Fréttablaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 118
Hugmyndir fólks um fegurð
kvenna hafa sveiflast í
gegnum söguna. Líkamsgerðir
hafa komið í tísku og dottið
úr tísku og virðast slík hjól
snúast æ hraðar á 21. öldinni.
ninarichter@frettabladid.is
Ef marka má stóra miðla vestan-
hafs er svokallað áhrifavalda-útlit
að detta úr tísku og heróín-þveng-
mjóa útlit tíunda áratugarins að
snúa aftur, sem vakið hefur hörð
viðbrögð.
Því hefur löngum verið f leygt að
líkami kvenna sé miklu meira en
bara líkami. Hugmyndir um ákjós-
anlega líkamsgerð konu endur-
spegli samfélagið, gildin og jafnvel
efnahaginn.
Tímaritið Science of People birti
stutt ágrip þar sem rætt var um
mismunandi tískubylgjur í því til-
liti í gegnum söguna. Þar er stiklað
á stóru og er erfitt að fullyrða um
nákvæmnina, en ýmsar heimildir
og listaverk benda þó til þess að
tilhneigingin hafi verið í eina átt
frekar en aðra. n
Tággranna tískan
veldur áhyggjum
á nýjan leik
Egyptaland til forna
1292-1069 f. Kr.
Í Egyptalandi til forna þóttu fegurstu kon-
urnar vera grannar með nettar axlir, hátt mitti
og samhverfa andlitsdrætti. Kynfrelsi var nær
því sem tíðkast í vestrænum ríkjum nútímans,
skilnaður þótti ekki tiltökumál og kynlíf fyrir
hjónaband ekki heldur.
Grikkland til forna
400-300 f. Kr.
Í Grikklandi til forna þóttu þær konur fegurstar
sem voru vel í holdum, þéttar í vexti og ljósar
yfirlitum. Forn-Grikkir eiga að hafa verið upp-
teknir af formi karlmannslíkamans og hafa gert
meiri útlitskröfur til karla en kvenna. Útlitslega
þóttu konur vera hálfmisheppnaðar útgáfur, sé
vitnað í helstu hugsuði frá þeim tíma.
Han-ættarveldið
200 f. Kr.-220 e. Kr.
Han-ættarveldið í Kína stóð í tvær aldir fyrir og
fram yfir aldamótin. Fegurðarstaðlar kvenna
sneru að grönnu mitti, ljósri húð, stórum augum
og smáum fótum, síðu dökku hári, hvítum
tönnum og rauðum vörum. Fegurðarhugmynd-
in um smáa fætur er enn við lýði í Kína.
Ítalska endurreisnin
1400-1700
Eins og listaverk frá þessum tíma bera með
sér þóttu íturvaxnir líkamar fagrir, stór brjóst,
ávalur magi, stórar mjaðmir og ljós húð. Konum
var ætlað að endurspegla stöðu eiginmannsins
í samfélaginu, bæði í hegðun og útliti. Þéttur
líkami og ljóst yfirbragð þótti ákjósanlegt.
Viktoríutíminn á Englandi
1837-1901
Á þessum tíma þótti fallegt að vera íturvaxin
en mittið átti að vera ofurgrannt og var þeim
áhrifum náð með frægum nærklæðnaði, korse-
lettinu. Þetta náði fram ýktri stundaglass-lögun
sem þykir eftirsóknarverð enn þann dag í dag.
Argandi annar áratugur
1920-1930
Nettur og lágur barmur, fyrirferðarlítið mitti,
drengjalegur vöxtur og stutt hár var með því
flottasta í svokallaðri flapper-tísku annars ára-
tugar síðustu aldar. Konur hófu störf á vinnu-
markaði á stríðsárunum. Vaxandi iðnvæðingu
og verksmiðjustörfunum fylgdi styttra hár, af
öryggis- og hreinlætisástæðum.
