Bændablaðið - 25.08.2022, Side 51

Bændablaðið - 25.08.2022, Side 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 25. ágúst 2022 heyhleðsluvagn og keyrir svo inn á fóðurgang. Ástæðan fyrir 0-beitinni sagði hann vera þá að síðsumars sé enn gott prótein í grasinu en kýrnar nýti það engan veginn nógu vel með beit, því sé miklu betra og hagkvæmara að slá grasið í kýrnar en að beita þeim á grasið. Miklar sveiflur á afurðastöðvaverði Ron er einn af mörg þúsund eigendum afurðafélagsins Fries- landCampina en það er eitt af stærstu fyrirtækjum heims á sviði mjólkurvöruframleiðslu og selur vörur um heim allan. Sem innleggjandi hjá félaginu fær Ron eðlilega alltaf hæsta mögulega verð sem um getur og nú um stundir, þegar gríðarleg eftirspurn er eftir mjólk um allan heim, fær hann afurðastöðvaverð sem er í hæstu hæðum! Alls eru núna greidd 62,5 evrusent, um 88 íkríkr, fyrir hvert innvegið kíló mjólkur af staðlaðri mjólk sem er með 3,57% prótein, 4,41% fitu og 4,53% mjólkursykur. Aldrei í sögunni hefur afurða- stöðvaverðið verið svona hátt en það getur líka breyst hratt en afurðastöðvaverð er gefið út í hverjum mánuði og fer það algjörlega eftir því hvernig gengur hjá félaginu á heimsmarkaði mjólkurvara. Þannig var t.d. verðið 45 evrusent í janúar eða um 63 íkríkr á hvert innvegið kíló en hefur síðan hækkað hratt. Ron er undir það búinn að verðið geti lækkað hratt á ný, það sé einfald- lega staðan þegar afurðafyrirtæki starfa á heimsmarkaði. Fær aukalega greitt fyrir beit og sótspor Það vakti athygli að Friesland Campina borgar bændum aukalega ef þeir setja kýrnar á beit en fyrir það fær Ron 1,5 evrusent, um 2 íkríkr, á hvert innvegið kíló mjólkur. Til að fá þetta álag á afurðastöðvaverðið þarf hann að beita kúnum 120 daga á ári og að lágmarki 6 klukkustundir á sólarhring og má það vera að nóttu ef svo ber undir. Þá fær hann einnig sérstaka álagsgreiðslu upp á 2,5 evrusent, um 3,5 íkríkr, vegna vottunar búsins frá PlanetProof. PlanetProof er sjálfstætt gæðamerki sem vottar framleiðslu með tilliti til sjálfbærni. Til að fá vottunina þarf búið að taka ákveðin skref í átt að sjálfbærni en þó ekki að vera að fullu sjálfbært. Dæmi um þetta er t.d. lengri líftími kúa en gerist og gengur, líffræðilegur fjölbreytileiki túngrasa, beit kúa, rými og þægindi í fjósi o.s.frv. Fyrir þessa viðleitni bændanna borgar afurðafélagið sem sagt þetta sérstaka álag á mjólkina. Hollenskir fánar á hvolfi Á leiðinni að kúabúinu var tekið eftir því að víða meðfram vegum var búið að hengja upp í nánast hvern ljósastaur hollenska fánann á hvolfi! Þetta vakti eðlilega spurningar en skýringin lá í útbreiddum mótmælum hollenskra bænda undanfarið sem greint var frá í skilmerkilegri grein um mótmælin í 13. tölublaði Bændablaðsins fyrr á þessu ári. Í stuttu máli þá hefur þarlend ríkisstjórn ákveðið að skera hraustlega niður í fjölda búa með búfé vegna reiknaðs umhverfisálags búanna og nemur þessi niðurskurður um 40% búfjár landsins fyrir árið 2030! Í Hollandi eru 162 svokölluð Natura 2000 svæði, sum eru lítil og önnur stór. Samkvæmt stjórnvöldum þá er sótspor þessara svæða hátt og þarf að lækka það verulega. Þetta mikla umhverfisálag er rakið til iðnaðar, bifreiða og flugvéla en einnig til landbúnaðar. Þegar heildarmyndin var skoðuð og helstu kostir eða gallar við niðurskurð á hinum greinunum var einfaldlega ákveðið að fórna landbúnaðinum sagði Ron. Á þessum skilgreindu svæðum þurfa bændur að fækka um 20-90% eftir staðsetningu búanna og eru bændur landsins reiðir vegna þessa og telja áætlanir stjórnvalda óraunhæfar, byggðar á röngum tölum og skilja ekki af hverju ekki megi horfa til tæknilegra lausna til þess að draga úr ammoníaki í stað niðurskurðar. Þá hafa þeir lítinn skilning á því að bændur einir eigi að axla ábyrgð en iðnaður, farartæki og sér í lagi flugvélar megi halda áfram að spúa koltvísýringi út í loftið. Vegna þessa hafa bændur landsins staðið fyrir mótmælum og m.a. hengt hollenska þjóðfánann á