Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Síða 39

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Síða 39
2. árg. . Jan.-marz 1939 V A K A sýna mótþróa, tapa strax við- skiptum samlanda sinna og þeir eru óvirtir og hrjáðir á marga vegu. Gyðingarnar hafa heldur ekki gleymzt í þessari baráttu. Yfirvofandi viðskiptabann hefir jafnvel hrætt innfædda suður- ameríkanska kaupmenn til þess að slíta öllu viðskiptasamneyti við Gyðinga. Fjölda Gyðinga hefir verið sagt upp atvinnu og miljón- um níðrita um Gyðinga hefir verið dreift út. Argentínskur Þjóðverji að nafni Hugo Wast hefir í riti sínu „Gull“ (Oro) krafizt algjörðrar „útrýmingar" á Gyðingakynstofninum. Nazistar hafa dreift riti þessu frá Argen- tínu til Mexico. Barátta gegn katólskum mönn- um, sem mjög hefir borið á í Þýzkalandi, er grafin eilífri þögn í hinum katólsku ríkjum Suður- Ameríku. í stað þess hafa Gyð- ingaofsóknirnar á mjög lævísleg- an hátt verið gerðar að sérmáli katólskra manna og liður í trúar- baráttu þeirra. Hatursfullir sálm- ar um Gyðinga sem erkifjanda katólskrar trúar eru prentaðir aftan á skrautkort af Maríu guðs- móður og dreift út meðal almenn- ings. Um langan aldur hefir hin spanska Ameríka verið víðfræg fyrir vinsamlega sambúð ólíkra kynflokka og viðurkennt jafn- rétti. Allt slíkt heyrir nú fortíð- inni til. Hinn langi armur nazist- isks kynflokkahaturs hefir seilzt yfir Atlantshafið. * í sextán klukkutíma úr hverj- um sólarhring útvarpar Berlín til Suður-Ameríku á spönsku og portúgölsku. Með furðulegri verk- fræðilegri fullkomnun hefir Þjóð- verjum tekizt að gera útvarp sitt svo sterkt og skýrt, að svo má heita að það sé einrátt í Suður- Ameríku. í Guatemala-blöðum eru næstum eingöngu birtar þýzkar útvarpsdagskrár. í inn- flutningsskýrslum sama ríkis frá desembermánuði 1937, má sjá, að inn hafa verið flutt 8800 þýzk útvarpstæki. Tæki þessi voru seld mjög lágu verði og sum jafnvel gefin, en öll voru þau þannig gerð, að ekki var hægt að ná til ann- arra en þýzkra útvarpsstöðva. Kvikmyndirnar hafa orðið Þjóð- verjum erfiðari viðfangs en út- varpið. íbúar Suður-Ameríku voru vanir enskum myndum og skildu enskuna betur en þýzku. Fjöldi þýzkra „skóla“-mynda hefir þó verið lánaður kvikmyndahúsum, skólum o. fl. án endurgjalds. Þá hefir ákaflega mikið verið gert að því að bjóða suður-amer- ískum borgurum til náms í Þýzka- landi. Stórir hópar fara mánað- arlega frá Braziliu til námsdval- ar hinum megin hafsins. Náms- menn þessir koma að jafnaði aftur sem eldheitir áhangendur nazismans og boðberar kenninga hans. Svo er og með fjölda hern- aðarsérfræðinga, er þiggja þýzk heimboð. Á ýmsan hátt má segja, að nazismi finni frjóan jarðveg í hinum blóðöru og oft gjörræðis- hneigðu Suður-Ameríkubúum. 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.