Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1931, Side 88
86
b. ARNARSTAPI
Lendingin er fáa metra frá túninu, snýr i austur. Þar er grjót
og möl. Leiðarmerki eru engin, lendingin er góð, og er útsjór
talinn ófær ef ekki er hægt að lenda þar. Enda hefir lendingin
oft verið notuð sem neyðarlending.
c. HELLNAR
Lendingin er inn með sléttum klöppum, sem eru að vestan-
verðu, og þar lent í sandi. Lendingin snýr til suðurs og er góð
með hálfföllnum sjó. Leiðarmerki eru engin.
d. MALARRIF
Lendingin liggur suður frá landi. Leiðarmerki eru: Stór hella,
sem stendur uppi á malarkambi, og á hún að bera um hjalltóft,
sem er 10 m. ofar; eftir þessum merkjum er haldið, þar til tóftin
hverfur inn undir kambinn, þá er beygt til vinstri og lent við
sléttan malarkamb. Lending þessi er talin slæm, skárst þegaf
lásjávað er.
e. DRITVlK
Stefna lendingarinnar er suðvestur frá landi.
Leiðarmerlci eru: Leiðarhóll um Dritvíkurklett. Merkin ei'U
óglögg. Leiðarhóll er skammt fyrir ofan vikina, en Dritvíknr-
klettnr er fyrir framan Dritvíkurpall. Eftir þessum merkjum ei'
haldið, þar til beygt er inn á víkina. Leiðin er hrein, lendingiu
er ágæt, nema um stórstraumsfjöru.
f. BERUVÍK
Stefna lendingarinnar er í vestur frá landi. Leiðarmerkin eru :
Svonefndur Skriðuhnúkur, sem er uppi i fjalli, og á hann að
bera í vörðu, sem stendur á sjávarkambi. Frá vörðunni upP
að hnúknum eru 3 km. Leiðin er skerjótt og lendingin er taliu
slæm, bezt með hálfföllnum sjó.
g. ÖNDVERÐARNES
Stefna lendingarinnar er i suðvestur frá landi. Leiðarmei'k1
eru engin. í lendingunni er grjót og klappir. Grynningar cru
utantil þerar lágsjáað er, bezt að lenda með hálfföllnum sjó.
21. Neshreppur (utan Ennis).
22. Ólafsvíkurhreppur.