðs- málum ríkisins. Mikil- vægt er að tryggja að starfsfólk búi yfir nauðsynlegri þekk- ingu og hæfni til að styðja við stöðugar umbætur og þróun á þjónustuleiðum í starfsemi hverrar stofnunar,“ segir Aldís Magnúsdótt- ir, sérfræðingur hjá Kjara- og mann- auðssýslu ríkisins. Í haust er lögð áhersla á mótun og útgáfu samræmdrar stefnu ríkisins í mannauðs- málum með það að leiðarljósi að stofnanir geti mætt þeim áskorunum sem fram undan eru. „Stefna ríkisins í mannauðs- málum þarf að styðja við starfs- umhverfi sem kemur til móts við breyttar áherslur, forgangs- röðun og kröfur um sveigjanleika á vinnumarkaði. Eins þarf að nýta tækifærið til að styrkja starfs- umhverfi ríkisins. Stefnu ríkisins í mannauðsmálum er ætlað að styðja við stjórnendur og starfsfólk hjá ríkinu, til að ná settum mark- miðum stofnana og tryggja betur góða opinbera þjónustu,“ greinir Aldís frá. Vinnustofa á fimmtudaginn Fimmtudaginn 6. október, sem er í beinum tengslum við Mannauðs- daginn 7. október, verður vinnu- stofa með mannauðsfólki ríkisins í þeim tilgangi að dýpka vinnuna og samtalið við mótun stefnunnar. „Það er ósk okkar að fá hug- myndir frá okkar frábæra mannauðsfólki til að vinna með. Tilgangurinn er ekki síður að mannauðsfólk geri verkefnið enn betur að sínu við næstu skref við innleiðingu á stefnunni og ólíkum verkþáttum hjá stofnunum ríkisins. Hver stofnun er yfirleitt með sína eigin mannauðsstefnu en markmiðið nú er sameiginleg, heildstæð sýn, segir Ásta Einars- dóttir, sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins. „Við viljum búa starfsfólki ríkisins umhverfi þar sem eftir- sóknarvert er að starfa og tækifæri gefast til að eflast og þróast í starfi. Þess vegna leggjum við meðal annars áherslu á öfluga starfsþróun í gegnum fræðslusjóði og starfs- þróunarsetur sem ríkið á aðild að, sem eru einmitt hugsuð til að styrkja starfsfólk og í reynd stofn- anir við framþróun sinna starfs- manna. Auk þess viljum við skoða hvernig starfsþróunaráætlanir, framkvæmd fræðslu og námsleyfi nýtast í sama tilgangi. Allt þetta kemur til viðbótar við öfluga og góða stjórnendur, heildarstefnu og bætta ráðgjöf í mannauðsmálum, sem og bætt aðgengi að stjórnendaupplýsing- um. Svo það eru spennandi tímar fram undan í mannauðsmálum ríkisins.“ n Mannauður mikilvægasta auðlindin hjá ríkinu Þröstur Freyr Gylfason, Aldís Magnús- dóttir og Ásta Einarsdóttir eru sérfræðingar hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Ráðgjöf í mannauðs- málum ríkisins n Sem hluti af stefnumótun- inni og í samræmi við áherslu á stafrænar lausnir og sjálfsaf- greiðslu mun almenn ráðgjöf í mannauðsmálum gagnvart ríkisaðilum verða að mestu í gegnum stafrænt mann- auðstorg. Það verkefni er unnið í samvinnu við Fjársýslu ríkisins aðallega en einnig Stafrænt Ísland. n Mannauðstorg ríkisins verður formlega opnað í næstu viku. Mannauðstorgið er sameiginlegur upplýsinga- brunnur ætlaður til að bæta þjónustu við notendur mann- auðs- og launaupplýsinga með því að safna öllum upp- lýsingum um málaflokkinn á einn stað. Þar er fjallað um alla þætti mannauðsmála svo sem ráðningar, starfsþróun, heilsu, öryggi og vinnuum- hverfi, samskipti og endur- gjöf, starfsþróun og starfslok. n Til að auka aðgengi að góð- um stjórnendaupplýsingum er vöruhús mannauðsmála og mælaborð stjórnenda í vinnslu. Með því eykst yfirsýn og geta til góðrar ákvarðana- töku og sveigjanlegra skipu- lags. Með aðgengilegum greiningum á mönnunarþörf og þróun starfa til langs tíma verða stofnanir betur í stakk búnar til að svara áskor- unum framtíðar í opinberri þjónustu. Gögnin nýtast fyrst og fremst stofnunum í dag- legri starfsemi, en einnig við stefnumörkun og ákvarðana- töku bæði fyrir einstaka stjórnendur og ráðuneyti. 24 kynningarblað 1. október 2022 LAUGARDAGURMannauður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.