Fréttablaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 88
Fangarnir koma inn með hundrað prósent traust og það er þeirra að halda því trausti. Garðar Svansson er fanga- vörður á Kvíabryggju og trúnaðarmaður fangavarða. Fyrir fimm árum fékk hann heilablóðfall þegar hann var einn á vakt en hefur þrátt fyrir það haldið áfram að standa vaktina á Kvíabryggju. Það gerir hann glaður að eigin sögn á sama tíma og hann berst fyrir bættum kjörum fangavarða. Áður en þetta gerist hafði verið álag á bæði mér og í vinnunni,“ segir Garð- ar um nóttina sem hann fékk heilablóðfallið. Hann segist hafa mætt um kvöld- ið á vaktina og ekki hafa fundið fyrir neinu óvenjulegu til að byrja með. „Ég var í símanum við skrifstofu- stjóra Fangelsismálastofnunar rétt fyrir miðnætti og þá varð ég var við það að ég missti máttinn í vinstri hendinni,“ segir Garðar og heldur áfram: „Ég hélt að þetta væri bara ein- hver þreyta og þegar húsið var orðið rólegt fór ég að leggja mig. Það var enginn með mér.“ Enn máttlaus um morguninn Garðar vaknaði svo um morguninn og græjaði húsið. „Ég gerði morgunmat og fór heim og lagði mig aftur. Þegar ég vaknaði um hálf tólf var engin breyting og ég var enn máttlaus í annarri hend- inni.“ Hann segir að sér hafi þótt það óvenjulegt og viðurkennir að hafa gúglað að þetta gæti verið blóðtappi en hafa aldrei órað fyrir því að þetta væri svo alvarlegt. „Ég fór á heilsugæsluna og sagði við þær í móttökunni að ég þyrfti að hitta lækninn. En þær horfðu á mig og sögðu strax: „Eigum við ekki að hringja í sjúkrabíl?“ Þær sáu strax að eitthvað var að og ég vil meina að ef einhver hefði verið með mér á vaktinni þá hefðu þau strax séð það sama og þær,“ segir Garðar. Spurður hvort fangarnir hefðu getað hjálpað segir hann þá löngu komna í ró á þessum tíma og að þeir hefðu ólíklega orðið þess varir ef eitthvað hefði verið að hjá honum. „Ég hefði þess vegna getað dáið í sófanum og það hefði þá uppgötv- ast þegar fangarnir komu fram um morguninn,“ segir Garðar. Hvað hefðu þeir getað gert? „Ekki neitt, nema að taka símann minn og hringja. Næsti starfsmaður kemur ekki fyrr en klukkan átta og þetta er að gerast um miðnætti,“ segir Garðar. Hættulegt að vera einn Fjallað var um atvikið í fjölmiðlum þegar það átti sér stað og þá sagði Garðar að oft hefði verið bent á hættuna sem fylgir því að aðeins einn fangavörður sé á vakt á Kvía- bryggju á nóttunni, bæði fyrir fangavörðinn og fyrir fangana. Hefði getað dáið í sófanum á Kvíabryggju Garðar Svansson er trúnaðarmaður fanga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Lovísa Arnardóttir lovisa @frettabladid.is Kirkjufellið gnæfir yfir fang- elsinu. MYND/TÓMAS FREYR Hann segir að allt frá þessu atviki, og fyrir, hafi verið óskað eftir öðrum starfsmanni á vaktina en að það eina sem þeim hafi verið boðið í staðinn var að fangaverðir á Hólms- heiði myndu fylgjast með aðstæð- um í fangelsinu í myndavélakerfi. „Þeir hafa yfirdrifið nóg að gera og við sögðum nei,“ segir Garðar og því varð aldrei af því. Hann segir að hann hafi vissulega orðið hræddur eftir að þetta kom fyrir en að það hafi aldrei komið til greina að hætta. „Þetta sparkaði dálítið í mann og síðan þetta gerðist höfum við verið að berjast fyrir því að þetta sé lag- fært,“ segir Garðar og að það eina sem hafi breyst sé að vöktunum var breytt á þann hátt að einn starfs- maður er frá klukkan 00.30 til klukkan 07.00. „En um hánóttina erum við enn einir. Það er sex og hálf klukku- stund.“ Lítið öryggi og engin betrun Garðar hefur í gegnum tíðina, sem trúnaðarmaður fangavarða, talað mjög opinskátt um þann gríðar- lega vanda sem fangaverðir standa frammi fyrir með skertu fjármagni til fangelsanna. Niðurskurður hjá Fangelsismálastofnun sé kominn inn að beini og farinn að koma niður á rekstri í fangelsum lands- ins. Hann segir stjórnmálamenn hundsa málaflokkinn og að hvorki sé hægt að tryggja öryggi í fangels- um landsins né betrun fanga. Sem dæmi hafa á þessu ári verið gerðar þrjár líkamsárásir á fangaverði, þar af tvær alvarlegar. Garðar segir að það sé ekki útlit fyrir að það muni nokkuð breytast á næstunni því fangelsismála-  44 Helgin 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.