Fréttablaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 94
Íslendingar erlendis láta ekki
íslenska smjörið vanta í elda-
mennsku jólanna. Þá er mikið
pantað af laufabrauði, Ora-
baunum og konfekti. Nammi.
is er einn stærsti útflytjandi
á íslenskum vörum og segir
Sófus Gústavsson að önnur
kynslóð fastakúnna sé farin
að panta – jafnvel þau sem hafi
aldrei komið til Íslands.
Við erum með mikið
af föstum kúnnum.
Nammi.is var stofnað
fyrir einhverjum 24
árum og það sem við
erum að sjá núna fyrir þessi jól er að
önnur kynslóð er byrjuð að versla
við okkur. Sú kynslóð hefur alist upp
við íslenskt sælgæti en sum þeirra
hafa aldrei komið til Íslands,“ segir
Sófus Gústavsson, eigandi nammi. is,
en jólavertíðin þar á bæ er löngu
hafin. Íslendingar erlendis þurfa að
vera búnir að panta sitt fyrir löngu til
að halda gleðileg jól. Og engin jól eru
gleðileg nema jólasteikin fái að liggja
aðeins í íslensku smjöri. „Það er
númer eitt, tvö og þrjú. Það sem
er þó merkilegt er að græna
smjörið, sem er ósaltað,
selst meira,“ segir hann.
Hann segir að topp-
listinn yfir það sem
Íslendingar erlendis
séu að kaupa sé frekar
einfaldur og hljómi
eins og innkaupalistinn
hjá venjulegri fjölskyldu
sem fari í Nettó fyrir jólin.
„Topplistinn er auðveldur. Ef við
Ómissandi að elda upp úr íslensku smjöri
Sófus Gústavsson og fjölskyldufyrirtæki hans, nammi.is, hefur verið til í 24 ár og sendir ógrynni af íslenskum mat, nammi og bjór til Íslendinga erlendis. Fréttablaðið/ernir
Jólabjóralagerinn
var tvöfaldaður
í ár hjá Sófus og
félögum enda
seldist allt upp í
fyrra á nokkrum
klukkutímum í
fyrra. Það er lítið
eftir.
Konfektið er mikið sent um allan heim enda
fátt betra en að stelast í einn jólamola.
Það jafnast ekkert
á við að elda upp úr
íslenska smjörinu –
jafnvel þótt það sé
erlendis.
tökum kjötið burt af listanum, sem
var nýlega bannað, þá er topplistinn
hjá okkur laufabrauð og malt og
appelsín, grænar baunir og íslenska
smjörið.
Svo er það konfektið frá Nóa Sír-
íus og síldin er að koma sterk inn,“
segir Sófus.
Það sem stingur í stúf þegar topp-
listinn er skoðaður aðeins neðar er
harðfiskur sem fáir tengja við sem
nauðsynlegan hlut um jólin. „Per-
sónulega er ég ekki með harðfisk
heima hjá mér um jólin en Íslend-
ingar erlendis virðast elska harð-
fiskinn.“
Þótt konfektið sé vinsælt núna er
Hraun og lakkrísinn frá Góu vinsælt
allt árið. „Góa er alltaf með sígildar
vörur og þeirra vörur eru vinsælar
allt árið. Fólk er að kaupa sitt lítið af
hverju úr nammideildinni en helst
núna er konfektið.“
Sófus bendir á að tugþúsundir
Íslendinga búi erlendis, þar af um
10–15 þúsund í Bandaríkjunum.
Hann sendir mest til Bandaríkjanna
en einnig til Kanada og Evrópu. „Það
er erfitt að senda til Suður-Ameríku
til dæmis. Mexíkó er alveg lokað og
eitt og eitt land leyfir ekki neitt, eins
og Nýja-Sjáland.“
Búðingur ómissandi
Fréttablaðið hafði samband við
nokkra Íslendinga sem búa erlendis.
Þeir áttu það sameiginlegt að kaupa
Þrist, Draum, Appolólakkrís og
Hraun yfir árið. Þó voru nokkrir
með sínar sérþarfir, eins og pítu-
sósu, kókómjólk og sumir jafnvel
pöntuðu mexíkó-ost.
Nammið frá
Helga í Góu selst
vel allt árið.
Hangikjötið með uppstúf og grænum baunum og rauðkáli. Það eru jólin í
þessari setningu.
Fyrir jólin breytast pantanirnar
og verða líkari því sem þekkist hér á
Fróni. Þá er pantað hangikjöt, laufa-
brauð, malt og appelsín, grænar
Ora-baunir og Royal-búðingur. Þá
er einnig vinsælt íslenska súkkulaðið
því allir viðmælendur áttu það sam-
eiginlegt að panta suðusúkkulaði
og rjómasúkkulaði en aðrir bættu
jafnvel súkkulaðispæni við. Þá er
fátt betra en að leyfa sér súkkulaði-
rúsínur til hátíðarbrigða. n
Drykk-
ur jólanna
ferðast um
allan heim.
Laufabrauð.
Auðvitað er það
pantað. Engin
jól án þeirra.
Benedikt Bóas
Hinriksson
benediktboas
@frettabladid.is
50 Helgin 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið