Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Page 31

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Page 31
2. árg. . Jan.-marz 1939 V AK A berra starfsmanna, t. d. presta, voru reiknuð á sama hátt. Einnig greiðsla fyrir vinnu o. s. frv. Þetta kerfi hefir nú verið lagt niður fyrir löngu sem verðmælir í viðskiptalífi þjóðarinnar. Einu leifarnar, sem eftir eru, eru verð- lagsskrárnar, sem flestir kannast við. Þær hafa nú orðið næsta lítið gildi, annars vegar af því, að verðmælirinn er fallinn úr gildi og hins vegar af því, að þær eru ekki lengur í samræmi við nútíðarframleiðslu og fjármála- hætti. Liggur það í því, að í verð- lagsskránum hafa ýmsar vörur áhrif, sem nú verka lítið eða ekki á viðskiptahag þjóðarinnar, t. d. tóvara, sellýsi o. fl., en sumar helztu framleiðsluvörur landsins ekki teknar með, t. d. síld, mjólk og kjöt. Á Alþingi 1936 flutti ég, ásamt tveim flokksbræðrum mín- um, Jóhanni Jósefssyni og Jóni Sigurðssyni, frumvarp til laga um landaura og verðlagsskrár. Það fór til fjárhagsnefndar í neðri deild. Eins fór á fyrra þinginu 1937, en á síðara þinginu fór málið í landbúnaðarnefnd og fékk meðmæli til afgreiðslu síðar, en var afgreitt til stjórnarinnar til frekari rannsóknar. Mér hefir virzt, að þær daufu viðtökur, sem þetta mál hefir fengið á Alþingi, stafi af því, að flesta þingmenn vanti skilning á því, að nauðsyn beri til að koma gagngerðri breytingu á þá fjár- málahætti, sem nú um skeið hafa verið ríkjandi í þjóðfélagi okkar. Nokkur áhrif mun það og hafa haft, að launastéttar-sjónarmiðin hafa lengi að undanförnu haft sterkara vald á Alþingi en sjónar- mið framleiðenda. Prumvarp þetta geta þeir, sem vilja, lesið í þingtíðindum og einnig þær umræður, sem um það hafa orðið. Skal því ekki orðlengt hér um það að öðru leyti en því, að geta þess, að tilgangurinn með því er fast markmið. Það, að koma launakjörum öllum í sam- ræmi við hag framleiðslunnar á hverjum tíma. Hér er að vísu um byrjunaráfanga á leiðinni að ræða. Hann er sá, að færa verð- lagsskrárnar úr slitnum tötrum liðinna tíma og í nútíðarbúning, þannig að þær byggist eingöngu á verðlagi þeirra vara, sem veru- leg áhrif hafa á hag framleiðsl- unnar í landinu. Með þeim einum hætti geta þær verið réttur og sannur mælikvarði á það, hver breyting verður frá ári til árs á hag framleiðslunnar. Framhaldið er svo hugsað á þá leið, að meðaltalsútkoma verð- lagsskránna sé mælikvarði, sem við er miðað, þegar ákveðin eru laun og aðrar greiðslur í innan- landsviðskiptum, sem unnt er að miða við gildi framleiðslunnar. Setjum svo, að hæfileg laun í einhverjum launaflokki væru á- litin 30 hundruð á landsvísu, sem er 3600 álnir og alinin væri þá að meðaltali 1 króna og árslaunin því 3600 krónur. Næsta ár færi meðalalinin svo t. d. í 1.20 kr. Þá hækkuðu laun slíkra manna í kr. 4320.00. Setjum svo, að næsta 29

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.