Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1931, Blaðsíða 77
75
kfyggjunni. Fremst á miSjum bryggjusporði er stáur, sem stend-
Ur upp úr um flóð. Venjulega er svo mikið upp úr af bryggjunni,
að hún sýnir stefnu lendingarinnar, sem er eingöngu að sunnan-
'-erðu við bryggjuna. Efst með henni er slétt malarfjara, og er
Vörin þar sæmilega breið. Að framan eru nokkurn veginn sléttar
klappir, en þar er vörin mjórri, og taka strax við klappir og
stórgrýti, og verður þess vegna að gæta þess, þegar lent er, að
haga sér eftir stefnu bryggjunnar. Lending þessi er, eins og aðr-
ar lendingar í Keflavík, bezt með háum sjó.
d. KEFLAVÍIv
Edinborgarbryggja er syðst i víkinni, og er nú litið eða ekk-
ert notuð, og ekki ráðlegt fyrir ókunnuga að lenda við hana.
Ef hvassviðri er, er betra að lenda í Grófinni eða í Vatnsnesbás,
og verða meiin, ef svo ber undir, að haga sér eftir vindstöðu.
e. VATNSNES
Vatnsnesbás er sunnan við Keflavík. Þar er steinbryggja, og
lendingin að vestanverðu við hana. Leiðarmerki eru engin, og
verður að haga sér eftir stefnu bryggjunnar. Blindsker eru engin,
aðdýpi er þar nóg. Lendingin er bezt með hálfföllnum sjó.
I norðaustan hvassviðri er hún lökust, þá skolar yfir klappirnar
og bryggjuna, einkanlega um flóð. Vatnsnesbás hefir ávalt verið
og er þrautalending.
Lending er einnig sunnan á Vatnsnesi, og er notuð af ábú-
ándanum þar og öðrum kunnugum einstöku sinnum.
f. YTRI-NJARÐVÍK
Höskuldarkotslending er við bryggju, sem er niður undan
sóltunar- og aðgerðarhúsum Magnúsar Ólafssonar, rétt innan við
Klapparnef. Leiðarmerki eru engin, þvi allir lenda að sunnan-
Verðu við bryggjuna, sem alltaf er að einhverju leyti upp úr,
en að norðanverðu við hana er grjót og klappir. Sunnan og
kítman við bryggjuna er sker, sem kemur upp úr um fjöru.
Skerið er nokkra metra frá bryggjunni.
g. YTRI-NJARÐVÍK
Ársælsbryggja er næsta bryggja fyrir sunnan Höskuldarkots-
brl)ggju. Leiðarmerki cru engin, aðeins farið eftir stefnu bryggj-
Onnar, sem alltaf er upp úr að einhverju leyti. I.enda má bæði
sunnan og norðanverðu við bryggjuna.
li. YTRI-NJARÐVÍK
Vtri-Kjarðvíkurbryggja er niður undan syðstu húsunum við
sJóinn, Leiðarmerki eru engin, og er eingöngu farið eftir stefnu
L