Gullaldar-Hollywood
1930-1950
Á svokölluðum gullaldarárum kvikmyndaborg-
arinnar þótti fallegast að konur hefðu ávalar
línur, stundaglass-vöxt, stór brjóst og grannt
mitti, í anda kyntáknsins Marilyn Monroe.
Sjöundi áratugurinn
1960-1970
Á sjöunda áratugnum komst grannur vöxtur
aftur í tísku og best var ef konur voru slánalegar í
vexti. Langir leggir þóttu fallegir og unglingalegt
yfirbragð.
Tímabil ofurfyrirsætunnar
1980-1990
Á þessum tíma komu fram mörg frægustu súp-
ermódelin sem við þekkjum í dag, konur sem
prýddu forsíður sundfatatímarita. Þær voru
íþróttamannslega vaxnar, hávaxnar, stæltar en
með ávalar línur og stór brjóst og vöðvastælta
upphandleggi. Þessari tísku fylgdi ofuráhersla á
líkamsrækt og átröskunarbylgja.
Heróín-útlitið
1990-2010
Þessi lífseiga bylgja gekk út á að konur skyldu
vera eins grannar og mögulegt var. Gríðar-
lega lág líkamsþyngd, lítil brjóst og föl húð
þótti falleg. Kate Moss var frægasta fyrirsæta
þessarar tískubylgju sem sætti harðri gagnrýni,
enda héldu lífshættulegar átraskanir áfram að
aukast samhliða bylgjunni. Tískubransinn setti í
kjölfarið á reglur til að vernda heilsufar fyrirsæta
sem gengu tískupallana, eftir að fyrirsætur stigu
fram og lýstu alvarlegum veikindum vegna út-
litspressu í módelstörfum.
Áhrifavaldafegurð
2010-2020
Samfélagsmiðlar og ljósmyndafilterar ýttu
undir þessa tilteknu tísku og raunveruleika-
þáttastjörnur á borð við Kardashian-systur
voru áhrifamiklar. Á þessu tímabili fæddist
einnig umræða um inngildingu í tískubrans-
anum. Orðræða um fegurð í stærri stærðum
varð háværari en nokkru sinni. Þá fóru fegrun-
araðgerðir að verða ódýrari og aðgengilegri.
Tískubylgjan náði hámarki sínu í heimsfaraldri
en nú virðist vera að draga úr.
2022-?
Merki eru á lofti um að hið svokallaða „heroin
chic“ ofurgranna útlit sé að komast í tísku á
ný. Adriana Diaz hjá New York Post birti grein
þann 2. nóvember sem bar titilinn „Bye bye
booty: Heroin Chic is back“, sem gaf til kynna
að ofurgranna útlitið væri aftur í tísku. Þessu
til stuðnings birti hún myndir af Kardashian-
systrunum sem höfðu fjarlægt púða úr bakhluta
og brjóstum, þvengmjóum Miu Miu módelum
á tískupöllum nokkrum dögum áður og nýjar
myndir af tággrannri ofurfyrirsætunni Bellu
Hadid. Blaðamaður The Guardian, Alaina De-
mopoulos, skrifaði grein í vikunni þar sem hún
gagnrýndi harðlega tilhneigingu tískubransans
til að hvetja konur til að svelta sig. Þar er vitnað
í leikkonuna og aktívistann Jameelu Jamil, sem
sagði á Instagram í tengslum við grein New York
Post: „Líkamar okkar eru ekki tískufyrirbæri,
segið það með mér! Ég ætla að stofna til ekki-
svangrar-tísku, hamingjusamrar-tísku, fokkið-
ykkur-tísku. Hvað sem er nema þetta.“
Æskileg kvenleg fegurð og
líkamsvöxtur hefur breyst
í áranna rás. Fréttamiðlar
vestanhafs spá því að ofur-
granna útlitið sem kennt er
við „heroin-chic“ sem var
vinsælt á tíunda áratugnum
sé mögulega að koma aftur.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
74 Lífið 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 26. nóvember 2022 LAUGARDAGUR