Bændablaðið - 25.08.2022, Page 7

Bændablaðið - 25.08.2022, Page 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 25. ágúst 2022 LÍF&STARF Nú um stundir eru hvurslags langhlaup vinsæl um alla veröld og ekki síst hér á Íslandi. Ótal útfærslur má finna, ss. Laugavegshlaup, Dyrfjallahlaup, og fyrir skemmstu var hlaupið maraþon á Súlur við Akureyri og einnig á Ólafsfirði. Útfærslur eru mismunandi, og stundum gefinn kostur á styttri vegalengdum fyrir þá sem ekki eru alveg lungna- og liðamótalausir. Í síðasta vísnaþætti Bændablaðsins átti Davíð Hjálmar Haraldsson allt efnið, en þar sem hlaupið var nýlega langhlaup á Ólafsfirði, og þá einmitt um Tröllaskaga, þá er viðeigandi að birta eina af limrum Davíðs, sem einmitt er sérstaklega tileinkuð hlaupandi fólki: Um fjallveg og freðjökul rann’ann og fimmtíu maraþon vann’ann. Á hraðferð um Fljót loks hrasaði um grjót og tófan var fljótust og fann’ann. Okkur hjónum var nýlega boðið til kvöldverðar til vinafólks, og meðan beðið var matarins fór ég að snuðra í bókakosti heimilisins. Þar rakst ég á lítið ljóðakver eftir Pál Vatnsdal (1879-1946). Fullu nafni hét hann reyndar Páll Samúel Gíslason Vatnsdal. Foreldrar hans báðir ættaðir úr Fljótshlíð, en fæddur var Páll á Reyðarvatni á Rangárvöllum. Páll nam rafvirkjun, og vann sem slíkur alla sína ævi á Akureyri. Eftir Pál liggur ofurlítið af lausavísum og einnig tilvitnað ljóðakver, Glettur, gefið út í 200 eintökum. Eftir Pál verður það sem lifir þessa þáttar. Um Aðalbjörn Pétursson, gullsmið og einn af foringjum gamla kommúnistaflokksins á Siglufirði, orti Páll:: Viðurkenndur kjaftahestur, kommúnista skítakvörn. Tilvonandi tugthúsgestur tyrðilmennið Aðalbjörn. Mottó Páls: Óvini mína alla óspart ég lýsi í bann. Þó er mér í rauninni ekki illa við nokkurn mann. Fegrunarmeðalið: Mærin keypti meðalið sem magnar fegurð líkamans. Hún er að reyna að hressa við hrákasmíði skaparans. Í vísnabók stúlku orti Páll: Varla myndi vonsvikinn né vænni hlut sér kjósa - sá, sem fyndi fjörefnin sem felast í þér Rósa. Um áfengisbölið: Burtu kastar flaskan frið, flæmir ró úr landi. Hleður lasta veginn við vörður óteljandi. Ort til stúlku: Aldrei var við karlmann kennd, -en kunni samt að spauga. Dýrðleg gjöf frá Drottni send dásemdin hún Lauga. Skáldið: Yngri Fúsi á Leirulæk er leiður gestur. Urðar-katta æðsti prestur, andagiftar hrossabrestur. Um kveðskap sinn orti Páll: Snilli rúin, göllum gróin, guðdómsneistinn hvergi sést. Eldurinn og öskustóin eflaust geyma hana best. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com 303MÆLT AF MUNNI FRAM Félagar í Fergusonfélaginu slógu tún á forndráttarvélum. Íþróttafólk frá Glímusambandi Íslands sýnir glímubrögð. Myndir / Oddný Kristín Guðmundsdóttir Fornbílar og glímutök á Hvanneyrarhátíð Fjölmenni mætti á Hvanneyrarhátíðina laugardaginn 6. ágúst sl. Dagskrá hátíðarinnar var að vanda fjölbreytt og afþreyingin ekki af verri endanum. Fram fór keppni í dráttarvélaakstri og félagar í Fergusonfélaginu slógu tún á forndráttarvélum. Bjartmar Guðlaugsson og Torfi&Eva léku tónlist og Glímusamband Íslands stóð fyrir glímusýningu. Auk þess gátu gestir skoðað Landbúnaðarsafnið og Ullarselið. Handverks- og matarmarkaður var haldinn. Hátíðinni lauk svo með tónleikum og balli á Hvanneyri pub um kvöldið. /ghp Guðmundur Bragi Borgarsson, var aðstoðarmaður í dráttarvélakeppninni. Fylgst með viðburðum. Heiðar Örn Jónsson, eldvarnareftirlitsmaður og varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs Borgarbyggðar, keppti í staurakasti. Gamlar landbúnaðarvélar voru til sýnis. Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns, keppti í dráttarvélaakstri.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.