Bændablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. ágúst 2022 ■ Efnagreining ehf, Lækjarflóa 10a, 300 Akranes ■ efnagreining@efnagreining.is ■ sími 661 2629 Nánari upplýsingar á efnagreining.is HEYEFNAGREININGAR haustið 2022 Öll verð eru án vsk. HEY 1 Hráprótein, meltanleiki NDF og sykur mælt með NIR-tækni + orkuútreikningar (Fóður- einingar). Verð kr 4.936.- HEY 2 Hráprótein, meltanleiki og NDF, og sykur mælt með NIR-tækni + orkuútreikningar. Ca, Mg, K, Na, P, S, Fe, Cu, Mn og Zn. Verð kr: 8.686.- HEY 3 Sama og HEY 2 nema selen iNDF og sCP bætist við. Verð kr. 9.936.- HEY 4 Hráprótein, meltanleiki, NDF, iNDF, sykur og sCP mælt með NIR-tækni + orkuútreikningur. Ca, Mg, K, Na, P, S, Fe, Cu, Mn, Zn, Se, Co og Mo. Aska, klóríð og sykur. Sýrustig ef þörf er á. Þessi greining hentar vel ef um þurrt rúlluhey (lítið verkað) eða hirðingarsýni er að ræða. Þessi greining er fyrir þá sem eru í NorFor. Verð kr. 11.559.- HEY 5 Sama og HEY 4 Ammonium bætist við. Þessi greining er fyrir þá sem eru í NorFor og um verkað hey/fóður er að ræða. Verð kr. 12.810.- HEY 6 Eins og HEY 5 nema við bætist Ediksýra og mjólkursýra. NorFor. Verð kr 16.560.- HEY 7 Þessi greining er með útreikninga fyrir hesthey t.d heygjöf á hest á dag miðað við létta brúkun. Getur verið Heyefnagreining 1, 2 eða 3. ATHUGIÐ: Í öllum greiningum nema númer 1 er mælt sýrustig ef um vothey er að ræða. Hefðbundin jarðvegsefnagreining kr. 9.120.- HRINGINN Í KRINGUM LANDIÐ Fimmta helgin í ágúst, dagana 26.-28. 22.-28. ágúst Vegleg Bæjarhátíð Suðurnesjabæjar verður haldin alla vikuna með ógrynni skemmtilegra uppákoma 26.-28. ágúst Í túninu heima – Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, markaður í Álafosskvos o.m.fl. 26.-28. ágúst Akureyrarvaka – Menningarhátíð á Akureyri 26.-28. ágúst Bæjarhátíð Seltjarnarness, margvísleg skemmtun 26.-28. ágúst Kjötsúpuhátíðin á Hvolsvelli, kjötsúpa og súpurölt, brenna og brekkusöngur, flugeldasýning o.m.fl. Fyrsta helgin í september, dagana 2.-4. 1-3. september Októberfest – 3 daga tónlistarhátíð í Reykjavík. 3. september Uppskeruhátíð á Flúðum og nágrenni 31.ág.-4. sept. Ljósanótt – menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar, tónleikar, stórkostleg flugeldasýning 2-3. september Blús milli fjalls og fjöru – Blúshátíð á Patreksfirði Á döfinni í ágúst & sept. (Svo er nú sjálfsagt eitthvað sem hefur ekki komist á lista, en hér að ofanverðu er ýmislegt upptalið sem má skemmta sér við.) Haustið 2000 hófst ein helsta hátíð Reykjanesbæjar, Ljósanótt, sem hefur síðan þá verið haldin árlega. Hugmyndina fékk hótelstjóri lúxushótels Keflavíkur, Steinþór Jónsson, er hann sigldi bát sínum fram hjá háum klettaveggjum Bergsins nótt eina og leist svo á að lýsa ætti það upp. Má segja að Ljósanótt hafi þróast út frá þeirri hugmynd, en hátíðin er haldin fyrstu helgi septembermánaðar. Haldnar eru sýningar og tónleikar af ýmsu tagi sem verkefnastjórn