Bændablaðið - 25.08.2022, Síða 39

Bændablaðið - 25.08.2022, Síða 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 25. ágúst 2022 Helluhraun 4, Hafnarfirði sími 565 2727 & 892 7502 www.rag.is SERES 3 Luxury Verð 5.350.000 Einn eftir, næsta sending væntanleg í september. VIÐ AUGLÝSUM ALDREI „VERÐ FRÁ“ www.verkfaeriehf.is S. 544-4210 sale@verkfaeriehf.is Tónahvarfi 3, 203 Kópavogi EUREKA! PICOBELLO 151 ECOVAC Sópur Verð: 139.000 + vsk Frábær sópur frá Eureka. Tilvalinn fyrir fóðurgangana, skemmuna, verkstæðið eða stéttina! Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237 Handverk og hönnun: Minjagripir sem einkenna landsvæði Viðburður sem ber nafnið Gersemar Fljótsdals verður haldinn dagana 2.-3. september næstkomandi en handverksfólk hefur verið hvatt til að taka áskorun um að hanna minjagrip eða söluvöru sem einkennir sitt svæði. Ásdís Helga Bjarnadóttir, verk efnastjóri Fagrar framtíðar í Fljótsdal, segir að um sé að ræða hönnunarsmiðju þar sem markmiðið sé að draga fram sérstöðu austfirsks þjóðararfs og þeirra einstöku muna og minja sem fundist hafa í Fljótsdal. „Þannig viljum við skapa vettvang fyrir listamenn, handverksfólk og hönnuði, faglærða sem og ófaglærða, til að þróa hugmyndir að listmunum sem byggja á þessum gersemum, um leið og áhersla er lögð á að nýta sem mest einstakt hráefni úr héraði,“ segir hún. Hugmyndaflug og hæfileikar ráða för en útfærslan byggir á þekkingu á landsvæðinu, náttúru, sögu og menningu. „Hvert samfélag er ríkara þegar einstaklingar geta fengið með sér einstakan hlut sem minnir á góða dvöl á viðkomandi stað. Það á ekki síst við ef vel er til hans vandað og honum fylgir eitthvað alveg sérstakt. Það er líka áhugavert að upprunatengja hráefnið við staðinn þó það geti verið snúnara,“ segir Ásdís Helga og bætir við að gæði þurfi alltaf að vera til staðar og mikill kostur að hluturinn sé ekki merktur „Made in XXX“ heldur búinn til í heimahéraði. „Það er kannski í fljótu bragði vandfundið að finna viðfangsefni, en oft getur ýmislegt skotið upp kollinum, munstur í lopapeysu, skart sem tengist fornleifauppgreftri, útskorinn nytjahlutur með einkennum fyrri tíðar, póstkort eða lyklakippa með fagurri ljósmynd af þekktu landslagi eða málverk,“ segir hún. Afrakstur hönnunarsmiðjunnar verða vel mótaðar hugmyndir sem raunhæft er að fjöldaframleiða og eða vinna með einstaka sérvöru með markvissa tengingu við sögu, menningu eða náttúru Fljótsdals eða Austurlands. Að viðburðinum koma auk Fagrar framtíðar í Fljótsdal, Minjasafn Austurlands, Safnabúð Þjóðminjasafnsins og Handverk og hönnun með stuðningi frá Samfélagssjóði Fljótsdals. /MÞÞ Ásdís Helga Bjarnadóttir, verk­ efnastjóri Fagrar framtíðar í Fljótsdal. Matvælaframleiðsla: Sósufjölskylda á Djúpavogi William Óðinn og Gréta Mjöll einsetja sér að framleiða og þróa bragðgóða, heilnæma og bragðsterka matvöru í nafni LeFever Sauce co. Mynd / MHH Hjónin William Óðinn LeFever og Gréta Mjöll Samúelsdóttur búa á Djúpavogi og framleiða þar sterkar sósur í nafni fyrirtækisins LeFever Sauce co. Framleiðsla þeirra hófst árið 2018 á einni sósu með ákveðinni bragðtegund en í dag eru sósurnar orðnar fimm sem heita Bera, Dreki, Alvör, Jaxl og Skass. Þær eru m.a. seldar í verslunum Krónunnar og völdum verslunum Hagkaups. „Það gengur bara ofboðslega vel hjá okkur og brjálað að gera. William Óðinn var bara einn í þessu til að byrja með því ég starfaði sem atvinnu- og menningarfulltrúi Djúpavogs en nú er ég búin að segja upp þeirri vinnu og er komin á fullt með manninum mínum í sósurnar,“ segir Gréta Mjöll. Þau eru einnig að framleiða tvær aðrar vörur í krukkum, Pikklað chili og Lefever sinnep, sem er gert úr kryddleginum sem fellur til við gerð Dreka. „Það er frábært að vera með fyrirtæki eins og okkar á Djúpavogi. Hér eru allir í sama liði og vörurnar okkar eru komnar víða á veitingastaði á staðnum og á stöðum í næsta nágrenni. Við eigum örugglega eftir að setja fleiri vörur á markað, það er alltaf eitthvað nýtt í pípunum,“ segir Gréta Mjöll. /MHH

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.