Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Side 56

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Side 56
VAKA 2. árg. . Jan.-marz 1939 okrararnir sem ný plága. Af því leiddi, aS 730,000 indversk sveita- þorp urðu ofurseld sífeldum sulti. Á 18. öld urðu „aðeins“ tvö hall- æri, sem deyddu 10 milj. manns. Á fyrra helmingi 19. aldar varð einu sinni stórfeld hungdursneyð en á síðara hluta aldarinnar 8 slíkar. í öllum þessum hungurs- neyðum fórust alls, samkvæmt opinberum skýrslum, um 25 milj. manna. Síðasta hungursneyðin í Indlandi varð 1921—22. í Kína stafa hallærin ýmist af þurrkum eða vatnsflóðum, og sjaldan er neyðin afstaðin á einu ári. Hin „sjö mögru“ ár eru nefnd í fornum kínverskum annálum, líkt og í Egyptalandi. Kína lenti í sínu „syndaflóði" árið 2300 f. Kr. Gula fljótið óx þá svo, að „vatnið náði upp í himininn“. Bæði á Indlandi og Kína hefir hungrið sorfið oftar og fastar að, eftir að menning Norðurálfunnar fékk þar fótfestu. Á tímabilinu 1876—1929 urðu 9 stórkostlegar hungursneyðir í Kína. Japanir vita líka hvað sulturinn er. Á næstu 150 árunum fyrir „byltinguna“ 1868 fjölgaði þjóð- inni alls ekkert. En eftir að þeir tóku upp nýtt skipulag og tækni, að hætti Vesturlanda, hefir mjög breytt til bóta. Oft koma þó hall- æri þar í einstökum héruðum, bæði vegna fátæktar bændanna og vegna jarðskjálfta, storm- sveipa eða frosta. Þegar hungurvofan læsir beina- pípum sínum að hálsi þjóðanna, finna þær vanmátt sinn gegn 54 gerræði náttúrunnar. Hvert tíma- bil hefir leitað að orsökum ófar- anna á sinn hátt. í þýzkum ann- ál frá 12. öld, eru orskir hallær- isins skýrðar þannig: „Saturnus er mjög kaldur að upplagi. Þegar hann lendir með sólinni í vor- merki dýrahringsins, verður veð- urlagið vott og kalt. Og ef hann lendir með sólinni í haustmerki, verður kuldinn hálfu meiri. Þegar Saturnus kemur í hrútsmerki um vorjafndægri, hefir hann valdið 7—8 harðindaárum, sem leiða af sér hungursneyð.“ Á Indlandi kenna bændurnir sennilega reiði hins volduga Sjiva um hallærin og kínverski bóndinn kennir þau illum öndum. En hér í álfu snýr bóndinn bænum sín- um til velviljaðra guða, sem eiga sér hof í sölum landbúnaðarhá- skólanna. Malthus, Liebig og Mendel. Engar skýrslur eru fyrir hendi um mannfall úr hungri, farsótt- um og styrjöldum á miðöldunum. Af einstökum frásögnum er þó ljóst, að sú tala var gífurleg. Af drepsóttum gerði svarti dauði mestan usla. í Englandi fækkaði fólkinu úr 4—5 milj. um helming, og næstu tvær aldir varð lítil fjölgun. Evrópa var strjálbýl um þær mundir og fjölguninni mið- aði hægt. Um 100 e. Kr. var íbúa- tala Rómaveldis um 5 milj. og 500 árum síðar lifðu á sama svæði aðeins um 20 milj. Undir lok 17. aldar, þegar öryggi og festa var orðin meiri í stjórnarfari, tók

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.