Ljósanætur hefur yfirsýnina yfir. Auglýst hefur verið eftir fjölbreyttum atriðum, svo sem hljómsveitum, trúbadorum, plötusnúðum, dansatriðum og öðrum skemmtikröftum. Fara atriðin fram á Götupartísviðinu á mótum Tjarnargötu og Hafnargötu. Eining hafa verslanir ýmiss konar tilboð auk þess sem umsjónarmaður söluplássa benda einstaklingum og félagasamtökum á netfangið sala@ljosanott.is eða í síma 847 -2503 ef áhugi er fyrir sölu af einhverju tagi. Dæmi um viðburði Akstur glæsikerra og bifhjóla verður laugardaginn 3. september eins og hefð er fyrir, með bifhjólaklúbbinn Erni í fararbroddi, niður Hafnargötu að Grófinni. Skráningu þátttakenda lýkur á hádegi þann 1. september og þurfa ökutæki að vera skráð, skoðuð og uppfylla allar reglur. Sérstakt Ljósanæturball verður haldið fyrir ungmenni í 8.-10. bekk í félagsmiðstöðinni Fjörheimum miðvikudaginn 31. ágúst. Þar munu koma fram DJ Rikki G - Inspector Spacetime og stórstjarnan Aron Can og næsta víst að fáir vilji missa af því fjöri. Heimatónleikar vinsælir Heimatónleikar svokallaðir verða í Gamla bænum föstudagskvöldið 2. september. Stígur þá á svið úrval listamanna sem skemmta gestum og gangandi – koma fram á nokkrum heimilum Reykjanesbúa og spila þá ýmist úti á palli eða inni í stofu. Ljósanæturhlaup Lífsstíls fer svo fram miðvikudaginn 31. ágúst kl. 18.30, en boðið er upp á vegalengdir fyrir alla fjölskylduna. Hlaupið verður um götur Reykjanesbæjar og er þessi árlegi viðburður í höndum Líkamsræktarstöðvarinnar Lífsstíls. Renna 500 kr. af hverri skráningu til Barnaspítala Hringsins til minningar um Björgvin Arnar Atlason, lítinn dreng sem lést sex ára gamall eftir baráttu við illvíga sjúkdóma frá fæðingu. Hápunktur hátíðarinnar er á laugardagskvöldi helgarinnar, en þá verða ljósin tendruð á berginu og glæsileg flugeldasýning mun lýsa upp himininn. /SP Efri röð frá vinstri: Sören Hammer, Nestori Widenoja og Magnus Nilson, opnum flokki, þá Emil Lindqvist, Kasper Reinholdt og Sami Niinilampi í sveinaflokki. Neðri röð frá vinstri: Mikael Wunderlich, Mathias Wilson og Beate Stormo en þau voru í þremur efstu sætum í meistaraflokki. Eldsmíðahátíð var haldin á svæði Byggðasafnsins í Görðum, Akranesi nú fyrir skömmu og má segja að þar hafi aldeilis verið heitt í kolunum. Auk íslenskra keppenda tóku þátt og dæmdu eldsmiðir frá Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Danmörku. Með keppninni er verið að viðhalda þekkingu og áhuga á hinu forna handverki Norðurlanda og skiptust þátttakendur í þrjá flokka þar sem smíðuð voruð akkeri. Þurftu þátttakendur að sýna fram á færni sína og getu við spennuþrungna eftirvæntingu áhorfenda sem töldu á annað þúsund manns. Keppnin var haldin hér á landi árið 2013 að Görðum á Akranesi. Reynt er að hafa keppnina annað hvert ár og er næsta keppni áætluð í Danmörku eftir tvö ár. /SP Fornu handverki Norðurlanda haldið í heiðri Ljósanótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.