Bændablaðið - 25.08.2022, Síða 34

Bændablaðið - 25.08.2022, Síða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. ágúst 2022 SMÖLUN&RÉTTIR Stóðréttir haustið 2022 Stóðréttir verða nú með sama brag og fyrir kórónuveirufaraldurinn, sem takmarkaði fjölda gesta síðustu tvö ár. Listi yfir fjárréttir eru á blaðsíðum 32-33 og upplýsingar um viðbætur eða leiðréttingar skal senda á netfangið smh@bondi.is. /smh Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. laugardaginn 1. okt. Árhólarétt (Unadalsrétt) við Hofsós, Skag. föstudaginn 23. sept. Deildardalsrétt í Deildardal, Skag. laugardaginn 1. okt. Flókadalsrétt, Fljótum, Skag. Upplýsingar vantar. Fossárrétt á Skaga, A.-Hún. laugardaginn 17. sept. Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. Upplýsingar vantar. Kjalarlandsrétt, A.-Hún. laugardaginn 17. sept. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardaginn 24. sept. Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 1. okt. Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V. - Hún. laugardaginn 3. sept. kl. 08:00 Selnesrétt á Skaga, Skag. laugardaginn 17. sept. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardaginn 17. sept. Skrapatungurétt í A.-Hún. sunnudaginn 18. sept. kl. 11 Staðarrétt í Skagafirði laugardaginn 17. sept. Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. laugardaginn 1. okt. Unadalsrétt (Árhólarétt) við Hofsós, Skag. Upplýsingar vantar. Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. sunnudaginn 25. sept. kl. 09:00 Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardaginn 1. okt. kl. 11:00 Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 1. okt. Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. Upplýsingar vantar. Saga vélar: Teskeiðin hans Elísar Kjarans – Á Eystra-Miðfelli í Hvalfirði leynist jarðýta sem á sér merkilegan bakgrunn Jarðýta sem lagði Svalvogaveg er enn þá í notkun í Hvalfirði. Elís Kjaran átti nokkrar ýtur af gerðinni International Harvester TD-8, en þær hafa gengið undir nöfnunum nashyrningar, teskeiðar og nallar. /ÁL Núverandi eigandi jarðýtunnar, sem er átta tonna International Harvester TD-8 B, er Jón Valgarðsson, bóndi á Eystra- Miðfelli. Hann keypti ýtuna notaða af Véladeild Sambandsins árið 1982 og frétti ekki fyrr en seinna að hún hafi áður verið í eigu Elísar Kjarans. „Þeir höfðu tekið hana upp í nýja vél af sömu gerð sem hann var að kaupa,“ segir hann. Jón hefur notað ýtuna við ræktunarstörf á sinni jörð, eins og til að ýta út ruðningum og til að slétta út tún. Þó hefur notkunin allra síðustu ár verið nokkuð lítil þar sem beltagangurinn undir henni öðrum megin er orðinn slitinn. „Kramið í henni er allt mjög gott – mótorinn er góður, drifið og allt aftur úr. Mig langar til að laga beltaganginn á henni til þess að hún verði enn þá betri en hún er og ætla ég að halda henni í lagi á meðan ég á hana. Það hafa stundum komið hingað menn sem hafa viljað fá hana keypta, en hún verður ekki seld,“ segir Jón. Í upprunalegu ástandi Vélin er að sögn Jóns algjörlega upprunaleg. „Þegar synir Elísar Kjarans skoðuðu hana í fyrra voru þeir fljótir að bera kennsl á hvaða ýta þetta væri út frá hinum og þessum einkennum sem þeir þekktu,“ en Elís átti minnst fjórar ýtur af þessari gerð í gegnum sinn feril. Samkvæmt Jóni er mjög lipurt að vinna á ýtuna. „Það er ágætur kraftur í henni til þess að gera það sem henni er ætlað. Hún er samt ekki með neinn nýtískubúnað eins og loftpúðastól og maður þarf að vera með heyrnarskjól.“ Svalvogavegurinn lagður á grunni rollugötu Ragnar Kjaran Elísson vann með föður sínum á ýtum í nokkur ár. Hann segir Elís hafa átt nokkrar TD-8 jarðýtur, sem oft voru kallaðar nashyrningar, í gegnum tíðina og yfirleitt hafi hann átt tvær í einu. Elís vann við gerð hins margfræga Svalvogavegar á áttunda áratugnum, sem tengir Dýrafjörð og Arnarfjörð strandleiðina, ásamt því sem hann mokaði snjó á Hrafnseyrarheiði, við jarðrækt í Ísafjarðardjúpi og við hin fjölmörgu verk fyrir Vegagerðina. Ragnar segir föður sinn hafa tekið lagningu Svalvogavegarins sem áskorun fyrst, en hann vann við að hreinsa veginn út í Svalvoga frá Keldudal Dýrafjarðarmegin á vorin. Frá Keldudal var gönguleiðin út í Svalvoga á rollugötu í fjallshlíðinni sem var ekki alltaf fær. „Hann langaði til þess að athuga hvort hornið á ýtunni myndi ekki geta gert smá rás til þess að það væri auðveldara að labba þetta. Það gekk ágætlega þannig að hann hélt áfram,“ segir Ragnar. Verkið tók fjögur sumur og tók Ragnar mikinn þátt í veglagningunni með föður sínum. Framrúða brotnaði vegna fljúgandi verkfæra Þrátt fyrir að hafa unnið á jarðýtunni í snarbröttum fjallshlíðum lenti Elís aldrei í alvarlegum óhöppum. Það var þó einu sinni við lagningu raflínu í Arnarfirði að hann missti ýtuna í það bratta brekku að hann þurfti að gefa allt í botn til að missa ekki stjórn á henni. „Það var það bratt að verkfærin sem hann geymdi undir sætinu flugu út um framrúðuna,“ segir Ragnar. /ÁL HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Elís Kjaran ásamt syni sínum, Ragnari Kjaran, við lagningu Svalvogavegarins. Mynd úr Morgunblaðinu 28. júlí 1973. Mynd / timarit.is

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.