Fréttablaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 24
Það eru einstaklingar innan kerfisins sem verja kerfið óumbeðið. Ég átti eina mynd af honum og birti hana. Upp úr því fór boltinn að rúlla Ný mynd frá gömlum tíma spyr nýrra spurninga um hvort leigubíll hafi oltið niður Óshlíðina, að mati bróður nítján ára manns sem lést. Bróðirinn biðlar til Vest­ firðinga að senda sér upp­ lýsingar, en tíminn vinnur gegn honum því næstum hálf öld er liðin. „Leitin að réttlætinu keyrir mig áfram, hvað annað? Það liggur við að ég skilji ekki spurninguna,“ segir Þórólfur Hilbert Jóhannesson, bróð­ ir mannsins sem lést 23. september árið 1973 í Óshlíð á Vestfjörðum. Um sögu Kristins Hauks Jóhann­ essonar, sem var aðeins nítján ára er hann lést, hefur verið fjallað í fjölmiðlum. Það vakti þjóðar­ athygli þegar yfirvöld létu grafa upp líkamsleifar hans síðastliðið sumar eftir að ættingjar mannsins höfðu farið fram á endurupptöku lögreglurannsóknar á dauða hans. Hittust aldrei en nú sínálægur Þórólfur kynntist aldrei hálfbróður sínum í lifanda lífi, en síðustu miss­ eri hefur Kristinn átt hug hans og hjarta. Þórólfur hefur tekið að sér það hlutverk að vera umboðsmaður látins bróður síns. Í þeirri von að finna púsl sem leysi ráðgátu. Við sitjum saman á kaffihúsi á fremur gráum morgni og Þórólfur er með poka meðferðis, fullan af gögnum. Í pokanum eru skýrslur, myndir, ýmsir vitnisburðir. Í samtali okkar kemur á daginn að Þórólfur var kominn á þrítugs­ aldur þegar hann fékk að vita að hann hefði átt eldri bróður. Kristinn hafði verið gefinn, eins og Þórólfur orðar það, árið 1955. Það var feimn­ ismál sem ekki var haldið á lofti í fjölskyldunni. Hann hafði verið ætt­ leiddur á bæ á Vestfjörðum. Lok, lok og læs Þegar Þórólfur fregnaði af hörmu­ lega skammri tilvist bróður síns fékk hann strax mikinn áhuga á sögu hans. En þegar hann fór að spyrjast fyrir upplifði hann að mestu lok­lok­ og­læs eins og hann orðar það. Það kunni að skýrast af örlögum Krist­ ins, en hann segir að sér líði alltaf eins og sitthvað sé ósagt og óupplýst. Í janúar í fyrra urðu hvörf í lífi Þórólfs þegar Vestfirðingur nokkur tjáði honum í símtali að hann væri viss um að Kristján, eða Kiddi eins og hann var kallaður, hefði verið drepinn. „Það var í fyrsta skipti sem ég heyrði að mögulega hefði bróður mínum verið ráðinn bani.“ Þórólfur byrjaði að hringja út og reyndi að hafa uppi á fólki í gegnum samfélagsmiðla. „Ég átti eina mynd af honum og birti hana. Upp úr því fór boltinn að rúlla. Þórólfur segist hafa komist að því að Kristinn hafði orðið fólki minnis­ stæður. Kannski eins og fiðrildi sem flaug frá einu blómi til annars. Þór­ ólfur sýnir blaðamanni gögn þar sem fram kemur að síðustu tvö árin sem Kristinn lifði starfaði hann hjá tólf fyrirtækjum. Virðist hafa snerti­ lent hér og þar og lifað hratt. Ég spyr Þórólf hvort Kristinn hafi drukkið mikið. Hann svarar að bróðir hans hafi verið sjóari og skemmt sér allar helgar, sem hafi verið rútína hjá mörgum í þá daga. Kristinn hafi verið mjög fjörugur og hefði eflaust fengið ýmsar grein­ ingar í dag. Lífshlaupið varð aldrei neinn dans á rósum þann skamma tíma sem það stóð yfir. Mörgum spurningum ósvarað Margt er á huldu um nóttina örlaga­ Leit Þórólfs að réttlætinu Þórólfur segist ekki eiga ann- arra kosta völ en gera allt hvað hann geti til að framlengja rannsókn á dauða bróður síns. Of mörgum spurningum sé ósvarað. