Bændablaðið - 25.08.2022, Page 50

Bændablaðið - 25.08.2022, Page 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. ágúst 2022 Í lok júní héldu 24 nýútskrifaðir búfræðingar frá Hvanneyri í útskriftarferð til Evrópu. Í ferðinni, sem var vikulöng, var fyrst áð í Amsterdam í Hollandi í tvær nætur, þá haldið til Münster í Þýskalandi og gist þar í tvær nætur og endað með þriggja nátta stoppi í Brussel í Belgíu. Ferðin var blanda af fagferð í landbúnaði og hefðbundinni rútuferð sem náði til framangreindra þriggja landa. Alls voru í ferðinni 8 faglegar landbúnaðartengdar heimsóknir auk heimsóknar á landbúnaðarsýninguna Libramont í Belgíu. Í þessari fyrri grein verður farið yfir það helsta landbúnaðarfaglega sem bar á góma framan af ferðinni. Kúabú á nærri hálfan milljarð Fyrsta heimsóknin var til kúabóndans Ron Mulder en hann er með 100 Holstein kýr og tvo Fullwood mjaltaþjóna stutt frá þorpinu Kockengen sem er um 30 km suður af Amsterdam og er um 5 metra undir sjávarmáli. Búið, sem er alls með 65 hektara af landi auk aðstöðu fyrir framleiðsluna og íbúðarhús, keypti hann árið 2015 á nærri 500 milljónir króna en skýringin á háum kostnaði búsins má fyrst og fremst rekja til virði landsins sjálfs. Fram kom í máli hans að algengt hektaraverð í Hollandi væri 60-80.000 evrur, eða um 8,4-11,2 milljónir íslenskra króna, svo þetta voru í raun kjarakaup hjá honum þrátt fyrir að upphæðin virðist há við fyrstu sýn. Einn með 100 mjólkandi Eins og áður segir þá er Ron með 100 Holstein kýr en meðalnyt búsins er þó ekki nema um 9.600-9.700 lítrar, sem telst ekki sérlega hátt í dag þegar það kúakyn er annars vegar. Skýringin felst í því að hann er einn á búinu og getur ekki hámarkað af- rakstur kúnna sem sást m.a. á því að hann var með naut í kvígunum. Þá leggur hann mjög mikla áherslu á grasfóðrun kúnna og reynir að takmarka kjarnfóðurgjöfina eins og hægt er vegna kostnaðar við aðkeypt fóður. Fyrir vikið ná kýrnar ekki að keyra vel upp nytina en að hans sögn gengur kostnaðardæmið upp. Aðspurður um vinnuafl búsins þá er hann mest einn með búið en konan hans hjálpar til utan vinnutíma hjá henni, en hún starfar við hárgreiðslu. Þá vinnur sonur hans á búinu yfir sumartímann og aðstoðar við heyskap o.fl. Aðrir koma ekki að búrekstrinum og sér hann t.d. sjálfur um heyskapinn, fyrir utan að keyra heim en hann fær verktaka í það sem kostar 100 evrur á hektarann, um 14 þúsund íslenskar krónur, og þá er öll þjónusta við heimkeyrslu og frágang í flatgryfju innifalin. Selt eina kvígu vegna vandamála Það vakti verðskuldaða athygli gestanna frá Íslandi þegar talið barst að kúakyninu og því hve þægar Holstein kýrnar eru. Flestir í þessum hópi búfræðinga frá Hvanneyri voru kornabörn þegar umræðan um innflutning norskra fósturvísa var í hæstu hæðum á Íslandi fyrir 2 áratugum síðan og eðlilega forvitið fólk um kosti þessa kúakyns sem getur skilað í dag 15- 16.000 lítra meðalnyt sé rétt staðið að málum. Ron lætur sæða kýr á fyrsta mjaltaskeiði með kyngreindu sæði en vegna kostnaðar eru eldri kýr sæddar með hefðbundnu sæði. Þá sér þarfanaut um uppbeiðsli eftir þriðju sæðingu. Aðspurður um lund kúnna þá sagði hann sem dæmi að hann hafi einungis haft eina kvígu á síðustu 5 árum sem hann þurfti að losa sig við vegna vandamála. Henni var þó ekki slátrað heldur seld á næsta bæ. Annars séu engin vandamál með kýrnar, þær séu þægar og meðfærilegar. Þá kom fram að hann setur ekki nautkálfana á heldur selur til áframeldis þegar þeir eru 2ja vikna gamlir. Þá var áhugavert að heyra að nýfæddir kálfarnir ganga undir fyrstu tímana eftir fæðingu og eðlilega veit Ron ekki hve mikinn brodd þeir hafa sogið á þessum tíma. Því mælir hann alltaf mótefnið í blóði kálfanna, þegar hann tekur þá undan kúnum, og ef í ljós kemur að mótefnastaðan er bág fær kálfurinn viðbótarskammt af sérstaklega góðri broddmjólk með hátt innihald mótefna. Með þessu móti nær hann að koma á legg kraftmiklum og góðum kálfum sem hann telur forsendu góðs búskapar. Framleiðir einungis gras Eins og áður segir leggur Ron áherslu á grasfóðrun kúnna og er t.d. einungis með grasframleiðslu á öllum 65 hekturunum sem hann hefur undir, en á þessu landsvæði er hægt að slá 5 sinnum yfir sumarið. Hann þarf þó einnig á heilskornum maís að halda til þess að jafna út fóðurgæðin, en maísinn kaupir hann frá öðrum bónda og kaupir á hverju hausti 300-350 tonn af nýslegnum maís sem er settur í flatgryfju á búinu. Fóðrunin er annars frekar