Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Síða 51

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Síða 51
árg. . jan.-marz 1939 VAKA Um þessa heims gcedi. Auðœfi jarðarinnar og hagnýting þeirra. Vort daglega branð Jón Eyþórsson. Við vora fyrstu foreldra sagði drottinn: Veriö frjósöm, margfaldizt og uppfyllið jörðina og gerið ykkur hana undirgefna. Þetta djarfa og djúpvitra kjörorð hefir gengið sem rauður þráður gegnum alla baráttu, ringulreið, sigra og ósigra mannkynsins frá því að sögur hófust. Sagan um hina vitandi og óvitandi viðleitni, til að fylgja því fram, er jafnframt saga mannkynsins og lýsing jarðarinnar. Moldin ber gróður og ávöxt, en í skauti sínu geymir jörðin málma, kol olíu og frjóefni, sem er undirstaða starfs og lifs mann- anna. Og nú er svo komið, að jafnvel hinir fábreyttustu lifnaðarhœttir eru háðir fjöldamörgum hlutum, smáum og stórum, sem fyrir nokkrum öldum, eða aðeins árum, hefðu þótt hinar mestu kóngsgersemar. Við vitum flest til hvers á að nota liina hversdagslegu hluti, en að jafnaði minna um, hvernig þeir verða til eða hvaðan þeir koma. Og þó má segja um þá, líkt og Matthías segir um bceina, að hver og einn á sína sögu — sigurljóð og raunabögu. Úr þessari sögu hefi ég lofað að skrifa nokkra þœtti fyrir Vöku. Þeir verða að mestu leyti þýddir eða endursagðir úr bók eftir rússneskan höfund, Juri Sem- jonow. Hún er rituð á þýzku 1936, en þegar þýdd á mörg tungumál. í sœnskri þýðingu er hún gefin út af bókaforlagi Sambands sœnskra samvinnufélaga. Hér verður framsetningin mjög stytt og mörgum atriðum sleppt. Fyrstu þœttirnir eru um kornmatinn og brauðið. Síðan munu væntanlega fylgja þættir um skógana, ullina, silkið, hörinn, línið, kolin, olíuna, sykurinn, kaffið, járnið, stálið o. s. frv. Sagan af því, hvar og hvernig hinn algengi varningur og lífsnauðsynjar eru nppsprottnar og hvernig þœr hafa breiðzt milli landa og heimsálfa, er nátengd landafrœði. Hnattstaða, landslag, landkostir og veðrátta skapa harla misjöfn skilyrði til framleiðslu og viðskipta. Með tœkni nútímans má þó nokkuð jafna aðstöðuna. Saga varningsins er oft tengd forgöngu og brautryðjendastarfi ein- stakra manna eða þjóða. Þessir þœttir eru því jöfnum höndum brot úr sögu og landafrœði. Þeim er œtlað að gefa lesendum Vöku víðari sjóndeildarhring og vekja til skilnings á því, hve víða stendur fótum velferð vors daglega lífs. JÓN EYÞÓRSSON. 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.