Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1931, Page 79
77
t>. 100 m., milli merkja 60 m. í lendingunni er grjót og klapp-
:>r, það er talin góð lending, en betri um flóð.
c. HALAKOT
Halakot er syðsti bærinn í Brunnastaðahverfinu. Lendingin
(‘>' i norðvestur frá bænum. Leiðarmerkin inn Brunnastaðasund
eru: Tvær vörður, sem eiga að bera saman, þær standa í túninu
fyrir austan bæinn Halakot. Yörðurnar eru 2 m. á hæð, milli-
bil 50 m. í lendingunni er grjót og klappir. Það er talin góð
lending nema i suðvestanátt. Brunnastaðasund er notað frá flest-
um bæjum i Brunnastaðahverfinu.
d. NEÐRI BRUNNASTAÐIR
Djúpleiðin er Brunnastaðasund, lendingin er í austur frá sund-
inu, og er beygt af þvi inn með svonefndu Hjallanesi, upp
i vör. í lendingunni er möl og grjót. Það er talin góð lending.
e. EFRI BRUNNASTAÐIR
Djúpleiðin er Brunnastaðasund. Þegar komið er inn úr sund-
inu, er haldið í austur beint upp i lendinguna, sem liggur næst
við lendinguna á Neðri-Brunnastöðum. í vörinni er möl og sand-
Ur, hún er talin ágæt, og oft notuð sem neyðarlending, eins og
Hestar lendingar í Brunnastaðahverfinu.
f. HLÖÐVERSNES
Lendingin er i norður frá bænum Hlöðversnes, skammt fyrir
sUnnan Gcrðistangavitann. Leiðarmerkin inn Hlöðversnessund
eru: 2 vörður, hæð 2% m. Neðri varðan stendur á sjávarbakk-
anum, en efri varðan er fyrir austan Hlöðversneshverfið, milli-
bil er 200 m. Vörður þessar eiga að bera saman, og er þeirri
stefnu haldið inn á móts við opna vör, er þá beygt til suðurs,
úin í vörina. í vörinni er möl, sandur og sléttar klappir.
Lending þessi er talin góð, og stundum verið notuð sem neyðar-
len ding.
g. HALLDÓRSSTAÐIR
Lendingin er i norður frá bænum Halldórsstaðir. Djúp-
feiðin er Hlöðversnessund, og er beygt af sundinu upp í opna
Vörina. í vörinni er sandur og möl, og sléttar klappir, það er
talin góð lending, en bezt með hálfföllnum sjó.
h. AUÐNAR (Bergskot).
Lendingin er í norður frá íbúðarhúsinu Auðnar. Leiðarmerki
eru 2 grjótvörður, upp úr þeim er tré (sundmerki) hvor þeirra
er 12 m. á hæð. Neðri varðan stendur 600 m. frá sjó, millibil milli