Bændablaðið - 25.08.2022, Side 31

Bændablaðið - 25.08.2022, Side 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 25. ágúst 2022 ROXEN Ett av våra funkishus som kan ses såväl i stadsmiljön lika väl som på landet. Huset har öppna ytor och en stor entré till köket med ryggåstak, varifrån du ser genom huset till uteplats och trädgård. Fyra sovrum, varav ett masterbedroom passar den stora familjen. Allrummet kan även väljas som sovrum. Väl tilltagna klädkammare och ett stort badrum. 1-planshus Boyta: 164 m2 Sovrum: 4-5 Kök, vardagsrum Tvättstuga WC/dusch: 2 1-PLANSHUS VÄLJ DIN EGEN PLANLÖSNING Húsið er með gluggum frá gólfi upp í loft auk mikillar lofthæðar í eldhúsi og stofu. Einnig sést vel út í garð og á pallinn. Fjögur svefnherbergi, þar af eitt stórt hjónaherbergi með stóru fataherbergi og stóru baðherbergi. Breytingar á herbergjaskipan hússins eru kaupendum að kostnaðslausu. Hentug hús um land allt - Aðeins til sölu á Íslandi! 1-PLANSHUS VÄLJ DIN EGEN PLANLÖSNING ROXEN Frekari upplýsingar gefur sölustjóri á Íslandi - Hinrik Gunnarsson Veffang: hinrik@floodstra.com · Sími: 0046 705741099 · Vefsíða: www.floodstra.com/ Floods Trähus - 8 tonna pressa - Tekur við allt að 180kg. af rusli - Tengist við venjulegt 220V rafmagn - 5 tonna pressa - Tekur við allt að 100kg. af rusli - Tengist við venjulegt 220V rafmagn RUSLAPRESSUR Hafðu hemil á sorpinu! V8 V5 995.000 + vsk. 690.000 + vsk. Nútíma landbúnaður krefst mikils vélakosts. Gæðasmurefni skipta öllu máli fyrir virkni og endingu véla. Olís veitir ráðgjöf um olíu- og smurefnanotkun fyrir allar landbúnaðarvélar. Ráðgjafar Olís veita allar nánari upplýsingar í síma 515 1100 eða pontun@olis.is. Smurefni fyrir vélvæddan landbúnað þar sem til harðra átaka kom milli bænda og lögreglu þar sem bændur kveiktu í heyböggum við opinberar byggingar. Að sögn lögreglu reyndu bændur í nokkrum tilfellum að aka dráttarvélum sínum á lögreglubíla og lögreglan skaut viðvörunarskotum í átt að bændum. Mótmælin breiðast út Í framhaldi af mótmælunum í Hollandi breiddust þau út til fleiri landa og þýskir, spænskir, ítalskir og pólskir bændur fylgdu í fótspor Hollendinganna. Þrátt fyrir að ástæður mótmælanna séu af svipuðum meiði og snúist um óánægju bænda með aðgerðir stjórnvalda er yfirleitt áherslumunur á þeim milli landa. Þýskir bændur mótmæltu meðal annars vegna nýrra laga um endurnýtanlega orku sem þeir segja að veiti ekki nægan stuðning til framleiðslu á lífdísil. Að sögn framkvæmdastjóra samtaka þýskra bænda sé óskiljanlegt að í orkukreppu sé verið að hefta framleiðslu á sjálfbærum innlendum orkugjafa. Mótmæli pólskra bænda í Varsjá voru undir slagorðunum „Nú er nóg komið“ og „Verkamenn bera ekki ábyrgð á kreppu sem stjórnmálamenn hafa skapað“ og snerust aðallega um hækkun á verði á áburði og innflutningi ódýrum matvælum. Á Spáni lokuðu bændur í suðurhluta Andalúsíu vegum og mótmæltu háu eldsneytisverði og hækkun aðfanga og nauðsynjavöru. Á Ítalíu töfðu bændur borgar- umferð með hægagangi dráttarvéla af sömu ástæðum. Tvíeggja sverð Stjórnmálamenn vöruðu við áframhaldandi mótmælum og mögulegum áhrifum þeirra fyrir hagkerfið, sér í lagi í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu og óvissunnar í kjölfar hennar. Aðrir sögðu að lönd Evrópu- sambandsins yrðu að gyrða sig í brók og tryggja fæðuöryggi innan landa sambandsins. Að öðrum kosti mundi það koma niður á allri matvælaframleiðslu í heiminum og kynda undir aukinni verðbólgu. Breyttir búskaparhættir Skilaboð stjórnvalda vegna aðgerða sem tengjast aðgerðaáætlun Green Deal eru skýr. Til að ná markmiðum áætlunarinnar verða margir bændur að hætta búskap og þeir sem búa áfram verða að aðlaga búskaparhætti sína að nýjum aðstæðum og kröfum umhverfinu til hagsbóta, ekki síst með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Talsmenn bænda segja rétt að grípa verði til aðgerða í umhverfismálum en að þeir geti ekki einir borið ábyrgð á þeim aðgerðum. Samfélagið allt verði að vinna að markmiðum Green Deal sameiginlega. Bændur segja jafnframt að tillögur þeirra hafi fram til þessa verið hunsaðar og stjórnvöld ekki verið til viðræðu um að leysa ágreininginn í samvinnu við þá. Green Deal hefur ekki áhrif á Íslandi Í svari frá matvælaráðuneytinu um hvort eða hvernig áhrif Green Deal- samþykkt Evrópusambandsins hefði áhrif á bændur á Íslandi segir að heilt yfir hafi stefnumótun ESB í landbúnaðarmálum ekki beina þýðingu hér á landi, enda landbúnaður ekki hluti EES sáttmálans. „Innan styrkjakerfis land- búnaðarins á Íslandi hefur aukin áhersla verið lögð á loftslagsmál síðustu ár og áætlað að þau verði jafnframt í forgrunni við næstu endurskoðun búvörusamninganna sem fer fram á næsta ári. Þá er einnig unnið að mótun landbúnaðarstefnu fyrir Ísland þar sem áhersla er lögð á loftslagsmál og umhverfisvernd. Við þá vinnu er tekið mið af sérstöðu íslensks landbúnaðar sem er stundaður við aðstæður sem eru verulega frábrugðnar því sem gerist í löndum Evrópusambandsins, bæði markaðslega og veðurfarslega. Sérfræðingar matvælaráðu- neytisins fylgjast grannt með þróun landbúnaðarmála innan ESB og nýta þá reynslu við stefnumörkun fyrir íslenskan landbúnað en ekki liggur endanlega fyrir hvort eða hvaða áhrif Green Deal gæti haft hér á landi með tilliti til skuldbindinga og tæknilegrar útfærslu í loftslagsmálum.“ Götulokun hollenskra hermanna í Haag til að koma í veg fyrir að bændur komist leiða sinna til að mótmæla. Mynd /wikipedia.org

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.