Fréttablaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 16
Anna Sigríður Jökulsdóttir segir að landsmönnum líði ekki verr en venjulega þetta haustið. Sveiflur í kvíða og þunglyndi séu litlar. Hún hvetur fólk til að taka frá tíma fyrir sjálft sig og gleyma sér ekki á hamstrahjólinu. odduraevar@frettabladid.is HEILSA Anna Sigríður Jökulsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðar- stöðinni (KMS), segist ekki greina sveif lur þetta dimma snjólausa haust þegar kemur að andlegri heilsu. „Við sjáum aðallega að það er kúfur á haustin og svo á miðju ári. Það gerist bara aftur og aftur, enda eru þeir sem koma til okkar á KMS kannski sá hópur sem grunar að hann sé með einhvern kvíða, rösk- un eða þunglyndi, þannig að sveifl- urnar frá ári til árs eru ekki miklar.“ Anna segir andlega heilsu vera svo gríðarlega persónubundna. Sumt hafi neikvæð áhrif á suma en jákvæð á aðra. „Þetta Covid-tíma- bil til dæmis var kannski þægilegt fyrir suma á meðan fyrir aðra var það olía á einhvern eld. Þeim sem er með sýklafóbíu leið til dæmis mun verr í faraldrinum á meðan sumir kannski nutu þess að vinna heima.“ Alltaf séu einhver viðfangsefni sem lífið hefur í för með sér og hafi- áhrif á andlega heilsu. „Núna eru til dæmis að koma jól og þá eru margir kvíðnir yfir fjárhag eða í fjárhags- vandræðum og halda þá jafnvel að sér höndum varðandi eigin heilsu. Geyma sálfræðitímann kannski fram í febrúar.“ Anna segir eðlilegt að slíkt hafi áhrif á andlega heilsu. „Og þá er mikilvægt að þegar það koma upp flækjur, eða nýjar áskoranir, að fara ekki að grufla um það eins og við köllum það. Að velkjast ekki hring eftir hringt í hugsunum um hvað þetta er hræðilegt, hvernig þetta verði og hvenær þetta verði búið. Þetta eru spurningar sem í raun eiga sér engin svör.“ Anna segir um að ræða viðleitni heilans til að finna lausnir og eðli- legt að detta í þær hugsanir. „En þetta er ekki góð aðferð og það er mikilvægara að spyrja sig hvort það sé hægt að gera eitthvað í málunum, á ég að gera eitthvað eða þarf þetta kannski bara að koma í ljós?“ Þá sé gríðarlega mikilvægt að taka frá tíma fyrir sjálfan sig. „Þannig að við séum ekki alltaf bara að sinna skyldum okkar, heldur séum við að velja stundum fyrir mig: Hvað ætla ég að setja orku í núna? Hvað gerir mér gott og er mikilvægt fyrir mig?“ segir Anna. „Annars endum við eins og hamstur í hjóli og maður verður eiginlega að stýra út úr hjólinu og spá í: Nú ætla ég ekki að vera að spá í hvað samfélaginu finnst að ég ætti að vera að gera eða vinum mínum eða fjölskyldunni. Ég ætla að reyna að finna út hvað væri næs fyrir mig núna. Það eru 24 tímar í sólarhring. Ef ég get aldrei tekið hálftíma eða klukkutíma í að gera eitthvað sem er bara fyrir mig, þá er það eitthvað skakkt og maður þarf að endur- skoða þetta.“ n Mikilvægt að gleyma sér ekki á hamstrahjólinu Ef ég get aldrei tekið hálftíma eða klukku- tíma í að gera eitthvað sem er bara fyrir mig, þá er það eitthvað skakkt. Anna Sigríður Jökulsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameð- ferðarstöðinni Við efnum til morgunfundar þann 1. desember í Norðurljósum í Hörpu. Á fundinum verður farið yfir farþegaspá Keflavíkurflug- vallar fyrir árið 2023 sem og uppbyggingu og framkvæmdir sem framundan eru á flugvellinum. Við förum yfir stefnu Isavia og kynnum áherslur okkar í sjálfbærni. Salurinn verður opnaður kl. 8.30 og boðið verður upp á kaffi og létta morgunhressingu. Fundurinn stendur frá kl. 9-10 og verður streymt á vef Isavia. Skráning á fundinn og nánari upplýsingar má finna á isavia.is. Morgunfundur Isavia um farþegaspá, uppbyggingu og nýja stefnu Ábyrg uppbygging í takt við fjöldann 16 Fréttir 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.