Fréttablaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 22
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitt- hvert áfall verður, en alltaf lærir rafmynta- heimurinn og heldur áfram. Gunnlaugur Jónsson, framkvæmda- stjóri Fjártækni- klasans Samuel Bankman-Fried var um tíma andlit rafmynta og meðal ríkustu manna heims áður en fór að fjara undan viðskiptaveldinu og það hrundi hratt. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Á nokkrum dögum fór raf- myntakauphöllin FTX úr því að vera verðmetin á tugi millj- arða dala í gjaldþrot. Hug- myndin á bak við rafmyntir á að vera aukið gagnsæi fyrir notendur, en eigandi FTX, sem er um leið eitt af andlitum rafmynta, virðist hafa sótt í sjóði fyrirtækisins fyrir eigin hagsmuni. „Einfaldasta leiðin til að útskýra hvað fór úrskeiðis er að stofnandinn virðist hafa tekið innistæður fólks sem hann á ekkert eignarhald yfir og notað í eitthvað annað, sem hann á ekki að gera. Hann virðist hafa lánað peningana til fjárfestingafélags sem er stýrt af kærustu hans, sem tapar peningunum í fjárfestingum. Þetta virðist vera svona kjarni þess hvað fór úrskeiðis og klassískt dæmi um hrun fjármálafyrirtækis og ekki eitthvað sem einskorðast við raf- myntir,“ segir Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Fjártækniklas- ans, þegar hann var beðinn um að útskýra fall rafmyntakauphallar- innar FTX á stuttan máta. Á dögunum óskaði Samuel Bank- man-Fried, stofnandi FTX, eftir greiðslustöðvun, eftir að viðræður við Binance, aðra rafmyntakaup- höll, um yfirtöku á FTX, sigldu í strand. Með því varð ljóst að FTX væri verðlaust, en nokkrum dögum áður var fyrirtækið verðmetið á tugi milljarða dala. „Ég hef aldrei séð jafn misheppn- aða tilraun í stjórnarháttum innan fyrirtækis og það virðist enginn hafa haft yfirsýn yfir fjármál þess,“ kom fram í yfirlýsingu frá John J. Ray, skiptastjóra þrotabús FTX, sem sagði ástand fyrirtækisins mun verra en þegar hann tók þrotabú orkurisans Enron í gjaldþrotaskipti fyrir tuttugu árum síðan. Á að auka gagnsæi Nokkrum dögum eftir að fyrirtækið óskaði eftir greiðslustöðvun heyrð- ust sögur af því að Bankman-Fried, sem er aðeins þrítugur og var meðal ríkustu manna heims um tíma fyrr á þessu ári, hefði tekist að koma undan Heimur rafmynta er oft grjótharður peningum frá notendum FTX áður en hann lýsti fyrirtækið gjaldþrota. Samkvæmt heimildum Reuters nýtti FTX fjármunina til að greiða fyrir 19 íbúðir á Bahamaeyjum og borgaði 121 milljón dala fyrir það, eða um 17,3 milljarða íslenskra króna. „Hugmyndin um bálkakeðju- tækni (e. Blockchain) á að bjóða upp á aukið gagnsæi um hvar peningur notenda liggur, þannig að möguleik- inn á stuldi á ekki að vera til staðar. Innistæður sumra kauphallanna eru hins vegar ekki þannig. Þær liggja á peningum notendanna og geta dreg- ið fé til sín og notað það í hluti sem þau eiga ekki að vera að nota þá í,“ segir Gunnlaugur og segir ákveðna kaldhæðni í því. „Það er ákveðin kaldhæðni í því að fyrirtæki sem er í bálkakeðju- tækni skuli hafa farið svona, því ef tæknin er notuð á réttan hátt er hægt að skapa gagnsæi sem gerir þetta ómögulegt.