Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 114

Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 114
Hægt verður að fá bílinn í tveimur útfærslum, 489 hestafla Long Range með 840 Nm togi og 510 Per- formance útgáfu. Polestar 3 er næsti bíll á mark- að frá rafbílaframleiðand- anum en hann verður frum- sýndur á sérstakri kynningu í Danmörku þann 12. október næstkomandi. njall@frettabladid.is Hægt verður að forpanta bílinn í framhaldi af þeirri kynningu. Verð- ið á bílnum mun byrja í 12.550.000 kr. í Bretlandi og er honum ætlað að keppa beint við Audi e-tron, Merce- des EQC og BMW iX til að mynda. Verð á bílnum hérlendis verður þó ekki tilbúið fyrr en í byrjun næsta mánaðar að sögn Brimborgar. Bíllinn mun koma með einni gerð rafhlöðu sem er 107 kWst að rúmtaki. Hægt verður að fá bílinn í tveimur mótorútfærslum. Long Range útfærslan verður með tveim- ur mótorum og skilar 489 hestöflum ásamt 840 Nm togi. Sú útgáfa er fimm sekúndur í hundraðið og hefur 610 km drægi. Performance útgáfa notar öf lugri mótora sem skila 510 hestöflum og 910 Nm togi. Sá er 4,7 sekúndur í hundraðið en drægið dettur niður í 560 km. Sú útgáfa verður einnig með stillan- legri loftpúðafjöðrun sem staðal- búnað. n Forsala Polestar 3 hefst fyrri hluta október á heimsvísu Polestar 3 mun koma með gler- þaki sem teygir sig að vindskeið bílsins að aftan- verðu. MYND/POLESTAR njall@frettabladid.is Hingað til hefur verið talið að raf- bílar séu öruggari en aðrir bílar í árekstrum þar sem undirvagn þeirra er sterkari, en það kemur til vegna meiri styrks bílanna vegna aukins þunga rafhlöðunnar. Franskt/svissneskt tryggingarfyrir- tæki er þó ekki lengur á sama máli eftir árekstrarpróf á vegum þeirra. Samkvæmt tryggingarfélaginu AXA valda rafbílar meiri skemmd- um í árekstrum heldur en aðrir bílar. Er það að hluta til vegna meiri hröðunar þeirra en einnig er sú staðreynd að þeir eru mun þyngri, áhyggjuefni fyrir ökumenn minni bíla. Getur það valdið hættu á meiri meiðslum og f leiri banaslysum á gangandi vegfarendum að sögn tryggingarfélagsins. „Samkvæmt slysatölfræði AXA Switzerland valda ökumenn raf- bíla 50% f leiri óhöppum en öku- menn bíla með brunahreyf lum,“ segir í yfirlýsingu frá AXA sem titluð er „Fleiri árekstrar og aukin áhætta vegna raf bíla“. Tryggingarfélagið lætur ekki tölfræðina eina um þetta álit og framkvæmdi árekstrar- próf á tveimur VW Golf bifreiðum. Önnur þeirra var bensínknúin og 1.250 kg en hin rafdrifin og 1.650 kg að þyngd. „Léttari bíllinn fær á sig meira högg og meira tjón er sjáanlegt á honum. Í árekstri skiptir þyngdarmunurinn því höfuðmáli.“ Farþegarými beggja bifreiðanna sluppu vel frá prófuninni og töldu rannsakendur að farþegar beggja bílanna hefðu sloppið við meiðsli. „Þegar kemur að eldri módelum gæti það hins vegar orðið að vanda- máli,“ segir einnig í skýrslunni. n Rafbílar geta verið hættulegri í árekstrum njall@frettabladid.is Kínverski bílarisinn Geely hefur keypt 7,6% hlut í sportbílaframleið- andanum Aston Martin. Geely á merki eins og Lotus, Volvo, Polestar og helminginn í Smart og hefur sóst eftir hlut í Aston Martin síðan 2020. Nýlega hafnaði Aston Martin 1,3 billjón punda tilboði frá Atlas Consortium, sem var hópur sem Geely var með hlut í ásamt Invest- industrial sem á Morgan Motor Cars. Að sögn Daniel Donghui Li, forstjóra eignarfélags Geely munu tæknilegir yfirburðir Geely hjálpa Aston Martin í framtíðinni. Fyrir þremur mánuðum keypti Public Investment sjóðurinn í Saudi- Arabíu 16,7% hlut í Aston Martin sem hefur verið skuldum vafið á undaförnum árum. PIF er stærsti hluthafinn á eftir Lawrence Stroll Yew Tree Consortium sem á 18,3% hlut. Annar stór hluthafi er Merce- des-Benz sem á 9,7% hlut. n Geely kaupir hlut í Aston Martin njall@frettabladid.is Kínverska frumkvöðlafyrirtækið SSC hefur frumsýnt fyrsta raf bíl sinn sem ber einfaldlega nafnið SC-01. SSC stendur fyrir Small Sports Car og eins og nafnið ber í sér er um lítinn, tveggja sæta sport- bíl að ræða. Bíllinn er áhugaverður fyrir nokkrar sakir, en hann mun kosta frá rúmum sex milljónum króna í Kína. Hann er rúmir fjórir metrar að lengd og aðeins 1.300 kg sem þýðir að hann er svipaður í stærð og þyngd og Audi TT. Raf hlaðan er fyrir aftan sætin til að dreifa þyngdinni sem mest en rafmót- orar eru við bæði fram- og aftur- hjól. Hann verður 429 hestöf l og getur komist í hundraðið á aðeins 3,9 sekúndum. Drægi SC-01 er um 500 km samkvæmt NEDC-staðl- inum. Bíllinn fer á markað í lok næsta árs í heimalandinu en enn hefur ekkert verið gefið upp hvort hann verði fáanlegur í Evrópu eða Norður-Ameríku. n Tveggja sæta rafsportbíll frá Kína Þótt engin mynd sé af innanrými segir SSC að ekki verði notast við snertiskjá heldur verður öllu stjórnað gegnum hefðbundna takka. MYND/SSC Aston Martin framleiðir lúxusbíla af dýrari gerðinni og keppir auk þess í Formúlu 1. MYND/ASTON MARTIN Árekstrarprófið var framkvæmt á 50 km hraða en um 400 kílóa munur var á þyngd bílanna. MYND/AXA AXA var gagn- rýnt á dögunum fyrir að hafa viljandi kveikt í Tesla bifreið í árekstrarprófi til að leggja áherslu á bruna- hættu rafhlaða. Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r ét t t il l eið ré tti ng a á sl íku . A th . a ð v er ð g et ur b re ys t á n fyr irv ar a. RómÍtalía 595 1000 www.heimsferdir.is 6. október í 4 nætur 89.900 Flug & hótel frá 4 nætur 44.950 Flug báðar leiðir Flugsæti ULLARJAKKI NÁTTÚRUVÆN EINANGRUN ÚR ÍSLENSKRI ULL 28.990,- 50 Bílar 1. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐBÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 1. október 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.