hvolf til merkis um alvarlega stöðu bænda og fyrirtækja í landbúnaði vegna þessarar ákvörðunar stjórnvalda. Kjarnfóðurfyrirtæki á heimsmarkaði Önnur heimsókn hópsins var til hollenska fyrirtækisins De Heus en það er fjölskyldufyrirtæki í fóðurframleiðslu fyrir búfé og eldisfiska og er fyrirtækið með starfsemi í 80 löndum um heim allan og er fóður þess m.a. selt á Íslandi. Þar fékk hópurinn kynningu á fyrirtækinu auk þess að fara í skoðunarferð um framleiðsluaðstöðuna. De Heus hefur ekki farið varhluta af umræðunni um sótspor frá landbúnaðarframleiðslu og er unnið hörðum höndum að því að draga úr því eins og hægt er. Þetta er t.d. gert með því að minnka vægi soja í fóðurblöndum og auka repjuhrat í staðinn, en það þýðir að hægt er að kaupa hráefni fyrir vinnsluna mun nær framleiðslustöðvum De Heus enda repja mikið ræktuð í Norður- Evrópu en soja mest flutt inn frá Suður-Ameríku. Kom m.a. fram að í raun mætti lækka sótspor kjarnfóðurs töluvert, en það þýddi þó aukinn kostnað enn sem komið er. Því væri nú verið að leita allra leiða til þess að lækka verðið og aðlaga framleiðsluna að þeim kröfum sem gerðar eru í dag. Liet-bræðurnir þrír Þriðja heimsóknin var svo til hollenska fyrirtækisins Trioliet sem dregur nafn sitt af þremur bræðrum með ættarnafnið Liet sem stofnuðu fyrirtækið árið 1950. Fyrirtækið, sem enn í dag er fjölskyldufyrirtæki, framleiðir margar gerðir fóðurkerfa og fóðurvagna fyrir búfé og gafst ferðalöngunum tækifæri til að fara í skoðunarferð um verksmiðju fyrirtækisins og fá kynningu á sögu þess. Trioliet tæki eru í dag í boði fyrir bændur í 50 löndum í heiminum, m.a. á Íslandi. Fyrsti liðléttingurinn kom 1979 Því næst var tekið hús á þýska fyrirtækinu Schäffe, en það er þekkt hér á landi sem framleiðandi á liðléttingum en fyrirtækið framleiðir ótal stærðir og gerðir af vélum og hafa rúmlega 80 þúsund vélar nú verið seldar um heim allan. Fyrirtækið, sem er fjölskyldufyrirtæki og var stofnað árið 1956, á rætur sínar að rekja til Heinrich Schäffer, sem starfaði við sölu á landbúnaðartækjum á sínum tíma en var mikill uppfinningamaður og sá að það vantaði á markaðinn margs konar vinnuhagræðingartækni. Hann byrjaði á því að búa til og hanna ýmis tæki og tól en hægt og rólega fluttist áhuginn og áherslan á tækni til að lyfta hlutum. Þessi áhugi leiddi til fyrsta liðléttingsins, sem kom á markaðinn árið 1979. Síðan þá hefur fyrirtækið vaxið ört og er í dag með öflugri aðilum á markaðinum. Sérstaða Schäffer er m.a. að nánast allir íhlutir eru smíðaðir á staðnum í verksmiðjunni í Þýskalandi, en þekkt er að mörg fyrirtæki á markaðinum láta smíða fyrir sig hina og þessa hluti og eru svo í raun fyrst og fremst með samsetningarverksmiðju. - Í næsta Bændablaði verður birtur síðari hluti umfjöllunar um ferðina. Á FAGLEGUM NÓTUM Víða sáust hollensku fánarnir svona, þ.e. á hvolfi, sem bændur segja að sé merki um að ríkisstjórn landsins sé að setja landbúnaðinn á hvolf með þessari aðgerð. Ron að spjalla við hópinn og útskýra reksturinn. Schäffer-verksmiðjurnar. Æðardúnn Óska eftir æðardúni til útflutnings. Hærra nettóverð. Hafið samband í síma: 893-8554 eða 0047 - 9303-7099 Tölvupóstur: leifm@simnet.is Leifs Æðardúnn Útflutningur síðan 2001. Pinnabyssur og púðurskot Boltabyssur Skot í rotara Egilsholti 1, 310 Borgarnesi Sími 430 5500, www.kb.is Kíktu inn á www.kb.is Alhliða fasteignasala Kynslóða- / eigendaskipti bújarða Stofnun og skráning landspildna og lóða Loftur Erlingsson Löggiltur fasteignasali GSM 896-9565 loftur@husfasteign.is Hús Fasteignasala · Austurvegi 26 · 800 Selfoss Sími: 497 1155 · www.husfasteign.is Eigum til á lager okkar vönduðu þurrkofna ásamt ýmsum öðrum tækjum fyrir heimavinnslur og veitingahús. Beinn innflutningur, gott verð Dæmi um verð: Þurrkofnar aðeins 59.000 kr. án vsk. Hakkavélar frá 95.000 kr. án vsk. Nánari uppl. í síma 8228844/ 8228832 eða vellir@vellir.is á bbl.is og líka á Facebook

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.