Fréttablaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 96
Það er mikið af mjög leiðinlegu fólki í fjöl- skyldu minni og ein- hvern veginn tókst mér að lifa hana af með þessu viðhorfi. Sýningin Kvöldvaka með Jóni Gnarr snýr aftur nú í nóvem- ber þar sem sagðar eru sannar en lygilegar sögur frá ferli grínistans. Hvernig byggir maður upp svona stæðilegan lager af furðusögum? Í æsku minni var þetta orð, kvöldvaka, mjög tengt skátun- um,“ segir Jón Gnarr sem bauð gestum fyrst á kvöldvökur með sér 2018. „Mér fannst misjafnlega gaman í skátunum en kvöldvökur voru alltaf skemmtilegar. Þá voru sagðar sögur, flutt skemmtiatriði og annað stuð. Ég á góða og persónu- lega tengingu við þetta fallega orð.“ Jón hefur rosalega gaman af íslensku og hefur þá sér í lagi dellu fyrir þeim orðum málsins sem ekki eru til annars staðar. „Við eigum þjóðararf sem er mis- jafnlega ósýnilegur og hefur með gleðskap og list að gera. Í gamla daga voru til skemmtanir sem voru kallaðar gleðir og kirkjan bannaði. Það var bara kirkjuleg tilskipun að gleði væri hér með bönnuð,“ segir hann og hlær. „Íslendingar eiga ekki að gleðjast heldur eiga þeir að iðrast og huga að sínu synduga líferni og hvernig megi bæta fyrir það.“ Brunnur í eyðimörkinni Jóni finnst eins og Íslendingar eigi það til að líta á það sem einhvers konar þroskaskref þegar fólki tekst að yfirstíga gleðina. „„Nú er ekki fíf lagangur lengur, núna er ég það þroskaður og gáf- aður að nú þarf ég ekki lengur á gleði að halda. Hún er einskis nýt!“ Ég hef alltaf ögrað þessu viðhorfi því gleðin er svo verðmæt og gerir svo mikið.“ Fjöldi íslenskra fjölskyldna tengir kvöldvökur við Fóstbræður enda hitti fíf lagangurinn í þáttunum beint í mark hjá mörgum þegar þeir fóru fyrst í loftið 1997. Jón segir tilfinninguna hafa verið eins og að grafa brunn í eyðimörk. „Okkur fannst ekkert skemmti- legt að gerast og Fóstbræður var okkar framlag til þess að skapa einhvers konar gleðivettvang. Það mætti mikilli mótspyrnu, sérstak- lega hjá eldra fólki því yngra fólk var almennt mjög ánægt með þetta.“ Svar við grámyglunni Þegar Næturvaktin fór svo í gang 2007 hvarf laði ekki að Jóni að nokkur myndi hafa gaman af þessu. „Ég var alveg viðbúinn því að það yrðu kannski einhverjir nokkrir sem myndu kveikja á þessu en að þetta yrði aldrei neitt „mainstream“,“ segir hann. „Mér fannst sjálfum bara svo gaman að vera Georg Bjarnfreðar- son og búa til þennan mann.“ Rétt eins og með Fóstbræður lagðist Næturvaktin vel í landann þar sem áður óþekktri eftirspurn í grámyglu var svarað. „Það kom mér á óvart hvað þetta varð vinsælt því mér finnst þetta jafnvel leiðinlegt. Þetta er kómedía hversdagslegra leiðinda. Ég meina, þetta er bara um þrjá menn á bens- ínstöð um nótt.“ Hvatvísin er lykillinn Sérkennilegt sagnasafn Jóns telur hann hafa komið til með óhefð- bundnu viðhorfi sínu til lífsins. „Ég hef farið ótroðnar slóðir í líf- inu því ég er bæði fljótfær og hvatvís. Það hefur gert það að verkum að ég hef oft komið mér í sérkennilegar aðstæður,“ segir hann og bætir við hvað honum þyki gaman að velta fyrir sér örlögunum. „Af hverju hlut- irnir eru eins og þeir eru. Það hefur svo margt gerst fyrir mig sem mér finnst mystískt – bara stórfurðulegt.