Fréttablaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 117

Fréttablaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 117
„Engin bók í þessu jólabókaflóði hefur komið mér jafnmikið á óvart. Ég var algjörlega heilluð.“ Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan „Mjög áleitin bók … Rosalega fjörugt persónugallerí.“ Egill Helgason / Kiljan Innbundin Rafbók „Tugthúsið er sérlega vel upp byggð saga, frásagnar- stíllinn þjáll og grípandi og persónusköpun góð.“ Páll Egill Winkel / Morgunblaðið Áhrifamikil skáldsaga eftir Hauk Má Helgason sem varpar nýju ljósi á lífið í Reykjavík á seinni hluta átjándu aldar. LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið virka daga 10–18 | Laugardaga 11–17 | Sunnudaga 12–16 | www.forlagid.is Bækur Eden Auður Ava Ólafsdóttir Fjöldi síðna: 226 Útgefandi: Benedikt Kristján Jóhann Jónsson Skáldsagan Eden er sögð í fyrstu persónu. Kannski má kalla hana varnarrit því sögukonan útskýrir ákvarðanir sínar fyrir sér og öðrum en þegir um ýmislegt sem kemur þó fram smám saman. Sagan er þannig um sumt eins og eintal sálarinnar. Sögukonan fer í gegnum það sem hún sér, heyrir og gerir en ef til vill er hún líka viðtakandi og túlkandi sögunnar. Merking orðanna er stöð- ugt umhugsunar- og viðfangsefni í bókinni. Forboðnar ástir Sögumaðurinn og aðalpersónan, Alba Jakobsdóttir, er málvísinda- kona. Hún og samstarfsmenn hennar eru því uppteknari af tungumálum þeim mun fjarlægari og smærri sem þau eru og líklegri til þess að hverfa og deyja. Oftlega koma henni líka í hug framandleg orð og hana dreymir jafnvel einstök orð. Hún situr í góðri háskólastöðu og hefur sótt um aðra sem hentar betur hennar sérhæfingu. Þar er hins vegar kominn sandur í vélina. Hún hefur komið of nálægt náms- sveini, sem reyndar hefur elt hana á röndum að því er virðist, og það mál er dregið fram þegar hún sækir um stöðuna. Annar háskólakennari hefur líka komið of nálægt náms- sveini en þeir eru báðir karlkyns og dæmendur horfa á það með blinda auganu, enda giftast þeir. Engin alvara er í sambandi kennslukon- unnar og námssveinsins, ekki af hennar hálfu að minnsta kosti. „Það dregst bara einn líkami að öðrum eins og gengur.“ Drengurinn semur harmræna ljóðabók um ástamálin og auglýsir þau eins og mest hann má. Mamma hans sér þar að auki mynd sem hann hefur tekið af sér og kennaranum í rúminu og sett á netið og þá er fjandinn laus. Skapar sér nýtt líf Um þetta leyti kaupir sögukonan sér hrjóstrugan landskika, kynn- ist kostulegu og slúðrandi þorpi og vinnur að því að skapa sér nýtt líf með því að planta birki og hlaða skjólgarða úr grjóti. Hún byrjar upp á nýtt, inn í líf hennar kemur óum- beðinn fóstursonur, ný viðfangsefni fylla daga hennar. Samband hennar Ræktaðu garðinn þinn Auður Ava Ólafsdóttir, rithöfundur. Fréttablaðið/ Valli við föður sinn rennur áreynslulaust inn í þessa nýju veröld og þó að syrt hafi í álinn um sinn er lengi hægt að snúa lífi sínu til betri vegar ef sið- ferðisgildi eru höfð í heiðri og ekki einfölduð úr hófi fram. Þessi bók er launfyndin og „útundir sig“ eins og sumir myndu segja og það orðalag hefði senni- lega glatt málvísindakonuna Ölbu Jakobsdóttur en víða í bókinni eru fyndnar og frumlegar vangaveltur um tungumálið. Bókin er líka háðsk og beitt á köflum. Eins og stundum áður hjá Auði fjallar þessi bók þegar upp er staðið um gildi góðleikans og valdeflinguna sem því fylgir að gefa öðrum af því góða sem maður á og í manni býr. n NiðurstAðA: Skemmtileg og vel skrifuð skáldsaga um vandann að vera manneskja og leita að tilgangi í lífi sínu. Bókin á sérstakt erindi til þeirra sem gaman hafa af tungu- málinu. Eins og stundum áður hjá Auði fjallar þessi bók þegar upp er staðið um gildi góð- leikans og valdefling- una. LAUGARDAGUR 26. nóvember 2022 Menning 73FRéttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.