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Þórólfur telur ólíklegt að bíll sem hefði farið margar veltur niður snarbratta Óshlíðina líkt og ökumaður heldur fram – liti ekki verr út. Heilar rúður og óbrotinn hliðar- spegill. MYND/AÐSEND Björn Þorláksson bth @frettabladid.is ríku þegar Kiddi lést. Ég spyr Þórólf hvort hann sé með einhverja kenn­ ingu um ástæðu glæpsins ef hann hafi verið framinn, en hann vill ekki ræða slíkt upphátt. Það sem helst kveikti grun­ semdir Þórólfs er frásögn leigu­ bílstjórans sem ók Kristni í hans hinstu för. Þar eru nokkuð mörg atriði, að sögn Þórólfs, sem stand­ ast enga skoðun. Í stuttu máli er kenning Þórólfs sú að bíllinn hafi aldrei oltið niður hlíðina, þótt leigubílstjórinn hafi haldið því fram. Hann vísar í lög­ regluskýrslu frá 1973 þar sem segir frá hjólförum niður hlíðina. Fleiri mótsagnir virðist vera fyrir hendi. Þegar kjörforeldrar Kristins reyndu að fá dánarbætur fyrir son sinn með því að höfða mál skömmu eftir andlát hans, var málið tekið fyrir í dómsal. Þá var bílstjórinn spurður ýmissa spurninga. Þykja Þórólfi sum svörin athyglisverð. Bílstjórinn var meðal annars beðinn að skýra hvað hefði valdið slysinu og svaraði hann að vinstra afturhjól hefði læst. Að svartar rákir og gúmmítægjur hafi fundist á veg­ inum, rímar illa við þann ökuhraða sem bílstjórinn segist hafa verið á, að mati Þórólfs. „Það gerist ekki á malarvegi í sex gráðu hita að nóttu til að þú bremsir og það skapist skurður og sjáist gúmmítægjur úti um allan veg.“ Hringdu ekki strax Hvorki leigubílstjórinn né hinn farþeginn slasaðist, hvorugt þeirra var í bílbelti. Í gögnum frá 1973 kemur fram að leigubílstjórinn gekk ásamt ungu konunni drjúga leið innan þorpsins áður en hringt var í lögreglu. Hann lét þess ógetið að bróður Þórólfs væri saknað. „Af hverju ganga þau fram hjá mörgum húsum í Hnífsdal og inn í Stekkjargötu, sem er nánast fjærst Óshlíðinni, til að hringja og biðja síðan ekki um hjálp? Af hverju fara þau ekki í fyrsta hús? Af hverju láta þau ekki vita að eins sé saknað? Hvað er það?“ spyr Þórólfur. Þá er ekki allt talið sem vakið hefur spurningar Þórólfs. Eitt af því sem hann bendir á er að erfitt sé að ímynda sér að bílstjórinn og unga konan hafi komist upp snar­ bratta hlíðina frá bílf lakinu til að leita sér hjálpar. Slíkur sé brattinn og aðstæður allar. Ný mynd breyti sögunni? Kannski er það þó heillegt ástand bílsins sem helst vekur spurningar Þórólfs. Af litmynd að ráða sem Þórólfur hafði uppi á nú í október og birtist hér í Fréttablaðinu í fyrsta skipti, má sjá að rúður bílstjórameg­ in eru heilar, spegill á hurð er óbrot­ inn, ljóskastari heill, skottlokið alveg heilt og húddið mjög heillegt og toppurinn bílstjóramegin heill. „Ég held að þessi bíll hafi aldrei oltið,“ segir Þórólfur og horfir þung­ um augum framan í blaðamann. „En það má halda því fram að hann hafi oltið á hægri hliðina, en ekki oltið heilan hring. Það kemur fram í skýrslum 1973 að bíllinn velti úr kyrrstöðu ofan af vegi, fyrst á bíl­ stjórahliðina. Það kemur fram að bíllinn kastist út í vegkantinn, stað­ næmist þar um stund, en við það að farþegarnir kastist yfir í bílstjóra­ hliðina fari bíllinn að velta hægt yfir á þá hlið. Getur þetta staðist?