Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1931, Síða 105
103
c. HÖFN í BAKKAFIRÐI
Lendingin er í vík, sem gengur inn með Hafnartúni. Stefna
hennar er í suðaustur. Leiðarmerki eru engin, engir boðar eða
blindsker. í lendingunni er möl. Hún er talin góð bæði um flóð
og fjöru, og er álitin bezta lending við Bakkafjörö.
91. VOPNAFJARÐARHREPPUR
a. STRANDHÖFN
Lendingin er vogur á milli tveggja klappartanga, sem er utan-
til við Strandhafnarbæinn. Sker er i vogsmynninu, og er talið
slæmt að lenda þar, en þó bezt með Jiálfföllnum sjó.
b. FÚLUVÍK
Hún er sunnan í svonefndu Stórfiskanesi, skammt frá bæn-
Um PurkugerÖi. Leiðarmerki eru cngin, enda mjög auðratað í
lendinguna. Leiðin er lirein og talin góð hvernig sem stendur
á sjó.
c. LJÓSALAND
Lendingin er rétt fyrir utan Ljósalandsbæ. í lendingunni er
toöl. Hún er bezt með hálfföllnum sjó, talin allgóð sumarlending.
d. HÁMUNDARSTAÐIR
Lendingin er utan við Hámundarstaði. Það er vogur, og er
lent við klöpp, sama hvort er flóð eða fjara. Lendingin er talin
allgóð.
e. LEIÐARHÖFN
Lendingin er fyrir neðan íbúðarhúsið i Leiðarhöfn. Það er
Vogur sem nefndur er Krossvogur. Leiðin er hrein og nóg dýpi,
bg má Jeggja mótorbátum þar við klöpp, hvernig sem stendur á
sjó. Lendingin er talin góð.
f. DRANGSNESHÖFN
Lendingin er utantil í svonefndu Drangsnesi, sem er yzt i
, Úrossavíkurlandi. Leiðarmerki eru engin, en lendingin er glögg
°g auðratað í hana. í lendingunni er möl. Hún er bezt með hálf -
tollnum sjó og er talin góð.
g. HAMRALENDING
Hún er slcammt fyrir utan bæinn Vindfell. Leiðarmerki eru
cttgin. j lendingunni er möl. Leiðin liggur upp með flúðum og
er vandrötuð fyrir ókunnuga. Lendingin er talin góð, en liezt
I ttieð hálfföllnum sjó.