Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1931, Side 113
111
110. DYRHÓLAHREPPUR
a. DYRHÓLAHÖFX
Lendingin er vestan undir Dyrhólaey. Leiðarmerki eru engin.
LeiSin inn á höfnina liggur vestan undir svonefndum Kambi, en
Kambur heitir drangi sá, sem er næstur Dyrhólaey að vestan-
Verðu, og skal halda sem næst honum, eða |)að nærri að Kamb-
irtn beri í Mávadranga, sem er næsti drangi fyrir utan Kamb-
inn. í lendingunni er sandur og möl. Engin blindsker. Lending-
in er talin slæm.
b. JÖKULSÁ Á SÓLHEIMASANDI
Lendingin er í útsuður frá Ytri-Sólheimum, en i suður frá
Bystri-Skógum. Leiðarmerki eru: Steinn í Jökiilsáraiirum, sem á
að bera í skriðjökulstána. Steinninn er keilumyndaður og h. u.
b. 4 m. á hæð og 2,5 km. frá sjó. Stefna leiðarinnar er NNA. í
lendingunni er sandur. Leiðin sjálf er hrein, en skerjaklasi er að
Vestanverðu, sem nær 2—3 km. út frá landi, en að austanverðu
cru sandgrynningar. Nauðsynlegt er að vera fyrir utan skerin,
þegar leiðin er tekin, og bezt er að lenda með hálfföllnum sjó.
Lendingin er að vestanverðu við Jökulsá. Þó getur það komið
fyrir að áin falli vestur í lendinguna, eða vestur fyrir hana, og
er þá lendingin ónothæf. A þessu svæði er ekki talið annars-
staðar líklegra að Icita lands.
111. Yestmannaeyjar.
112. Austur-Landeyjahreppur.
113. Vestur-Landeyjahreppur.
114. Stokkseyrarhreppur.
115. EYRARBAKKAHREPPUR
a. EYRARBAKKI
Kifsós. Leiðarinerkin eru: 1. Grjótvarða, sem stendur 30 m.
[rá sjó, austantil í þorpinu, framundan Mundakoti 2 m. á
áæð; upp úr henni er tré 3 m. með þríhyrndum hlera á topp-
'öuni. 2. Tré, sem stendur i kálgarði, 30 m. fyrir sunnan íbúðar-
búsið Mundakol; milli merkja eru 120 m. Þessi merki bera ekki
!iaman fyrr en komið er inn á mitt sund. Sé hrim, er legið til laga
ibannig: Þríhyrningttr um Gamla-Hraun, og austurbrún Ingólfs-
*