Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 76
V A K A 2. árg. . Jan.-marz 1939
jTón Emil Cruðjónsson:
Um Töknmenn
og- Ungmeimafélög
Samtök Vökumanna hafa nú
starfað um nokkurt skeið í
landinu, aðallega þó í skólum og
út frá þeim. Ungmennafélögin
eiga sér lengri starfssögu að baki.
Þau hafa lifað sitt blómaskeið
og hrörnunar, en virðast nú vera
að færast nokkuð í aukana á ný.
Starfsemi Vökumanna er aftur á
móti eigi fullmótuð. Enn er hún
á bernskuskeiði. Með útgáfu
tímarits Vökumanna má þó segja,
að félagsskapur þeirra hefjist nú
þegar allmyndarlega á legg.
Hér er um tvær æskulýðshreyf-
ingar að ræða. Þær eru skyldar
um margt, en hafa þó hvor um
sig sín sérstöku áhugamál, og
velja sér að verulegu leyti mis-
munandi starfssvið, svo sem vikið
mun verða að hér á eftir. Pram
til þess hafa lítt fallið vingjarn-
leg orð á milli þessara tveggja fé-
lagsheilda. Það mun jafnvel eigi
örgrant um, að sumir aðilar hafi
litið svo á, að hér væri um and-
stæð félagssamtök að ræða. Að
minni hyggju er þetta hinn mesti
misskilningur, sem þörf er að
leiðrétta. Það virðist fyllilega eðli-
74
legt, að bæði þessi samtök hafi
skapazt hér í landinu og að þau
leysi framvegis viðfangsefni sin,
eigi sem andstæðingar, heldur í
meira og minna nánu samstarfi,
eftir því sem bezt kann að henta
á hverjum stað og tíma. Að þessu
má leiða mörg rök, þótt hér verði
aðeins vikið að nokkrum þeim, er
mestu máli skipta.
Þegar ungmennafélögin hófu
göngu sína, voru þau í öndverðu
mjög sterk þjóðlífshreyfing. Þau
voru hressandi andblær, er vakti
æsku þessa lands til nýrra með-
vitundar um sjálfa sig og gáfu
henni ný tækifæri til félagslífs
og sameiginlegra átaka. Síðan
hefir margt breytzt í íslenzku
þjóðlífi. Múr einingarinnar hefir
verið rofinn. Landið hefir laugazt
í hafróti nýrra áhrifa. Ný viðhorf
hafa skapazt og nýjar stefnur
gert vart við sig. Það hefir oft
verið vandi að velja og hafna, eigi
sízt fyrir hina yngri kynslóð. Hún
hefir verið næmari fyrir hvoru-
tveggja áhrifunum, hinum góðu
og slæmu.
í stuttu máli: Þjóðfélagsaðstæð-