Fréttablaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 78
Heiðar Ingi Svansson er formaður stjórnar Félags íslenskra bókaútgefenda.
mynd/dAnÍEL mÁnI
Þann 1. desember verða tilkynntar
þær fimm bækur sem dómnefnd
tilnefnir til Blóðdropans, hinna
íslensku glæpasagnaverðlauna,
sem fyrst voru afhent haustið 2007.
Hið íslenska glæpafélag hefur séð
um framkvæmd Blóðdropans frá
upphafi en með samkomulagi við
Félag íslenskra bókaútgefenda
(Fibut) sem gert var fyrr á árinu
verður Blóðdropinn samstarfs-
verkefni á milli félaganna þar
sem Fibut tekur yfir framkvæmd
þeirra, segir Heiðar Ingi Svansson,
formaður stjórnar Félags íslenskra
bókaútgefenda. „Í staðinn fyrir að
bæta við nýjum flokki glæpasagna
við Íslensku bókmenntaverð-
launin, sem oft hefur komið til tals
að gera síðustu ár, var ákveðið fara
í þetta samstarf.“
Hafa mikla þýðingu
Í haust auglýsti félagið eftir tveim-
ur einstaklingum til að sitja í dóm-
nefnd verðlaunanna, með sama
hætti og gert er í tengslum við
Íslensku bókmenntaverðlaunin.
Þriðja sætið er svo skipað fulltrúa
frá Glæpafélaginu. „Í framhaldinu
kölluðum við eftir tilnefningum
frá útgefendum og hefur dóm-
nefndin verið að störfum við að
velja fimm bækur sem tilnefndar
verða til verðlaunanna.“
Hann segir Blóðdropann hafa
mikla þýðingu þar sem öll umgjörð
og framkvæmd verðlaunanna sé
nú með sama hætti og við Íslensku
bókmenntaverðlaunin sem hafa
skipað veglegan sess í bókmennta-
lífi landsmanna. „Það þýðir meðal
annars að handhafi Blóðdropans
fær nú 1 milljón króna í verð-
launafé frá okkur.“
Í lok janúar verða úrslitin svo
tilkynnt af forseta Íslands með
athöfn á Bessastöðum samhliða
Íslensku bókmenntaverðlaun-
unum. „Vinningshafinn verður svo
einnig framlag Íslands til Gler-
lykilsins, eða glæpasögu ársins á
Norðurlöndunum.“ n
Enn öflugri Blóðdropi
Þýðandinn og rithöfundur-
inn Þórdís Gísladóttir þýddi
fyrstu bókina fyrir 25 árum
þegar hún var í námi. Í dag á
hún um fimmtán ára far-
sælan þýðingarferil að baki
og er hvergi nærri hætt.
jme@frettabladid.is
„Ég þýði mismikið eftir því sem
ég má vera að á milli þess sem ég
skrifa mín eigin frumsömdu verk,“
segir Þórdís sem hefur þýtt allar
mögulegar bókmenntategundir,
ýmiss konar skáldskap fyrir börn
og fullorðna ásamt fræðiritum,
aðallega úr sænsku og dönsku. „Ég
held ég hafi þýtt 23 heilar bækur
og tvö leikrit. Síðasta bók sem ég
þýddi er Gift eftir Tove Ditlevsen,
sem er nýkomin út. Á árinu þýddi
ég líka leikgerð af bíómyndinni
Druk eftir Tomas Vinterberg sem
heitir á íslensku Mátulegir, verkið
verður frumsýnt milli jóla og nýárs
í Borgarleikhúsinu.“
Starf sem tekur sinn tíma
„Þýðandinn verður að hafa gott
vald á bæði málinu sem þýtt er úr
og þýtt á og það er mikill plús að
þekkja að einhverju leyti þann
menningarheim sem verkið er
sprottið úr. Svo þarf þýðandi að
búa yfir næmni og tilfinningu
fyrir málstíl, málsniði og blæ-
brigðum. Mér finnst mikils virði
að ná einhvers konar tengslum
við persónur verksins sem ég er að
snúa. Mér finnst líka mikilvægt að
f lýta mér ekki þegar ég þýði, þetta
er starf sem verður að fá að taka
sinn tíma.“
Að mati Þórdísar er mikilvægt
að vanda vel til verka í þýðingum.
„Svo ég tali bara út frá stöðunni
hérlendis þá eru þýðingar mikil-
vægur hluti íslensks bókmennta-
arfs, þær eru hluti af íslenskum
bókmenntum. Með því að þýða
erlenda bók á íslensku, þá er
verið að gera hana íslenska. Illa
unnin og f laustursleg þýðing er
aldrei boðleg, hún er vanvirðing
við höfund bókarinnar og líka
við lesandann. En svo get ég
alveg laumað því að að þýðendur
betrumbæta oft verkin sem þeir
þýða. Þýðingar geta alveg verið
töluvert betri bókmenntir en
frumtexti verksins.“
Metnaðarfullar þýðingar
„Ég held að þýðingar hafi almennt
batnað með tímanum, allt var alls
ekki betra í gamla daga. Þýðendur
nútímans eru margir mun hæfari,
fólk hefur áttað sig á að þýðingar er
starf sem þarf að læra. Ég hef alltaf
lesið mikið af þýddum bókum.
Þegar ég var barn og unglingur
kom mikið út á Norðurlanda-
málum og ég sökkti mér í þær bók-
menntir. Því miður er of lítið þýtt
úr Norðurlandamálum núna, það
mætti vera miklu meira. Það mætti
til dæmis stofna sjóð sem myndi
sjá til þess að allar tilnefndar
bækur til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs yrðu þýddar á
hin Norðurlandamálin.“
Eru þýðingar jafnvinsælar og
áður?
„Nú ættu útgefendur eiginlega
að svara, en já, ég held að það sé
ekkert lát á vinsældum þýðinga.
Þýðingar miðla okkur lífi og til-
veru annarra og öðrum menning-
arheimum og eru gríðarlega mikil-
vægar fyrir tungumálið okkar.
Fólk er ekkert endilega jafnsleipt
í erlendum málum og það heldur.
Það er forgangsatriði að börn nái
færni í lestri og íslensk börn þurfa
fjölbreyttar bækur á íslensku. Svo
er fullt af eldra fólki sem les ekki
erlend tungumál. Útlán þýddra
bóka á bókasöfnum segja sína
sögu og eru feikilega mikil.“
Bestu þýðingarnar sem hafa
komið út nýlega að þínu mati?
„Kjörbúðarkonan eftir Sayaka
Murata í þýðingu Elísu Bjargar
Þorsteinsdóttur finnst mér frábær
og sömuleiðis Ru eftir Kim Thúy
sem Arndís Lóa Magnúsdóttir
þýddi. Þetta eru tvö áhugaverð
verk sem lýsa heimum sem eru
verulega framandi mínum eigin
hvunndegi, en ég tengdi samt
mikið við.“ n
Órjúfanlegur hluti af íslenskum bókmenntaarfi
Þórdís segir að þýðingar séu veigamikill hluti af bókmenntaarfinum sem
ekki megi vanmeta. FréttAbLAðIð/ErnIr
Kjörbúðarkonan og Ru eru dæmi
um afar vel þýddar bækur að mati
Þórdísar. FréttAbLAðIð/ErnIr
8 kynningarblað 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURBÓk amEssa