Fréttablaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 52
Einn af dagskrárliðum Bókamessunnar í Hörpu um helgina verða pallborðs­ umræður helgaðar smá­ sögum en mikill uppgangur og vinsældir hafa verið á smásagnarforminu hér á landi á undanförnum árum. gummih@frettabladid.is Rithöfundurinn Björn Halldórsson mun stýra pallborðsumræðunum, sem hefjast klukkan 13 á morgun og verða í Kaldalónssalnum í Hörpu. Umræðurnar eru helgaðar nýútgefnum smásögum. Þau sem koma og spjalla við Björn eru: María Elísabet Bragadóttir (Sápu­ fuglinn), Örvar Smárason (Svefn­ gríman), Guðjón Baldursson (Og svo kom vorið), og Kristín Guðrún Jónsdóttir, þýðandi Guadalupe Nettel (Hjónaband rauðu fiskanna) og ritstjóri sýnisbókarinnar Með flugur í höfðinu. „Það er gaman að fá þennan sam­ komustað aftur,“ segir Björn en tvö undanfarin ár hefur þurft að aflýsa Bókamessunni vegna heimsfarald­ ursins. „Þegar þú ert að skrifa og ert að vinna í skáldskap þá ertu svo mikið einn úti í horni. Þú ert inni í einhverri kompu að bisast yfir einhverjum texta allan liðlangan daginn. Einhver samkomuvett­ vangur, eins og bókmenntahátíð, Bókamessan eða jólabókaflóða­ útgáfan, er mjög mikilvægur til þess að minna sig á annað fólk og líka til Rosalegur vöxtur í smásögunum  Rithöfundurinn Björn Halldórsson mun stýra pallborðsumræðunum á Bóka- messunni í Hörpu á morgun. fréttablaðið/ernir að tengjast og sjá hvað aðrir eru að gera. Svo er þetta líka vettvangur fyrir lesendur og það er eitthvað sem þarf að passa. Það er til hell­ ingur af fólki þarna úti sem les rosalega mikið og þarna myndast snertipunktur við það. Fólk getur mætt og séð allt það sem er í gangi. Þetta er skemmtilegur dagur fyrir fjölskylduna þar sem höfundarnir eru á staðnum,“ segir Björn. Björn segir að það sé mjög skemmtilegt að fá að takast á við að stýra pallborðsumræðunum en hann er ekki óvanur því að taka þetta hlutverk að sér. „Það er búinn að vera rosalegur vöxtur í smá­ sögunum undanfarin ár. Ég gaf út mína fyrstu bók árið 2017, sem var smásögusafn. Ég ýtti þá á félaga minn sem var að vinna í bókabúð hvort þau gætu ekki verið með met­ sölulista fyrir smásögusafn eins og ljóðabækurnar því ég sá algjörlega fram á að vera bara einn á honum sem hefði verið mjög hentugt,“ segir Björn og hlær. Spurður hvað hann telji vera helstu ástæðuna fyrir uppgangi smásagnanna segir Björn: „Það sem ég held að sé númer eitt, tvö og þrjú sem hafi breyst er tilkoma ritlistardeildarinnar í Háskólanum sem er vettvangur þeirra. Smásögur eru algjörlega listform út af fyrir sig. Maður á alls ekki að hugsa um þær sem einhverjar æfingar fyrir skáldsöguna eins og sumir gera. Smásögurnar eru mjög góður vett­ vangur fyrir nýja höfunda að þróa og æfa röddina sína og að komast áfram. Smásögur eru styttri hreint og beint og það er auðveldara að henda smásögu sem virkar ekki heldur en að henda einni skáld­ sögu. Þar af leiðandi getur þú tekið meiri áhættu, gert fleiri tilraunir og prófað hluti sem eru kannski ekki þægilegir. Þess vegna eru þær svo mikilvægar í þróun höfundarins. Við höfum séð risastóra nýja höfundastétt rísa upp undanfarin ár samhliða ritlistanáminu,“ segir Björn. Við búum til opið samtal milli höfunda og lesenda Spurður nánar út í pallborðsum­ ræðurnar segir Björn: „Þetta verða fjórir höfundar sem verða með mér. María Elísabet og Örvar eru bæði ungir og nýir höfundar og fyrsta verk þeirra beggja voru smá­ sögur. Örvar kemur úr ritlistinni og getur rætt eitthvað um það og María er sjálfmenntuð. Guðjón er á öðrum vettvangi. Hann er búinn að klára heilan feril sem læknir og er farinn að skrifa smásögur á efri árum. Svo er það hún Kristín. Hún er þýðandi og hefur einbeitt sér rosalega mikið að smásögum, sérstaklega frá latnesku Ameríku og frá spænsku­ mælandi löndum. Ég er mjög for­ vitinn að heyra frá henni hvernig smásöguformið er í þessum menn­ ingarheimi. Það verður gaman að heyra hvað þau hafa að segja. Ég ætla ekkert að yfirheyra þau í þaula um bækurnar þeirra. Þau munu ræða málin við lesendur og við munum búa til opið samtal milli höfunda og les­ enda. Ég hef oft tekist á við svona pallborðsumræður og maður er bara til staðar til að henda út einhverju haldreipi og fylgjast með klukkunni. Ég vil helst láta fara minnst fyrir mér sjálfum og leyfa höfundum að tala og fara á flug,“ segir Björn, sem reiknar með að umræðurnar standi yfir í um klukkustund. n Smásögur eru mjög góður vettvangur fyrir nýja höfunda að þróa og æfa röddina sína og að komast áfram. Björn Halldórsson 6 kynningarblað 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURBók amessa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.