Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 66

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 66
VAKA 2. árg. . Jan.-marz 1939 á brott. Allar hreyfingar hennar höfðu verið mjúkar og engan há- vaða vakið. Á jafn hljóðlátan hátt afklæddi hún sig inni í hliðar- herberginu, þvoði andlit sitt og hreinsaði munninn. Síðan lagðist hún til svefns við hlið sonar síns. Barnið vaknaði ekki, heldur losaði aðeins svefninn. Hún lá lengi vak- andi við hlið þess og hlýddi á reglubundinn andardrátt þess. En innan skamms hvarf athygli hennar frá því og hún hlustaði eftir hverju einasta hljóði innan úr hinu herberginu. Langa stund heyrði hún aðeins skrjáfið í penn- anum. Svo heyrði hún opnaða skúffu, eitthvað datt á gólfið og því næst heyrði hún gremjulega upphrópun á máli, sem hún ekki skildi. — Svo leið langur tími, hversu langur vissi hún ekki, en hún var sannfærð um, að komið væri undir dögun. Þá heyrði hún hann stynja þungan, rísa á fætur og ganga að rúminu. Svo varð nokkurra mín- útna alger þögn. Hún hlustaði full eftirvæntingar. Mundi hann kalla á hana nú? En hún heyrði hann teygja úr sér í brakandi rúminu, útskornu trérúmi, sem verið hafði í eigu tveggja kynslóða. Hann andvarpaði aftur. Svo varð allt hljótt. Hann svaf. Konan unga hvíldi við hlið sonar síns eins og hún hafði gert síðustu sjö árin. Næsta morgun fór hún að venju einni klukkustund fyrr á fætur en aðrir á heimilinu. Hún bar olíu í hár sitt og greiddi það slétt aftur frá enninu. Þegar því var lokið, 64 heyrðist hóstað við dyrnar. Þar var á ferð vinnukona með heitt vatn í könnu. Hún tók við könn- unni og þvoði sér um andlit og armleggi úr heitu vatninu. Síðan lauk hún við að klæða sig. Að því búnu lagði hún leið sína til eldhússins og leit eftir, hvort vinnukonurnar sinntu þar ekki sínum skyldustörfum. „Við mat- reiðum saltaðan kjúkling til morgunverðar," sagði hún við roskna vinnukonu, sem hafði á höndum yfirumsjón í eldhúsinu. „Svo skal verða,“ svaraði hún. „En er ekki eitthvert fleira góð- gæti, sem á að matreiða handa unga herranum?" „Honum þykir betri rauður baunaostur en hvítur ostur með pipar. Við skulum þessvegna bera fram rauða baunaostinn,“ svaraði konan unga. • í sama bili kom gamla vinnu- konan, sem daginn áður hafði staðið bak við stól húsmóður sinnar gömlu. Hún bar tvö hrein handklæði, rautt sápustykki og tinskál með heitu vatni. í fylgd með henni var ein af eldhússtúlk- unum og bar hún tekönnu með nýtilbúnu tei. „Eigum við að fara nú, unga frú?“ spurði vinnukon- an gamla. „Já, Wang Ma,“ svaraði unga frúin og gekk á undan þeim að dyrunum á svefnherbergi tengda- móður sinnar. Þegar þangað var komið, ræskti hún sig lítið eitt. „Kom inn!‘“ kallaði gamla frúin — og þær gengu inn. „Móðir mín, ég vona að þú hafir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.