“ Rafmyntamarkaðurinn harður Til að setja hlutina í samhengi var fyrirtækið stofnað árið 2019 og í ársbyrjun 2021 gerði FTX 135 millj- ón dala samning um nafnaréttinn á heimavelli Miami Heat í NBA-deild- inni í körfubolta í Bandaríkjunum. Þá var fyrirtækið með um 150 sek- úndna auglýsingu í SuperBowl fyrr á þessu ári, en auglýsingaplássið eitt og sér kostaði 35 milljónir dala, um fimm milljarða íslenskra króna. Það má því segja að fyrirtækið hafi skot- ist fram á sjónarsviðið með látum, en um leið sé fallið afar hart. „Sviptingar hafa verið miklar á rafmyntamörkuðum, enda eru þeir harðir, menn komast síður upp með vitleysu. Ég man eftir því þegar Mt. Gox var hökkuð og menn drógu sinn lærdóm af því. Það hafa átt sér stað miklar framfarir í öryggismál- um á árunum sjö sem hafa liðið, og ég held að lærdómurinn sem menn taki úr þessu sé að auka gagnsæi. Að eigandi fjármunanna sjái betur hvar þeir liggi, því bálkakeðjan býður upp á það,“ segir Gunnlaugur og nefnir annað sambærilegt dæmi úr hefðbundnu bankakerfi. „Wirecard hneykslið árið 2020 er annað en svipað dæmi. Fjár- tæknifyrirtæki í gamla heiminum sem falsaði reikninga og þóttist eiga pening sem þeir áttu ekki. Þeir voru með endurskoðanda frá einu af stærstu endurskoðunarfyrirtækj- um heims, sem var grunlaus þangað til fjölmiðlar fóru að fjalla um málið og hann fór í að framkvæma sjálf- stæða athugun hjá banka í Filipps- eyjum. Fram að því fékk hann bankayfirlit sent frá Wirecard, sem fullyrti að það væru innistæður upp á tvo milljarða evra í Filippseyjum, en bankinn kannaðist ekkert við þetta fyrirtæki. Wirecard var orðið stórt fyrirtæki í Þýskalandi og orð- rómur kominn um að þau myndu taka yfir stærstu bankana, en þá var þetta einfaldlega svindl. Þetta hefði verið auðveldara að sannreyna ef peningarnir hefðu verið á bálka- keðjum, þannig að bálkakeðju- tæknin hefur burði til að minnka líkur á svindli.“ Rafmyntaheimurinn lærir Gunnlaugur segir fall FTX dæmi um hinn harða heim rafmynta, þar sem sannleikurinn hefur tilhneigingu til að koma fram og neyða menn til umbóta. „Það er margt búið að breytast. Áður fyrr var rafmynt iðulega tengd við peningaþvott, en nýleg könnun sýnir að það sé aðeins brotabrot af notkun rafmyntarinnar í dag. Menn læra og gera hlutina betur, þó að þetta sé grjótharður og mis- kunnarlaus heimur. Einföld mistök geta farið illa með menn og það er hörð svipa á fólk að bæta sig og gera betur,“ segir Gunnlaugur, sem segir að það sé von á lagaramma utan um slíka starfsemi. „Yfirvöld í Evrópu hafa verið að vinna að lagaramma utan um þennan rafmyntaheim af hálfu Evr- ópusambandsins, sem Ísland mun eflaust taka upp. Það heitir MICA (e. Markets in Crypto-Assets (MiCA) Regulation) og nær til rafmynta og býr til regluverk sem eiga að tryggja öryggi á bak við innistæðurnar. Einhverjir segja að það sé óþarfi því að fólk geti lært af reynslunni og neytendur og fjármagnseigendur eigi að geta sýnt fulla ábyrgð sjálfir með því að sannreyna hlutina.“ Aðspurður hvort að þetta dragi úr trúverðugleika rafmynta segist Gunnlaugur ekki vera viss. „Þetta getur dregið úr trúverðug- leika rafmynta hjá þeim sem vita ekki hvernig þær virka. Þær eru tækni sem er miklu stærri og merkilegri en einstakir leikendur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitt- hvert áfall verður, en alltaf lærir raf- myntaheimurinn og heldur áfram. Þessi maður, Bankman-Fried, hefur kannski verið andlit rafmynta í einhvers huga og fólk vill gjarnan tengja andlit við ákveðinn málstað. Á sama tíma er ljóst að svindlið hans heppnaðist með því að sleppa því að beita bálkakeðju. Grunnur þess að koma í veg fyrir að þetta komi upp aftur er að nota bálkakeðjur til að skapa gagnsæi og traust.“ n Kristinn Páll Teitsson kristinnpall @frettabladid.is Það er ákveðin kald- hæðni í því að fyrir- tæki sem er í bálka- keðjutækni skuli hafa farið svona, því ef tæknin er notuð á réttan hátt er hægt að skapa gagnsæi sem gerir þetta ómögulegt. Gunnlaugur Jónsson, framkvæmda- stjóri Fjártækni- klasans Grein þesssi var birt í staf- rænni útgáfu Fréttablaðsins í gær en ekki í prentútgáfunni. Úr því er bætt hér. 22 Fréttir 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.