Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Side 78

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Side 78
y A K A 2. árg. . Jan.-marz 1939 Bæknr Björn á Reyffarfelli, ljóðaflokkur eftir Jón Magnússon, er ein af athyglisverðustu bókunum, sem út komu á síðasta ári. Bók þessi er ólík öðrum ljóðabókum. Hún er saga í bundnu máli, en öðru hvoru er skotið inn köflum í óbundnu máli til skýringar. Þessi bók eykur að mun hróður Jóns Magnússonar, og má mikið vera, ef alþýða manna tekur henni ekki tveim höndum. — ísafoldarprent- smiðja er útgefandi. Þroskaleiffir. ísafoldarprentsmiðja hefir nú gefið út bók, sem dr. Símon Jóh. Ágústsson hefir samið upp úr ýmsum fyrirlestrum sínum um uppeldismál. Bókina nefnir dr. Símon Þroska- leiðir. Ber þar mest á fyrirlestum, sem höf. flutti á vegum Háskóla íslands veturinn 1936—37. Vöktu þeir fyrirlestrar allmikla eftirtekt, og munu margir, er á þá hlýddu, fagna útkomu þessarar bókar. ingarstarfsemi: rœktun lýðs og lands. Einnig þeirra bíffa ótelj- andi verkefni. Félagssamtök ís- lenzkrar æsku hafa vissulega næg vifffangsefni. Svo mörg eru þau Grettistökin, sem þörf er aff lyfta. Og eigi skortir heldur rýmið til átaka. Viðfangsefni Vökumanna og ungmennafélaganna verða þannig hvort tveggja í senn — samstæff um margt eins og eðli- legt er um tvær félagsheildir, sem báðar eru bornar uppi af unga fólkinu — en þó jafnframt að mörgu leyti sérstæff og ólík, svo sem stefnuskrár og starfs- hættir benda til. Þessar tvær æskulýffshreyfingar hljóta líka að hafa samstarf um margt, þar sem slíkt kann að gera auðveld- ara að bera stefnuskrármálin 76 fram til sigurs. Vökumenn hafa einnig lýst því yfir í stefnuskrá sinni, aff þeir vilji vinna í nánu samstarfi og vinsemd við bind- indis- og ungmennafélagsskap- inn, að hann mundi þarna mæta Vökumönnum á miðri leið. Unga fólkið hefir nú betri að- stöðu til samstarfs heldur en nokkru sinni fyrr. Það virðist líka fúst til að reyna samtaka- máttinn. Svo mörg æskulýðssam- tök eru nú starfandi hér í land- inu. Þau, sem vernda vilja núver- andi þjóðskipulag, munu ætíð finna mörg viðfangsefni, sem vel fer að leysa með sameiginlegum átökum og þannig að stefna að því markmiði að skapa samhuga fylkingu allrar hinnar lýðræðis- sinnuðu æsku þessa lands.

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.