Fréttablaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 2
Þær eru eiginlega starfsmenn og við- skiptavinir á sama tíma. Laura Pasztor, verslunarstjóri Krónunnar í Seljahverfi Pönkast í Pútín Rússneska femíníska andófspönksveitin Pussy Riot flutti tónlistargjörninginn Riot Days í Þjóðleikhúsinu í gærkvöld. Sveitin er þyrnir í síðu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta enda hafa meðlimir hennar oft mótmælt gjörðum Kremlarstjórnar með ýmis konar aðgerðum. Hafa þær þurft að dúsa í fangelsi vegna þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Endurnar eru margar fyrir framan Krónuna. Þær eru mjög mannblendnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ODDUR ÆVAR Andahópur hefur gert sig heimakominn fyrir framan Krónuna í Seljahverfi. Versl- unarstjóri segir þær hafa slegið í gegn enda í raun bæði viðskiptavinir og starfsmenn sem mæti á sama tíma á hverjum degi. odduraevar@frettabladid.is DÝRALÍF „Þær koma hingað á hverj- um einasta degi og hafa gert það núna í rúmlega mánuð,“ segir Laura Pasztor, verslunarstjóri Krónunnar í Seljahverfi, um andahóp sem hefur gert sig heimakominn fyrir utan verslunina svo athygli hefur vakið. „Þær eru greinilega frekar svangar og viðskiptavinir hafa verið að gefa þeim, enda eru þær rosalega gæfar og koma þess vegna bara aftur og aftur,“ segir Laura. Þegar ljós- myndara blaðsins bar að garði kom andaskarinn á sprettinum á móti honum. Gæfar endurnar hafa vakið athygli íbúa. „Fólk segir að þær viti hvar eigi að sníkja mat,“ skrifar íbúi nokkur í umræðum um endurnar á samfélagsmiðlum. „Jú, í lágvöru- verðsverslun.“ Laura segist halda að mögulega sé ekki öllum viðskiptavinum jafn skemmt yfir öndunum sem geti verið nokkuð ágengar, svo gæfar eru þær. „En langf lestir elska þær. Þær virka líka þannig á okkur að þær virðast vera kátar og margir hafa keypt brauð hérna til að gefa þeim og aðrir hafa tekið myndir af sér með þeim hér, enda þyrpast þær að fólki ef það gefur þeim einhvern gaum,“ segir Laura. Hún viðurkennir hlæjandi að þetta sé í fyrsta skiptið sem anda- hópur hafi gert sig heimakominn fyrir framan verslunina. Þær séu vinsælar meðal starfsfólks. „Við elskum þær. Þær eru líka svo sætar og mjög almennilegar, við erum farin að verða þeim mjög kunnug. Stundum labba þær meira að segja inn í búðina og þá höfum við þurft að reka þær út,“ segir Laura hlæjandi. Hún er til í að fallast á að þarna séu nýir starfsmenn Krónunnar á ferðinni. „Það mætti alveg segja það. Þær eru eiginlega starfsmenn og við- skiptavinir á sama tíma,“ segir Laura sem bætir því við að þær séu alltaf tímanlega á ferðinni. „Þær birtast alltaf um hádegisbil, rúmlega ellefu eða tólf en alls ekki snemma.“ Þetta gefur til kynna að þær séu ekki A-týpur. „Nei, alls ekki!“ n Svangar í Seljahverfi og hafa algerlega slegið í gegn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR bth@frettabladid.is KJARAMÁL „Nei, við munum ekki slíta viðræðum, það hefur verið samþykkt að við mætum á fund næsta þriðjudag,“ segir Björn Snæ- björnsson, formaður Einingar-Iðju, sem situr í samninganefnd Starfs- greinasambandsins. Landssamband íslenskra versl- unarmanna hefur einnig tekið ákvörðun um að halda áfram við- ræðum. Virðist VR því eitt á báti með þá ákvörðun að slíta viðræðum vegna kjarasamninga. Björn segist aðspurður telja að VR eigi aftur endurkomu ef aðstæður spilist þannig. „En við erum ekkert á leiðinni út.“ Björn segist bjartsýnn á meðan viðræður séu í gangi. Boðað hefur verið til næsta fundar með Sam- tökum atvinnulífsins hjá ríkissátta- semjara næsta þriðjudag. „Á meðan viðræðum er ekki slitið er von um að þetta klárist,“ segir Björn. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í gær óásættanlegt hvernig samninganefnd Samtaka atvinnu- lífsins hefði viljað nálgast skamm- tímasamning í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði. „Viðræður hafa þokast í rétta átt síðustu daga en nú er ljóst að for- sendur fyrir áframhaldandi sam- tali eru brostnar,“ segir í yfirlýsingu frá VR. n VR eitt á báti varðandi slit viðræðna HEIMA ER BEZT MÁNUDAGA KL. 19.00 OG AFTUR KL. 21.00 kristinnhaukur@frettabladid.is DÝRALÍF Hundaræktarfélag Íslands (HRFÍ) heiðrar þjónustu- og afreks- hunda ársins í dag, á nóvembersýn- ingu félagsins, Winter Wonderland- sýningunni. Sýningin er haldin í Samskipahöll Sprettara í Kópavogi. „Margar frásagnir eru til af hetju- dáðum „besta vinar mannsins“ sem hafa snortið hjörtu okkar,“ segir í tilkynningu HRFÍ. „Ekki eru gerðar kröfur um að hundurinn sé hrein- ræktaður og allar tilnefningar eru vel þegnar jafnvel þótt langt sé um liðið.“ Afrekshundurinn þarf með ein- hverjum hætti að hafa komið að björgun manna eða dýra, liðsinnt fötluðum eða veikum, verið til upp- örvunar eða hjálpað á annan hátt. Þjónustuhundar eru þeir sem vinna allan ársins hring að þjónustu í samfélaginu. Til dæmis björgunar- hundar, lögregluhundar og fíkni- efnahundar. Afreks- og þjónustuhundarnir verða heiðraðir klukkan 15.15. n HRFÍ heiðrar afrekshund ársins Hundar eru bestu vinir mannanna. 2 Fréttir 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.