Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1931, Síða 92
90
100 m. frá sjó, 30 m. milli þeirra. Lendingin er grýtt, ekki góð,
skárst um fjöru, en varla talin nothæf.
c. BAIvKI
Lendingin er i Bakka-landi, stefna hennar er norður. Leiðar-
merki eru engin. Þar sem lent er, er sandur og smámöl. Bezt að
lenda um flóð. Lendingin er talin i meðallagi góð.
d. HVALVÍK
Lendingin er í Sellálurs-Ííindi. Stefna hennar er í austur, hún
er talin góð. Leiðarmerki eru engin.
e. MEINÞRÖNG
Lendingin er i SeZ/áfzjrs-landi, stefna hennar er í austur. I
lendingunni er möl og grjót, hún er mjög þröng, dágóð með hálf-
föllnum sjó, en um flóð og fjöru er hún slæm. Leiðarmerki eru:
Tvær vörður, sein eiga að bera saman. Neðri varðan er 30 m. frá
sjó, en hin er 20 m. ofar.
f. BLAÐRA
Lendingin er i Arnarstapa-landi. Stefna austur. Leiðarmerki
eru: Tvær vörður, neðri varðan er 40 m. frá sjó, 8 m. milli
merkja. Á leiðinni eru engin blindsker eða boðar. Vörin er
þröng, og bezt að lenda með hálfföllnum sjó. Lendingin er ekki
talin góð.
39. Dalahreppur.
40. Suðurfjarðarhreppur.
41. AUÐKÚLUHREPPUR
a. BAULHÚS
Leiðarmerki eru engin, en halda skal beint á sjávarhúsin,
þar er lent í malarsandi. Lendingin er góð.
b. HLADSBÓT
Þar er lent við ægisand beint framundan verbúðinni. Leið-
armerki eru engin.
c. ÁLFTAMÝRI
Lendingin er beint norður af bænum við sléttan sand. Leið-
armerki eru engin.