Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1931, Page 107
105
lengd. Innan við þessa boðaröö liggur áðurnefnd leið. Lending
þessi er talin allgóð, en verður oft ófær vegna brims.
b. ELDLEYSA
Lendingin er ca. 90 m. fyrir vestan Eldleysubæinn, stefna
hennar er suðvestur. Leiðarmerki eru engin, en klöpp er á
stjórnborða, þegar inn er farið. Betra að lenda um flóð. Lend-
ingin er talin allgóð.
c. HOF
Lendingin er beint niður frá Hofsbæmun, hún liggur á móti
suðri. Leiðarmerki eru engin. Klöpp er á stjórnborða þegar inn
er farið. Lendingin er betri um flóð; hún er þröng, og ekki talin
góð lending.
d. IIAGI
Lendingin er beint niður frá bænum Haya. Sker og klöpp er
að austan, en flúðir að vestan. Leiðarmerki eru engin. Um stór-
straumsfjöru er leiðin fremur grunn ef nokkuð er illt i sjó. Lend-
ingin er betri með háum sjó, en er talin fremur slæm.
e. BREKKA
Þar er lent i möl, á ca. 1 km. löngu svæði fyrir neðan Brekkn-
borpið. Lending er þar ágæt, og verður aldrei ófær.
f. HESTEYRI (Slétta).
Lendingin er beint niður frá bænum Sléttu. í lendingunni er
möi. Á leiðinni eru engir boðar, blindsker eða grynningar. Lend-
ing jjessi er góð og verður aldrei ófær.
g. HESTEYRI (Mýri).
Lendingin er beint niður af bænum Mýri; stefna hennar er
norður. Leiðarmerki eru engin, enda ekki þörf á þeim; þar eru
engin sker og nóg aðdýpi. Lendingin er talin góð.
h. KOLABLEIKSEYRI
Lendingin er á samnefndri eyri; stefna suður. Leiðarmerki
eru engin. Þar eru engir boðar né grynningar. Lendingin er talin
góð.
i. REYKIR
Léndingin er ca. 1 km. fyrir austan bæiun Reyki á svonefndri
Selhellu; stefna hennar er suðvestur. Leiðarmerki eru engin.
hlöpp er á bakborða þegar inn er farið. Leiðin er fremur grunn
°g getur orðið ófær vegna brims.