Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 7
Borgfirdingabók 2004
5
Ytt úr vör
Sögufélag Borgarfjarðar átti fertugsafmæli hinn 7. desember
2003. A afmælisfundi félagsins, sem haldinn var þann dag var
ákveðið að heíja að nýju útgáfu árbókar félagsins, Borgfirð-
ingabókar. Félagið gaf út árbók með þessu nafni á árunum
1981-1985, fjóra árganga í þremur heftum, en útgáfan féll síð-
an niður.
Mjög mörg héruð á Islandi eiga sér ársrit, og hafa sum
þeirra komið út lengi. Getur það ekki talist með öllu vansalaust
fyrir svo stórt og mannmargt hérað sem Borgarfjarðarhérað er
að það eigi sér ekki slíkt rit. Verður nú reynt að bæta úr því. Er
það einlæg von Sögufélagsins að framhald verði á útgáfu Borg-
firðingabókar.
Það má kallast seinlegt verk í tómstundum að koma út riti
sem þessu. Ritstjóri og ritnefnd hafa víða leitað fanga, en und-
irtektir hafa verið misjafnar. Flestir sem til var leitað brugðust
vel við, en sumir hafa þó látið sér fátt um fmnast. T.d. var ósk-
að eftir efni frá öllum sveitarfélögum í Borgarfjarðarhéraði,
en ekki hafa öll sent inn efni. Sögufélagið þakkar af alhug öll-
um þeim sem lagt hafa árbókinni til efni.
I rit þetta hefur verið leitast við að hafa efni þölbreytilegt.
Hér má finna greinar um sagnfræði, hagfræði og líffræði, um
sögu Sögufélags Borgarfjarðar, um ævir horfinna manna, um
nýjungar í atvinnustarfsemi. Hér eru skýrslur um starfsemi
sveitarfélaga og háskóla og ýmissa frjálsra félaga. Og hér eru
líka sögur og ljóð Borgfirðinga. Það er von og viðleitni að-
standenda ritsins að það megi gefa innsýn í mannlíf í Borgar-
fjarðarhéraði í þátíð og nútíð og gefa vísbendingar um fram-
tíðina.
Njótið vel.
Ritstjóri og ritnefnd.