Bændablaðið - 25.08.2022, Qupperneq 43

Bændablaðið - 25.08.2022, Qupperneq 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 25. ágúst 2022 fyrir vísindaskáldsögur sínar. Í skáldsögunni The Sea Raiders segir frá nýrri tegund af risasmokkfiski, Haploteuthis ferox, sem söguhetjan, tesali sem sestur er í helgan stein, gengur fram á í klettóttri fjöru. Tesalinn telur fyrir víst að kvikindið sé dautt en á síðan fótum sínum fjör að launa þegar það rís upp á örmunum og fer að elta hann um ströndina og klifrar í klettum til að ná honum. Samtímamaður Wells, en nokkrum árum eldri, Frakkinn Jules Verne, lýsir einnig árás risasmokkfisks á kafbát Nemós skipstjóra í skáldsögunni Vingt mille lieues sous les mers, sem hlaut nafnið Sæfarinn í íslenskri þýðingu. Risasmokkfiskur og -kolkrabbi kemur reyndar víða fyrir í skáldsögum. Sem dæmi þá berst njósnarinn og verndari vestrænnar menningar, James Bond, við risasmokkfisk í bókinni Dr. No en atriðinu er sleppt í samnefndri kvikmynd um kappann. Smokkfisklík kvikindi eru algeng í skáldsögum Arthurs C. Clark, H. P. Lovecraft, og í skáldsögunni Moby Dick eftir Herman Melville ræðst eitt slíkt á hvalveiðiskipið Pequod sem Ahab skipstjóri stýrir. Smokkfiskurinn í vatni við Hogwart menntastofnunina í bókunum um Harry Potter er aftur á móti ögn vinalegri og eiga nemendur skólans það til að gefa skrímslinu brauð eins og reykvísk börn gefa öndunum brauð á Tjörninni. Kvikindið á það til að bregða á leik og er hálfgerður lífvörður fyrir þá sem synda í vatninu. Hrátt eða steikt Smokkfisks hefur lengi verið neytt við strendur landa í Evrópu og Asíu og er í dag vinsæll matur víða um heim. Í Japan er smokkfiskur meðal annars skorinn í strimla sem líkjast núðlum og þykir ike sōmen, eða hrátt smokkfisk-sashimi borið fram með engifer og sojasósu, herramannsmatur. Rétturinn sem við þekkjum sem kalamarí er gerður úr örmum smokkfiska og er vel steikt og matreitt kalamarí hvítt á litinn, eilítið sætt á bragðið og aðeins seigt undir tönn. Uppruna réttarins kalamarí er að finna við strendur Miðjarðarhafsins og hafa Ítalir og Grikkir lengi bitist um við hvort landið á að kenna réttinn. Vinsældir kalamarí hófust fyrir alvöru á áttunda áratug síðustu aldar og þá sem fiskréttur á ítölskum veitingahúsum í norðurausturríkjum Bandaríkja Norður-Ameríku. Sérstaða Sepioteuthis lessoniana Heiti réttarins kalamarí er ítalskt og þýðir einfaldlega smokkfiskur. Af þeim 300 tegundum af smokkfiski sem finnast í heiminum eru aðeins nokkrar þeirra nýttar til manneldis. Hörðustu matgæðingar segja mikinn mun á matreiddum smokkfiski og því sem má kalla kalamarí og að alvöru kalamarí sé eingöngu hægt að gera úr tegundinni Sepioteuthis lessoniana. Orðið sepia þýðir blek. Blekfiskur Heitið kalamarí á ítölsku er komið úr latínu, calamarium eða calamarius, sem þýða blekbytta og pennastafur og vísa til litarefnisins sem dýrið gefur frá sér og lögunar þess. Latínuheitið er upphaflega fengið úr forngrísku, κάλαμος, kálamos, sem þýðir pennastafur sem gerður er úr reyr. Heitið blekfiskur vísar einnig til litarefnisins. Ólík matreiðsla Líkt og bútast má við er matreiðsla á smokkfiski ólík milli menningarsvæða. Á Ítalíu og víðar eru steiktir fálmarar kallaðir kalamarí en annars staðar eru fálmararnir skornir og djúpsteiktir. Ítalir bera smokkfisk fram með pasta, panala, risottó og í súpu. Spánverjum, Portúgölum og Tyrkjum þykir gott að steikja smokkbita í deigi og olíu ásamt tómötum og á Grikklandi er til siðs að dýfa smokkbitum í jógúrtsósu. Í Líbanon og Sýrlandi er steiktur smokkur borinn fram með sítrónu og tartarsósu sem búin er til úr majónesi, eggjum, kapers, súrum gúrkum og lauk. Í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Suður- Afríku, Kanada og Bandaríkjum Norður-Ameríku er djúpsteiktur smokkfiskur og franskar vinsæll skyndiréttur svipað og fiskur og franskar. Víða í Asíu er niðurskorinn og djúpsteiktur smokkfiskur borinn fram sem barsnakk með salti og pipar og hrísgrjónavíni. Í Kóreu og Japan er smokkfiskur borinn fram sem sushí, sashímí, djúpsteikt í deigi eða vafinn í karrí- eða greipaldinslaufblöð með soja-, sesam- eða chilisósu. Hann er einnig grillaður og þar má og eflaust víðar fá grænmetis- og hrísgrjónafylltan smokkfisk sem hitaður er í ofni. Stórskorinn smokkur er vinsæll í Kína steiktur í piparsósu á wok- pönnu ásamt hrísgrjónum eða núðlum og í Hong Kong, Rússlandi og Taívan er þurrkaður smokkfiskur ásamt jarðhnetum vinsæll götumatur. Rússar nota einnig léttsoðna smokkfiskbita í majónessalat með laukhringjum. Smokkfiskalýsi Af heimildum að dæma virðist smokkfisks ekki hafa verið neytt til matar á Íslandi fyrr á öldum þrátt fyrir að slíkt hafi eflaust verið gert í harðindum og hungursneyð ef hann veiddist eða rak á land. Færeyski náttúrufræðingurinn Nicolai Mohr ferðaðist um Ísland 1780 og 1781 og skrifaði um það rit sem nefnist Forsøg til en Islandsk Naturhistorie med adskillige oeconomiske samt andre Anmærkninger. Þar segir Mohr meðal annars að á Norðurlandi sé kolkrabbi hafður fyrir beitu, og að lifrin úr honum, ef hún er látin í glas, verði í hita að lýsi, er nefnist kolkrabbalýsi, og það sé haldið „bezti áburður á liðamót“. Umhverfis sogblöðkurnar á fálmurum smokkfiska er kítin, sem gerir þær harðar, og í sumum tegundum líkist það tönnum. Mynd / tepapa.govt.nz Ný framborið kalamarí er lostæti. Mynd / VH Smokkfés og fleiri hafmenn. Mynd / Walt Disney´s Pirates of the Carribbean. Smokkur skorinn í beitu. Mynd fishing.net.nz Níu metra langur smokkfiskur sem skolaði á land við Noreg árið 1954. Mynd / www.eurekalert.org Ógn undirdjúpanna. Myndskreyting Alphonse de Neuville við sögu Jules Verne Vingt mille lieues sous les mers. Mynd / wikimedia.org
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.