Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1931, Blaðsíða 94
92
LeiSarmerkin eru tóftarbrot á bakkanum fyrir ofan veginn. sem
á að bera í svonefnt Magnúsarhorn vestarlega í Sunddal. Lend-
ingin er talin allgóð, bezt meS hálfföllnum sjó.
b. SUÐUREYRI
LeiSarmerkin eru þrjú holdufl (baujur) sem eru á sundinu
innan viS höfnina á Súgandafirði, upp úr þeim er hvítmáluð
stöng og kústur á endanum. Merkin eiga öll aS vera til vinstri
handar þegar inn er siglt. (Sbr. sjómerki nr. 38, Hólmi)
47. HÓLSHREPPUR
a. SKÁLAVÍK
Lendingin er austan viS ána. LeiSarmerki eru engin, en kof-
ar eru uppi á bakkanum fyrir ofan vörina, og er lent beint
niður undan þeim. RáSum megin við vörina er stórgrýti.
b. BOLUNGARVÍK
Lendingar eru ruddar varir; eru þær í röS og kampar á rnilh
hlaðnir úr stórgrýti. í vörunum er sandur og möl. Lendingarn-
ar eru beztar um flóS. Mótorbátar fljóta ekki vel upp í brim-
brjótsvörina um fjöru. Hún liggur þétt upp meS brimbrjótnum,
og er bezta lendingin, enda mest notuS.
c. ÓSVÖR
Ósvör er innanvert við sandinn í Bolungarvík, að austanverðu
viS ósinn. Stór steinn er að austan viS vararmynnið, sem stend-
ur upp úr um fjöru, rétt við landið, og er fariS upp í vörina
aS vestanverðu við steininn. Lendingarmerki eru engin.
48. EYRARHREPPUR
a. SELJADALUR
Seljadalur er skammt fyrir utan Hnífsdal. Leiðarmerki eru
engin og landtaka er slæm.
b. HNÍFSDALUR
Hnifsdalur er utanvert við Skutnlsfjörð. Víkin er grunn, oS
þar sem lendingarnar eru, er stórgrýtt og oft vont að lenda.
LeiSarmerki eru engin, bezt að lenda meS hálfföllnum sjó.