Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 18
16
Borgfirdingabók 2004
tungumálinu, það kemur m.a. fyrir í Islenskri hómelíubók sem
varðveitt er í handriti frá því um 1200.1 A einveldistímanum lét
það í minni pokann fyrir orðinu almúgi, en skýtur svo aftur upp
kollinum á 19. öld og verður æ algengara eftir því sem á öldina
líður. Fjölnismenn og Jón Sigurðsson tala þannig fremur um
alþýðu (manna) en almúga.
Hér hæfir að nefna dæmi um hvernig menn upp úr miðri
19. öld skildu hugtakið alþýðumaður. Fyrra dæmið er sótt í
greinina „Fáein orð um harnaskóla“ sem birtist í tímaritinu
Bóndinn 1851 og var undirrituð af þremur mektarmönnum á
Eyrarbakka: prestinum, verslunarfulltrúanum og hreppstjóran-
um.
Þótt menn skipti nú mönnum almennt í tvo flokka, þ.e. í
flokk lærðra manna og ólærðra, þá mun hver skynsamur
maður játa, að hinn ólærði flokkurinn, sem er langtum
fjölmennari en hinn, þurfi líka menntunar við, og hver
einstakur úr þessum flokki geti valla án allrar menntunar
orðið heiðvirður maður og þarfur bæði sjálfum sjer og
mannlegu fjelagi."
Frá sjónarhóli forgöngumanna að stofnun barnaskólans á
Eyrarbakka lá skipting íslensks samfélags um miðja 19. öld ljós
fyrir. Annars vegar voru lærðir menn og hins vegar ólærðir
menn, langtum fjölmennari en hinir. Það var þessi fjölmenni
flokkur ólærðra sem þeir þremenningar kölluðu „alþýðuna“
síðar í greininni - flokkur sem hinir lærðu þyrftu að „stjórna
og leiðbeina."
Hitt dæmið er sótt í framsöguerindi sem Helgi Helgesen
skólastjóri Miðbæjarskólans flutti á fundi í Kvöldfélaginu í
Reykjavík veturinn 1872. Spurningin sem var til umræðu var
þessi: „Hve mikil menntun er nauðsynleg fyrir alþýðumenn og
hvernig er henni best við komið?“ Skólastjórinn svaraði henni
m.a. á þessa lund:
Alþýðumaður er hver sá maður er ekki hefir verið settur
til mennta. Orðið menntun skilst um hið bóklega og um
hið vísindalega fremur en um hið verklega og hin daglegu
störf. . . . Þá er að vera lesandi, sem er skilyrði fyrir gagni