Fréttablaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 59
Umsjón með starfinu hefur
Garðar Ó. Ágústsson (gardar@vinnvinn.is).
Meginstarfsemi Olíudreifingar er dreifing og
birgðahald á fljótandi eldsneyti. Olíudreifing
rekur einnig bifreiða-, járnsmíða-, dælu- og
rafmagnsverkstæði. Starfsmenn félagsins
eru um 130 talsins á starfsstöðvum víðs-
vegar um landið. Starfað er samkvæmt
gæðavottuðum vinnuferlum.
Nánari upplýsingar um Olíudreifingu ehf.
má nálgast á www.oliudreifing.is.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningar
bréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur um
hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Verkefnastjóri á dreifingarsviði
Olíudreifing ehf. óskar eftir að ráða verkefnastjóra í dreifingu á skrifstofuna í Reykjavík.
Viðkomandi sér um skipulagningu á dreifingu fljótandi eldsneytis.
Leitað er að starfskrafti sem hefur ríka þjónustulund og góða skipulagshæfileika.
Helstu verkefni:
• Dagleg skipulagning á dreifingu eldsneytis og vinnu bílstjóra.
• Móttaka á eldsneytispöntunum og þjónustubeiðnum.
• Dagleg samskipti við dreifingarstjóra og bílstjóra.
• Eftirfylgni með viðhaldi á olíubílum.
• Ýmis önnur verkefni sem dreifingarstjóri felur viðkomandi hverju sinni.
Hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi.
• Þekking og reynsla af sambærilegum verkefnum er kostur.
• Þekking og reynsla af akstri stórra bíla er kostur.
• Góð samskiptahæfni og þjónustulund.
• Skipulögð vinnubrögð.
• Góð almenn tölvuþekking.
• Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli ásamt því að geta átt samskipti á ensku.
Umsóknarfrestur er til og með 4. desember nk.
Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is.
Verkefnastjóri
Umsóknarfrestur er til og með 9. desember 2022. Sótt er um á umsokn.verkis.is
VIÐ BYGGJUM UPP SAMFÉLÖG
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, tækni- eða verkfræðimenntun er kostur
• Reynsla á sviði verkefnastjórnunar er skilyrði
• Menntun á sviði verkefnastjórnunar, svo sem MPM, er kostur
• Þekking og reynsla á sviði mannvirkjagerðar er kostur
• Gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli
Við leitum að liðsauka í öflugan hóp verkefnastjórnunar og áætlanagerðar sem vinnur að
úrlausn á fjölbreyttum og spennandi verkefnum.
Starfið felst í verkefnastjórnun og skipulagningu fjölbreyttra stórverkefna á sviði hönnunar og
framkvæmda þar sem lögð er áhersla á árangursrík samskipti.
Við höfum áhuga á jákvæðum einstaklingum með góða samskipta- og skipulagshæfni sem
sýna metnað, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
Nánari upplýsingar veitir Áslaug Ósk Alfreðsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum, aoa@verkis.is
Verkís veitir trausta ráðgjöf sem styður við
uppbyggingu sjálfbærra samfélaga.
Við höfum mikla þekkingu á sviði vistvænnar
hönnunar og erum leiðandi á heimsvísu þegar
kemur að grænni orkuvinnslu og nýtingu jarðvarma.
Við byggjum upp sjálfbær samfélög víða um heim
með því að hafa sjálfbærni alltaf í huga við
ákvarðanatöku – allt frá fyrstu hugmynd til förgunar.