Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1931, Síða 110
108
e. KOLFREYJUSTAÐUR
Lendingin er í Kolfreyjustaðarhöfn vestan til við kirkju og'
íbúðarhús staðarins, þar er vík milli Valtýstanga að vestan og
Hafnartanga að austan. Lenda skal í malarfjöru austast i víkinni.
við klöpp sem liggur meðfram allri víkinni að austanverðu.
Leiðarmerki eru engin, engir boðar eða grynningar til hindr-
unar á leiðinni. Lendingin er betri um flóð, og talin ágæt í öll-
um áttum nema sunnanátt.
f. EYRl
Lendingin er niður undan bænum Eyri. Þar er lent i möl
framundan fiskhúsinu sem stendur þar á eyrinni. Þar er frem-
ur útgrunt, en engir boðar eða blindsker. Leiðarmerki eru eng'-
in. Lendingin er betri um flóð, og er talin góð.
g. FAGRAEYRI
Lendingin er vestan til við íbúðarhúsið á Fögrueyri. Þar
sem lent er, er sandur og möl. Leiðarmerki eru engin, en leið-
in er bein og lending er góð, er talin bezta lending að sunnan-
verðu við Fáskrúðsfjörð. En um flóð skal varast grjótbryggju þá,
sem er í lendingunni.
h. VÍIv
Lendingin er milli Víkurskers að austan, og Víkurhaga að
vestan. Lenda skal í fjörunni niðurundan fiskihúsi sem stepdm'
þar. Leiðarmerki eru engin. Þar sem lent er, er sandur og möl-
Betra er að lenda um flóð, lendingin er talin góð í sunnan og
vestan átt.
í. HVAMMUR
Lendingin er fyrir neðan bæinn Hvamm, fram undan
fiskihúsum sem þar standa. Leiðarmerki eru engin. Lending
þessi er mjög varasöm vegna grynninga og afarþröng, er talin
slæm.
j. HAFNARNES
Lendingin er vestan við Hafnarnestangann sem Hafnarnesvit-
inn stendur á. Sbr. viti nr. 76. Grynningar eru norður og norð-
austur með tanganum. Lendingin er bezt með hálfföHnum sjó, er
talin miður góð.
102. Búðahreppur.