Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1931, Síða 115
113
116. ÖLFUSHREPPUR
a. ÞORLÁKSHÖFN
Lendingarstaðir eru suðurvör og norðurvör. Suðurvör er
sunnanvert við bæinn, en norðurvör er að norðanverðu við bæ-
inn Þorlákshöfn. Við suðurvörina eru engin leiðarmerki. Leið-
armerki við norðurvörina eru tvö tré, neðra tréð stendur uppi
á kampinum 30 m. frá sjó, en hitt tréð er 20 m. ofar. Tré þessi
eiga að bera saman þegar róið er í vörina. í lendingunni er möl
og klappir. Utanvert við suðurvörina er slétt klöpp, sem ekki
flýtur yfir um stórstraumsfjöru, en utanvert við norðurvörina
eru 2 sker, sem farið er á inilli inn i lendinguna. Báðar lending-
arnar eru slæmar um fjöru, ef brim er mikið. Suðurvör er betri
um smástraumsfjöru og hálfföllnum sjó, en ófær um flóð í miklu
brimi. Norðurvör, sem er talin öruggari lending, er betri með
háum sjó. Þorlákshöfn hefir oft verið notuð sem neyðarlending.
117. SELVOGSHREPPUR
a. SELVOGUR (Nesvör).
Lendingin er í suður frá bænum Nes. Leiðarmerki eru tvö
tré. Efst á þeim er toppmynduð fjöl. Annað tréð, sem er 6 m.
á hæð, stendur niður á sjávarliampi, skammt fyrir austan bæinn
Nes. En hitt tréð, sem er 8 m. á hæð, stendur austast i tóft-
unum í Austurnesi; millibil er 1(50 m. Ekki má fara nær brim-
garðinum en það, að jiessi tré beri saman, og skal halda þá
stefnu með honum nákvæmlega, en aldrei nær en það, að
Strandarkirkju beri framan við klappir þær, sem eru i suður frá
Bjarnastöðum, þar til komið er inn á Nesós. Þá eiga tvö tré að
bera saman. Neðra tréð, sem er 8 m. á hæð, stendur austast á
hlaðinu í Nesi. Efra tréð, sem er (5 m. á hæð, stendur austan við
íbúðarhúsið i Nesi; millibil er (58 m., og á að halda þá stefnU
inn á lón. í lendingunni er möl og grjót. Um fjöru er lendingin
allgóð, en slæm um flóð.
b. SELVOGUR (Bjarnastaðir).
Lendingin er fyrir neðan sjóbúð og fiskbyrgi sem standa
uppi á sjávarkampi í suðaustur frá Bjarnastöðum. Djúpleiðar-
nierki eru þau sömu og i Nesi, þar til komið er inn fyrir Nesós,
þá eiga tvö tré, sem standa á klöppunum sem eru í suður frá
Bjarnastöðum, að bera saman, þau eru 3 m. á hæð, millibil 10 m.
Þá stefnu á að halda inn á bátalegu og upp í vör. í lendingunni
er grjót og sandur. Lending jiessi er talin góð.
8