“ Þá hefur Jón líka búið sér til sínar eigin furðulegu aðstæður með eigin rugli og vísar þar til pólitíska ævin- týrisins þegar hann stofnaði Besta flokkinn. „Ég var ekki með neitt plan, mér fannst bara gaman að fikta með þetta,“ segir hann hlæjandi. „Ég Jón reynir að vera vakandi fyrir fólki sem er beinlínis leiðinlegt. Fréttablaðið/anton brink Arnar Tómas Valgeirsson arnartomas @frettabladid.is horfði um daginn á gamalt mynd- band á Youtube þar sem var tekið viðtal við mig eftir að ég stofnaði flokkinn þar sem ég sagði að okkur væri drullusama því börn væru ekki með kosningarétt. Ég var bara á fullu í útúrsnúningum en það hefur verið þannig í svo mörgu sem ég hef gert. Ég er með eitthvert dræv að vaða áfram í þetta og er ekki mikið að hugsa um afleiðingar eða við- tökur.“ Eftir að hann varð borgarstjóri tók það Jón nokkrar vikur að með- taka það almennilega. „Það kom mér samt meira á óvart að þetta vakti eftirtekt í útlöndum. Stórir fjölmiðlar tóku viðtöl við mig því mér datt ekki í hug að nokkur hefði áhuga á þessu.“ Uppgötvun í sminkstólnum Aðdragandinn að borgarstjóratíð Jóns var oft ansi skrautlegur. „Ég er ekkert rosalega vel áttaður á málefnum líðandi stundar, hver er hver og svona,“ segir hann og dæsir. „Ég er ekkert alltaf með það á hreinu.“ Þessi persónuþoka Jóns krist- allaðist í því þegar hann var á leið í viðtal til að kynna k v i k m y n d i n a Bjarnfreðarson á Stöð 2 og mætti þa r konu sem var að koma úr sminki. „Hún þekkti mig augljóslega en ég vissi ekki hver hún var. Hún heilsaði mér og spurði mig hvort ég væri þá búinn að stofna stjórnmála- flokk. Ég játaði því og hún sagði þá að við myndum sjást í bar- áttunni.“ Eftir að konan fór settist Jón í smink- stólinn og spurði hver þetta hefði nú verið. „ S t í n a s m i n k a spurði mig hvort ég væri að djóka og ég neitaði því. Þá sagði hún mér að þetta væri Hanna Birna K r i s t j á n s d ó t t i r , borgarstjóri Reykja- víkur. Ég vissi þá Jón óraði ekki fyrir því að neinn myndi skemmta sér yfir Næturvaktinni. Mynd/SagaFilM ekki einu sinni hver væri borgar- stjórinn í Reykjavík! Fólk fattar stundum ekki hvað ég er mikið út úr kortinu. Sumir hugsa: „Hann getur nú ekki verið alveg svona ruglaður,“ en ég er það.“ Brestur að leyna brestum Þótt Jón viti ekki alltaf hver sé hver þá skammast hann sín ekkert fyrir það. Eru kannski f leiri sem eru svona mikið út úr kortinu en þora ekki að viðurkenna það? „Jú, en miklu minna en það var,“ svarar Jón. „Ég held að þetta hafi byrjað að breytast með minni kyn- slóð en það er mjög mikið af fólki sem er að dylja alls konar veikleika því það er hrætt um að það hafi alvarlegar afleiðingar í för með sér sem mér finnst mikil synd.“ Jón telur mikilvægt að horfast í augu við eigin bresti. „Mín reynsla er sú að þegar fólk leynir veikleikum þá veldur það oft því sjálfu sársauka og skömm. Annað fólk undrast á því að það geti ekki gert eitthvað og þá getur fólk byrjað að næra með sér minni- máttarkennd og vanlíðan, sem mér finnst alveg ömurlegt.“ Þannig hefur Jón kosið að viður- kenna eigin bresti og bregðast við með auðmýkt. „Þar með er það aftengt sjálfum mér. Þetta er ekki eitthvað sem ég geri heldur er eitthvað sem veldur því að ég geri svona,“ segir hann. „Sem betur fer hefur orðið mikil hugarfarsbreyting í þessum málum og það er orðið meira í lagi að stíga fram og viðurkenna að eitthvað sé ekki í lagi.“ Kappklædd Dunkirk-hetja Jón minnist þess þegar fjölskyldan bjó í Texas og hann var dreginn  Ég elska leiðinlegt fólk 52 Helgin 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURFrÉttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.