“ Í skýrslum 1973 kom fram að leigubílstjórinn lýsir veltunum niður hlíðina í smáatriðum, en unga konan segist hafa rotast eftir fyrstu veltu. Bílstjórinn segist ekki hafa rotast. Óskar upplýsinga frá fólki „Tilgangur þess að ég segi þessa sögu í fjölmiðlum er að ég þarf að fá umfjöllun til að fá meiri upplýsingar frá vitnum, ég bið þá sem vita eitt­ hvað að senda mér fréttaskot,“ segir Þórólfur. Auk framangreinds hefur mikið verið skoðað og skrifað um ýmis tækniatriði málsins, stýrisbilun, ökuhraða, hemla og fleira. Þórólfur segist upplifa að mestu að hann eigi í baráttu við verjendur máls, en ekki hlutlausa rannsóknaraðila. „Það eru einstaklingar innan kerfisins sem verja kerfið óum­ beðið." Meðal athugasemda sem Þórólfur gerir við endurupptöku málsins í sumar, er að ekki hafi verið teknar á ný skýrslur af bílstjóranum og hinum farþeganum. Hvort það er rétt staðhæfing er erfitt að fá svör við, því í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að lögreglan muni ekki tjá sig frekar um þetta mál. Þá reyndi Fréttablaðið að ná tali af leigubílstjóranum en án árangurs. „Mér finnst bleikur fíll í þess­ ari stofu,“ segir Þórólfur og nefnir lítinn vilja lögreglu til að móttaka ný gögn. „Mér bárust í október ný gögn og hafði mánuði áður samband við lögregluna. En þeir báðu mig ekki um þau gögn. Af hverju vilja þeir ekki gögn sem gætu reynst gríðar­ mikilvæg? Gögn sem gætu staðfest að bíllinn hafi alls ekki oltið?“ spyr Þórólfur og vísar þar til ljósmynd­ anna af bílnum sem hann fékk nýverið í hendur. Hann heldur áfram: „Við erum að tala um mannslíf sem má ekki gleymast. Þarna er um líf og dauða 19 ára drengs að ræða. Við hljótum að vilja vita hvað kom fyrir hann. Ég meina, við förum út á Austurvöll og efnum til fjöldamót­ mæla ef okkur finnst hallað á rétt­ læti einhvers staðar í útlöndum. Af hverju ættum við ekki að sinna þessu sem stendur okkur þó svo nálægt?“ Veit að einhver veit Þegar við tygjum okkur til brott­ farar spyr ég hve miklum tíma Þór­ ólfur hafi varið í að reyna að upp­ lýsa málið. Af svörum hans má ráða að um sé að ræða 10–12 tíma alla daga vikunnar í meira en ár. „Ég hef varið svona miklum tíma í málið og raun ber vitni vegna þess að ég veit að það er til fólk fyrir vestan, fólk yfir sjötugu, sem veit eitthvað. Þetta fólk þarf bara að þora að opna munninn og setja sig í samband við mig,“ segir Þórólfur með glampa í augum, áður en við göngum út í rigninguna. Ættingjar Kristins hafa kært ákvörðun lögreglu um að taka ekki málið aftur upp til ríkislögreglu­ stjóra. n FRÉTTAVIÐTAL FRÉTTABLAÐIÐ 26. nóvember 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.