einföld, kýrnar fá vothey og svo kjarnfóður í mjaltaþjónunum en þar er hægt að gefa þrjár mismunandi tegundir eftir stöðu kúnna á mjaltaskeiði. Á sumrin er kúnum beitt á daginn og ef mjög heitt er í veðri þá fara þær út á nóttunni svo þær fái ekki hitastreitu. Þá vakti athygli að frá miðjum ágúst byrjar hann á því að stunda svokallaða núll beit, þ.e. slær ferskt gras í kýrnar. Þetta gerir hann með því að vera með framsláttuvél á dráttarvélinni og tekur svo sláttuskárann beint upp í Á FAGLEGUM NÓTUM Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Ungbændur í Evrópuferð – Fyrri hluti Eftir verksmiðjuskoðunina hjá Trioliet var þessari fínu mynd smellt af hópnum við myndarlegan 52 m³ heilfóðurvagn! KORNHORN Landbúnaðarháskóli Íslands, í umboði matvælaráðu- neytisins, mun vinna að og leggja fram aðgerðaráætlun til eflingar kornræktar á Íslandi. Einn af verkþáttum verkefnisins er að greina gæði þess korns sem ræktað er á Íslandi. Við óskum því eftir að bændur sendi sýni af korni úr ökrum sínum eftir þreskingu í haust, um það bil þrjár lúkur. Markmiðið með þessu er að greina gæði korns sem ræktað er hér á landi. Greint verður þúsundkornaþyngd og rúmþyngd, að þessu sinni verða sýni ekki efnagreind. Þessa eiginleika er tiltölulega einfalt að mæla þó að best sé að gæta samræmis í mælingum og því er óskað eftir því að bændur sendi sýni á fræstofu Jarðræktarmiðstöðvarinnar. Að auki verða kornsýnin sigtuð og flokkuð í stærðir yfir 2,5 mm, minni en 2,5 mm en stærri en 2,2 mm og minna en 2,2 mm. Með þessum upplýsingum verður hægt að þróa gæðaflokka korns, til dæmis í þrjá flokka. Fyrsta flokks hefði háa þúsundkornaþyngd og rúmþyngd, hátt hlutfall korns yfir 2,5 mm og aðeins brot undir 2,2 mm. Ef korn í fyrsta flokki sýnir hátt spírunarhlutfall, um 95%, er hægt að prófa það frekar fyrir öðrum viðmiðum og athuga hvort það gæti flokkast sem maltbygg með tilheyrandi möguleikum til verðmætasköpunar í drykkjar- vöruframleiðslu. Annars ætti fyrsta flokks korn að vera eftirsótt svínafóður. Annar flokkur samanstendur af korni sem er af háum gæðum en nær ekki í fyrsta flokk. Slíkt korn getur vel hentað sem svínafóður eða afburðafóður fyrir nytháar kýr. Þriðji flokkur er það korn sem stenst ekki kröfur efri flokka og nýtist þá fyrst og fremst sem fóður fyrir kýr og gripi í uppeldi. Með þessum upplýsingum er hægt að aðlaga gæðaflokka korns hér á landi fyrir mögulegt kornsamlag, og fá heildarmynd af gæðum korns sem ræktað er hér á landi. Áhugavert væri að bera saman niðurstöður úr yrkjatilraunum Jarðræktarmiðstöðvarinnar við raunir bænda við ræktun byggs. Niðurstöður yrkjatilrauna verða að sýna sterka fylgni við niðurstöður úr ökrum bænda ef það á að nýta fyrirkomulagið í yrkjaprófunum og kynbótum. Í fyrra, árið 2021, tóku starfsmenn Jarðræktarmið- stöðvarinnar sýni úr örfáum kornökrum um landið. Skemmst er frá því að segja að besta kornið kom úr Eyjafjarðarsveit þar sem þúsundkornaþyngd var 42 g, rúmþyngd 73 g/dl og spírunarhlutfall allt að 100%. Til þess að taka þátt í verkefninu þurfa bændur að taka sýni úr ökrum eftir þreskingu. Þar sem kornið er þurrkað má senda slíkt korn beint, en þar sem kornið er ekki þurrkað þarf að þurrka sýnið áður en það er sent. Þetta er hægt að gera í örbylgjuofni eða bakarofni. Ef kornið hefur ekki náð 85% þurrrefnishlutfalli, þá hitnar fljótt í því og það tekur að mygla. Slíkt sýni er ekki til neins að greina. Tilgreina skal að minnsta kosti frá hvaða bæ sýnið kemur og helst hvaða yrki var ræktað ásamt tölvupóstfangi svo að hægt sé að koma niðurstöðunum til skila. Best væri ef fleiri upplýsingar fylgdu sýnunum; spildunúmer, jarðvegsgerð, áburðarskammtar, uppskera, sáðdagur, uppskerudagur og úðunarmeðferð. Niðurstöður greininga verða sendar bændum til upplýsinga. Að öðru leyti verður niðurstöðunum gerð skil án tengingar við bæi. Með leyfi ræktenda verður besta kornsýni landsins kynnt og bestu sýni hvers landshluta. Frekari upplýsingar og leiðbeiningar má fá í gengum tölvupóst, hrannar@lbhi.is, eða í síma 843-5385. Helgi Eyleifur Þorvaldsson og Hrannar Smári Hilmarsson. Hrannar Smári Hilmarsson. Hver eru gæði byggs í ökrum bænda? Helgi Eyleifur Þorvaldsson. Ákall til bænda að senda sýni úr ökrum í haust til: Landbúnaðarháskóli Íslands Jarðræktarmiðstöð Hvanneyri, 311, Borgarbyggð Ron er með 100 Holstein kýr á búi sínu sem hann keypti árið 2015. Mynd /Vilborg Hrund Jónsdóttir

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.