Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 15
Borgfirdingabók 2004
13
ið í mig á samri stundu tilfærði ég klausuna um aragrúann
þannig að láta orðið hefjast á stórum upphafsstaf og orðhlut-
ana tengjast með bandstriki, raunar án þess að rita innan sviga
„leturbreyting mín.“ Þegar ég svo skýrði Daníel formanni frá
þessu „afreki" nokkru síðar brosti hann og sagði þetta eitt:
„Hann Ari hefur nú þolað annað eins og þetta.“
En hvernig varð samheitið Borgfirzkar æviskrár til? Væri
ekki gaman að ganga úr skugga um það?
Hinn 25. nóvember 1968 var þetta fastmælum bundið á
sþórnarfundi, hinum sjötta í röðinni, og var hann haldinn á
Akranesi. Það var Ingimundur Asgeirsson sem átti tillöguna og
féllumst við hinir á hana þegar í stað. Miklu fleira var þá rætt
um uppsetningu og útlit ritaflokksins og varð ytra útlit nrjög í
anda þeirra hugmynda er þá komu fram.
Við útkomu I. bindis um sumarmál 1969 hélt stjórn félagsins
blaðamannafund og mættu blaðamenn frá Morgunblaðinu,
Tímanum, Alþýðublaðinu og Þjóðviljanum, svo og frá útvarp-
inu. Þennan sama dag var ákveðið að verð á bókinni yrði kr.
750, og geta menn spreytt sig á því til gamans að reikna út hver-
ju það kæmi til með að jafngilda nú í dag.
Eins og ég kom inn á í upphafi máls er þessi afmælisþáttur
einungis brotabrot af fjörutíu ára sögu. Vonandi hefur þó gef-
izt nokkur innsýn í umræður og starf, þannig að margur verði
eitthvað fróðari en fyrr. En það sem okkur hlýtur að vera ljúfast
að fram komi í lokin er það þakklæti sem við skuldum minn-
ingu blysberanna, þeirra sem fræðaverkið hófu og hinna sem
héldu því áfram svo ekki yrði aftur snúið. Þökk sé því alla tíð
þeim sem mest gengu fram í því að þetta félag yrði til og gæti
dafnað.
L