Fréttablaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 98
Með því að viðurkenna eigin bresti segir Jón að fólk geti forðast óþarfa vanlíðan. Fréttablaðið/anton brink
tilneyddur af eiginkonu sinni
og syni sínum inn í áskrift í líkams-
ræktarstöð.
„Þau vildu vera með kort þarna
og ég fór með, en á meðan þau voru
í tímum þá var ég bara að slaka á í
spa-inu þar sem var gufubað,“ segir
hann og bendir á að íbúar Texas
kunni ekki á gufuböð. „Þetta var
orðið hluti af einhverju hot jóga
dæmi og fólk mætti bara kappklætt
í gufuna, nýkomið úr tíma, þamb-
andi marga lítra af vatni á meðan
ég sat þarna í sundskýlunni. Sumir
mættu meira að segja í skóm!“
Kappklæddir Kanarnir létu sér
ekki nægja að vanhelga gufubaðið
heldur mætti einn þeirra í striga-
skóm í heita pottinn áður en Jón
kallaði baðvörðinn til.
„Það var svo einu sinni þegar ég sat
inni í gufunni þegar inn kemur mjög
gamall maður í gráum rykfrakka
með hatt, jakkafötum og spariskóm,“
segir Jón og hlær. „Hann vindur sér á
tal við yngri mann sem situr þarna, í
íþróttagallanum, og þeir fara að tala
um herþjónustuna sína.“
Þá kom í ljós að sá eldri hafði bar-
ist í seinni heimsstyrjöldinni og tók
meðal annars þátt í orrustunni um
Dunkirk átján ára gamall.
„Þetta var bara eins og sena úr
einhverri Coen-bræðra mynd!“
Trúnósegull
Hvatvísi Jóns á það þó til að leiða
hann í aðstæður sem jafnvel honum
finnst of skrítnar.
„Það er margt sem hefur komið
algjörlega aftan að mér og bara
gerst fyrir mig. Ég er líka kannski
þannig manneskja að fólki finnst í
lagi að ræða skrítna hluti við mig,“
segir hann. „Ég get alveg fallist á það
þannig, að fólk stundum fer á eitt-
hvert trúnó við mig sem það myndi
kannski ekki gera við marga aðra.“
Sem listamaður reynir Jón að vera
Sumir hugsa: „Hann
getur nú ekki verið
alveg svona ruglaður,“
en ég er það.
vakandi fyrir fólki sem er ekki bara
skringilegt heldur beinlínis leiðin-
legt.
„Ég elska leiðinlegt fólk. Ef ég sé
leiðinlegt fólk þá verð ég að stöðva
við,“ segir hann. „Mér finnst íslenski
kverúlantinn og leiðindapúkinn
vera svo frábær persóna. Karlar og
konur með einhver sérkennileg við-
horf – það bara gleður mig meira en
nokkuð annað.“
Leiðinlegt fólk er áunnið bragð og
deilir eiginkona Jóns ekki þessari
sérkennilegu ástríðu hans.
„Henni leiðist leiðinlegt fólk
og það fer sjálfkrafa í taugarnar á
henni á meðan það heillar mig,“
segir hann. „Það er mikið af mjög
leiðinlegu fólki í fjölskyldu minni
og einhvern veginn tókst mér að
lifa hana af með þessu viðhorfi.
Þetta er nefnilega ekki leiðinlegt. Á
einhvern hátt er þetta skemmtilegt
og einhvern veginn er hægt að búa
til eitthvað frábært úr þessum enda-
lausu leiðindum.“ n
Meðal helstu verkefna er dagleg stjórnun og ábyrgð á rekstri deildarinnar,
mótun verkefna stafrænnar þróunar hjá samstæðunni ásamt innleiðingu
snjallra lausna í samstarfi við framkvæmdastjóra sviðsins og annað
starfsfólk Isavia.
Nánari upplýsingar um starfið og umsóknarform má finna á isavia.is
undir Störf í boði. Umsóknarfrestur er til og með 4. desember.
Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.
Við leitum að metnaðarfullum, hugmyndaríkum og jákvæðum
forstöðumanni stafrænnar þróunar hjá Isavia.
Vilt þú leiða
stafræna þróun á
alþjóðaflugvelli?
Saman náum við árangri
Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og
erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess
að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð
á eigin frammistöðu.
54 Helgin 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið